Ungbörn sem fá hnetusmjör fái mun síður hnetuofnæmi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júní 2024 18:20 Mikael segir að þegar barn er orðið fjögurra til sex mánaða sé hægt að byrja að gefa því jarðhnetusmjör til að fyrirbyggja ofnæmi. EPA Niðurstöður nýrrar könnunar sýna að ungbörn sem fá ekki jarðhnetursmjör á fyrstu fimm árunum séu 71 prósent líklegri til að þróa með sér jarðhnetuofnæmi síðar á lífsleiðinni. Ofnæmislæknir segur Samkvæmt niðurstöðum nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar sem framkvæmd var við King's College í Bretlandi eru börn undir fimm ára sem er gefið hnetusmjör síður líkleg til að greinast með hnetuofnæmi seinna á lífsleiðinni. Mikael Valur Clausen ofnæmislæknir barna ræddi rannsóknina í Reykjavík Síðdegis. Hann segir kveikjuna að rannsókninni, sem hófst fyrir fimmtán árum, þá að sýnilegur munur var á börnum sem ólust upp í Bretlandi og Ísrael í tengslum við greiningar á hnetuofnæmi. „Þau voru með tvo hópa, annar fékk jarðhnetusmjöt mjög snemma og hinir fengu ekki. Og það var haldið áfram til fimm ára aldurs og það sýndi sig þá að þau fengu síður jarðhnetuofnæmi, sem byrjuðu snemma að fá jarðhnetur.“ Hann segir algengið á jarðhnetuofnæmi hafa minnkað um 71 prósent hjá þeim börnum sem fengu jarðhnetur snemma. Nýlega hafi verið prófað fyrir jarðhnetuofnæmi hjá sömu börnum, sem nú eru komin á unglingsaldur, og algengið verið það sama. Mikilvægt að byrja snemma Aðspurður segir Mikael að búist sé við að vörnin sem felst í því að gefa ungbörnum jarðhnetur haldi fyrir líftíð. Er það ekki mikill ábati í ljósi þess að jarðhnetuofnæmi er erfitt ofnæmi? „Jú, það er náttúrlega mjög erfitt að vera með ofnæmi yfir höfuð, og jarðhnetur eru ekki voðalega skemmtilegar því þær eru mjög víða,“ segir Mikael. Er einhver ákveðinn gluggi sem best er að nýta? „Mjög mörg börn eru búin að fá ofnæmið sitt á fyrsta æviárinu. Það er mjög algengt og eggjaofnæmið er langalgengasta ofnæmið. Og þegar þú ert kominn með eitt ofnæmi ertu líklegri til þess að fá annað. Þannig að þetta þarf að byrja snemma. Þú þarft að byrja þegar barnið er fjögurra til sex mánaða,“ segir Mikael. Þá sé hæfilegt að gefa barninu sínu jarðhnetusmjör. Hann segir það mikilvægasta sem hægt sé að gera til að fyrirbyggja ofnæmi hjá börnum að sjá til þess að barn fái örvun í formi þeirra fyrirbæra sem það getur þróað ofnæmi fyrir. „Barnið vantar örvun á fyrstu ævimánuðunum fyrir ónæmiskerfið sitt frá umhverfisþáttum sem eru ákveðin efni sem koma úr bakteríum sem eru eðlilegur hlutur af umhverfinu. Og það á að örva ónæmiskerfið til að mynda þol. Og þegar það fær ekki þessa örvun, þá ertu líklegri til að mynda ofnæmi,“ segir Mikael. Hér er einungis stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Matur Börn og uppeldi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar sem framkvæmd var við King's College í Bretlandi eru börn undir fimm ára sem er gefið hnetusmjör síður líkleg til að greinast með hnetuofnæmi seinna á lífsleiðinni. Mikael Valur Clausen ofnæmislæknir barna ræddi rannsóknina í Reykjavík Síðdegis. Hann segir kveikjuna að rannsókninni, sem hófst fyrir fimmtán árum, þá að sýnilegur munur var á börnum sem ólust upp í Bretlandi og Ísrael í tengslum við greiningar á hnetuofnæmi. „Þau voru með tvo hópa, annar fékk jarðhnetusmjöt mjög snemma og hinir fengu ekki. Og það var haldið áfram til fimm ára aldurs og það sýndi sig þá að þau fengu síður jarðhnetuofnæmi, sem byrjuðu snemma að fá jarðhnetur.“ Hann segir algengið á jarðhnetuofnæmi hafa minnkað um 71 prósent hjá þeim börnum sem fengu jarðhnetur snemma. Nýlega hafi verið prófað fyrir jarðhnetuofnæmi hjá sömu börnum, sem nú eru komin á unglingsaldur, og algengið verið það sama. Mikilvægt að byrja snemma Aðspurður segir Mikael að búist sé við að vörnin sem felst í því að gefa ungbörnum jarðhnetur haldi fyrir líftíð. Er það ekki mikill ábati í ljósi þess að jarðhnetuofnæmi er erfitt ofnæmi? „Jú, það er náttúrlega mjög erfitt að vera með ofnæmi yfir höfuð, og jarðhnetur eru ekki voðalega skemmtilegar því þær eru mjög víða,“ segir Mikael. Er einhver ákveðinn gluggi sem best er að nýta? „Mjög mörg börn eru búin að fá ofnæmið sitt á fyrsta æviárinu. Það er mjög algengt og eggjaofnæmið er langalgengasta ofnæmið. Og þegar þú ert kominn með eitt ofnæmi ertu líklegri til þess að fá annað. Þannig að þetta þarf að byrja snemma. Þú þarft að byrja þegar barnið er fjögurra til sex mánaða,“ segir Mikael. Þá sé hæfilegt að gefa barninu sínu jarðhnetusmjör. Hann segir það mikilvægasta sem hægt sé að gera til að fyrirbyggja ofnæmi hjá börnum að sjá til þess að barn fái örvun í formi þeirra fyrirbæra sem það getur þróað ofnæmi fyrir. „Barnið vantar örvun á fyrstu ævimánuðunum fyrir ónæmiskerfið sitt frá umhverfisþáttum sem eru ákveðin efni sem koma úr bakteríum sem eru eðlilegur hlutur af umhverfinu. Og það á að örva ónæmiskerfið til að mynda þol. Og þegar það fær ekki þessa örvun, þá ertu líklegri til að mynda ofnæmi,“ segir Mikael. Hér er einungis stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Matur Börn og uppeldi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira