Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2024 14:00 Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur segir að flestir þurfi ekki á vörum sem innihalda steinefni að halda. Aðsend/Getty „Mér finnst þetta merkilegt að við séum komin í svona mikla steinefnaneyslu. Það getur líka verið hættulegt að nota of mikið af steinefnum. Það ruglar í vökvajafnvægi í líkamanum og myndar bjúg og annað.“ Þetta segir Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur um salt- og steinefnaæðið sem hefur gripið um sig hér á landi. Margir söluaðilar markaðssetja nú salt- og steinefni gagnvart Íslendingum sem blanda efnunum iðulega við vatn í formi dufts eða freyðitaflna. Iðjan hefur aukist verulega í vinsældum hér á landi síðustu misseri en sem dæmi um vörur er hægt að nefna Happy Hydrate, Collab Hydro, Nuun og High 5. Geir tekur fram að í raun þurfi aðeins afreksíþróttafólk, fólk sem glímir við veikindi eða vannæringu og fólk sem svitnar mjög mikið á steinefnunum að halda. Markaðsefni villa um fyrir neytendum Markaðsefni söluaðila beinir því til fólks sem kann að finna fyrir þrekleysi eða þreytu að taka steinefni inn við alls konar aðstæður. Til dæmis við æfingar, á ferðalagi og í vinnunni. Þá er mikið lagt upp úr því í markaðsefninu að fólk kunni að þjást af vökvaskorti vegna þjálfunar, veikinda, hita eða skorts á svefni. Geir segir að oft á tíðum villi markaðsefni um fyrir neytendum. „Ég hef pælt svolítið mikið í þessu sem næringarfræðingur. Það er merkilegt í sjálfu sér að hinn almenni borgari í skrifstofuvinnu sé farinn að dæla í sig svona mikið af söltum. Þetta hefur yfirleitt verið afreksíþróttafólk sem er í miklu svitatapi,“ segir Geir. Einstaklingsbundið mat Hann dregur það jafnframt í efa að steinefnin auki orku og einbeitingu hjá hefðbundnu fólki sem þjáist öllu jafna ekki af steinefnaskorti. „Það er mikilvægt að fólk meti það sjálft hversu mikið það er að svitna. Það sem getur verið erfið íþrótt fyrir einn getur verið auðvelt fyrir annan. Þetta er svolítið einstaklingsbundið. Ef þú ert að æfa kannski fimm til sex sinnum í viku þá ertu farinn að nálgast þetta afreksíþrótta mark.“ Matur nægir fyrir flesta Spurður hvort að fólk sem stundi kannski hefðbunda hreyfingu nokkru sinnum í viku þurfi á vörunum að halda segir Geir: „Bara alls ekki. Þetta er bara tvennt ólíkt. Maturinn er líka steinefnaríkur. Í matnum okkar eru þessi steinefni og vítamín sem að hinn almenni borgari þarf á að halda.“ Geir undirstrikar jafnframt að algengasta steinefnið sé natríum sem fyrirfinnst í matarsalti. Hann segir litla sem enga hættu á því að fólki skorti natríum. Hann bendir á að matarsalt sé notað í flestar máltíðir og að öllu heldur séu frekar líkur fyrir því að fólk sé með of mikið af natríum í líkamanum. Því til stuðnings nefnir hann að Íslendingar eru iðulega duglegir að nota salt á franskar og innbyrða unnar matvörur. Steinefni mikilvæg fyrir starfsemi líkamans Geir tekur þó fram að steinefni séu mjög mikilvæg fyrir starfsemi líkamans og að fólk þurfi vissulega þessi efni. Hann segir þó enga ástæðu til að innbyrða fæðubótaefnin ef það er ekkert tap á steinefnum vegna svitataps eða veikinda sem draga úr því að fólk nærist eðlilega. Hann nefnir að fólk sem drekkur mjög mikið vatn dag frá degi kunni að skola burt þeim steinefnum sem eru til staðar í líkamanum. Þá kann að vera gott að drekka vörurnar á móti til að binda saman steinefnin í líkamanum. „Ég vil bara hvetja Íslendinga til heilsu og til að drekka íslenska vatnið,“ segir hann að lokum. Matur Neytendur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Þetta segir Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur um salt- og steinefnaæðið sem hefur gripið um sig hér á landi. Margir söluaðilar markaðssetja nú salt- og steinefni gagnvart Íslendingum sem blanda efnunum iðulega við vatn í formi dufts eða freyðitaflna. Iðjan hefur aukist verulega í vinsældum hér á landi síðustu misseri en sem dæmi um vörur er hægt að nefna Happy Hydrate, Collab Hydro, Nuun og High 5. Geir tekur fram að í raun þurfi aðeins afreksíþróttafólk, fólk sem glímir við veikindi eða vannæringu og fólk sem svitnar mjög mikið á steinefnunum að halda. Markaðsefni villa um fyrir neytendum Markaðsefni söluaðila beinir því til fólks sem kann að finna fyrir þrekleysi eða þreytu að taka steinefni inn við alls konar aðstæður. Til dæmis við æfingar, á ferðalagi og í vinnunni. Þá er mikið lagt upp úr því í markaðsefninu að fólk kunni að þjást af vökvaskorti vegna þjálfunar, veikinda, hita eða skorts á svefni. Geir segir að oft á tíðum villi markaðsefni um fyrir neytendum. „Ég hef pælt svolítið mikið í þessu sem næringarfræðingur. Það er merkilegt í sjálfu sér að hinn almenni borgari í skrifstofuvinnu sé farinn að dæla í sig svona mikið af söltum. Þetta hefur yfirleitt verið afreksíþróttafólk sem er í miklu svitatapi,“ segir Geir. Einstaklingsbundið mat Hann dregur það jafnframt í efa að steinefnin auki orku og einbeitingu hjá hefðbundnu fólki sem þjáist öllu jafna ekki af steinefnaskorti. „Það er mikilvægt að fólk meti það sjálft hversu mikið það er að svitna. Það sem getur verið erfið íþrótt fyrir einn getur verið auðvelt fyrir annan. Þetta er svolítið einstaklingsbundið. Ef þú ert að æfa kannski fimm til sex sinnum í viku þá ertu farinn að nálgast þetta afreksíþrótta mark.“ Matur nægir fyrir flesta Spurður hvort að fólk sem stundi kannski hefðbunda hreyfingu nokkru sinnum í viku þurfi á vörunum að halda segir Geir: „Bara alls ekki. Þetta er bara tvennt ólíkt. Maturinn er líka steinefnaríkur. Í matnum okkar eru þessi steinefni og vítamín sem að hinn almenni borgari þarf á að halda.“ Geir undirstrikar jafnframt að algengasta steinefnið sé natríum sem fyrirfinnst í matarsalti. Hann segir litla sem enga hættu á því að fólki skorti natríum. Hann bendir á að matarsalt sé notað í flestar máltíðir og að öllu heldur séu frekar líkur fyrir því að fólk sé með of mikið af natríum í líkamanum. Því til stuðnings nefnir hann að Íslendingar eru iðulega duglegir að nota salt á franskar og innbyrða unnar matvörur. Steinefni mikilvæg fyrir starfsemi líkamans Geir tekur þó fram að steinefni séu mjög mikilvæg fyrir starfsemi líkamans og að fólk þurfi vissulega þessi efni. Hann segir þó enga ástæðu til að innbyrða fæðubótaefnin ef það er ekkert tap á steinefnum vegna svitataps eða veikinda sem draga úr því að fólk nærist eðlilega. Hann nefnir að fólk sem drekkur mjög mikið vatn dag frá degi kunni að skola burt þeim steinefnum sem eru til staðar í líkamanum. Þá kann að vera gott að drekka vörurnar á móti til að binda saman steinefnin í líkamanum. „Ég vil bara hvetja Íslendinga til heilsu og til að drekka íslenska vatnið,“ segir hann að lokum.
Matur Neytendur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira