Fékk skyndihugmynd og er nú í blómahafi heima fyrir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júní 2024 15:00 Svana Lovísa býr á gríðarlega fallegu heimili með mögnuðum og óvenjulegum blómaskreytingum. Vísir Vöruhönnuðurinn Svana Lovísa Kristjánsdóttir vinnur ýmis verkefni bæði sem hönnuður og fjölmiðlakona. Nú er hún að slá í gegn með blómaskreytingum sem eru engu líkar. Svana ásamt manni sínum Andrési Andréssyni hefur verið að hanna og smíða ýmsar ódýrar og flottar lausnir á heimilinu sem gaman er að sjá. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði skemmtilegar lausnir Svönu og ótrúlegar blómaskreytingar sem hún meðal annars hengir í loftið. Skreytingarnar eru ævntýralegar. Hún ásamt manni sínum Andrési Andréssyni hefur gert ýmislegt skemmtilegt í íbúðinni þeirra. Skyndihugmynd sem vatt fljótt upp á sig „Þetta var í rauninni bara smá skyndihugmynd. Ég hef alltaf verið rosalega sjúk í blóm alla tíð og hef hægt og rólega verið að sanka að mér mjög mörgum gerviblómum og öðru og hef verið að taka að mér skreytingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Svana. „En svo allt í einu ákvað ég bara að æ, ég ætla bara að segja fleirum frá þessu, eignaðist mögulega aðeins fleiri blóm og núna er ég bara í þessu blómahafi heima.“ Svana segir gerviblóm í dag allt annað en þau voru. Þau séu með ekta áferð svo varla sé hægt að finna muninn. Hún segir þetta hafa undið upp á sig á ótrúlegan hátt. Allt í einu voru verslanir sem ég hef tengsl við og annað farnar að biðja mig um að koma með skreytingar og svo eru konur sem eru að fara að gifta sig og vita bara að ég er með falleg blóm, mögulega með gott auga og hef gaman af þessu og þá einhvern veginn er ég farinn að gera ótrúlega skemmtileg verkefni sem ég veit stundum bara ekki hvaðan koma. Útkoman er stundum hefðbundin og stundum óhefðbundin eins og þarna. Ódýrar og hagkvæmar breytingar heima fyrir Svana heldur meðal annars úti blogginu Svart og hvítt sem er um hönnun á Trendnet. Þau hjónin hafa gert ýmislegt heima fyrir á ódýran og sem hagstæðastan hátt án þess að fara í dýrar framkvæmdir. „Við höfum gert alveg heilmikið hérna heima, bæði sem er hægt að sá og mjög margt af þessu ósýnilega, eins og þessar stóru framkvæmdir sem við þurftum líka að ráðast í. Auðvitað máluðum við það bleikt.“ View this post on Instagram A post shared by Svana Lovísa Kristjánsdóttir (@svana.svartahvitu) Ísland í dag Blóm Hús og heimili Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði skemmtilegar lausnir Svönu og ótrúlegar blómaskreytingar sem hún meðal annars hengir í loftið. Skreytingarnar eru ævntýralegar. Hún ásamt manni sínum Andrési Andréssyni hefur gert ýmislegt skemmtilegt í íbúðinni þeirra. Skyndihugmynd sem vatt fljótt upp á sig „Þetta var í rauninni bara smá skyndihugmynd. Ég hef alltaf verið rosalega sjúk í blóm alla tíð og hef hægt og rólega verið að sanka að mér mjög mörgum gerviblómum og öðru og hef verið að taka að mér skreytingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Svana. „En svo allt í einu ákvað ég bara að æ, ég ætla bara að segja fleirum frá þessu, eignaðist mögulega aðeins fleiri blóm og núna er ég bara í þessu blómahafi heima.“ Svana segir gerviblóm í dag allt annað en þau voru. Þau séu með ekta áferð svo varla sé hægt að finna muninn. Hún segir þetta hafa undið upp á sig á ótrúlegan hátt. Allt í einu voru verslanir sem ég hef tengsl við og annað farnar að biðja mig um að koma með skreytingar og svo eru konur sem eru að fara að gifta sig og vita bara að ég er með falleg blóm, mögulega með gott auga og hef gaman af þessu og þá einhvern veginn er ég farinn að gera ótrúlega skemmtileg verkefni sem ég veit stundum bara ekki hvaðan koma. Útkoman er stundum hefðbundin og stundum óhefðbundin eins og þarna. Ódýrar og hagkvæmar breytingar heima fyrir Svana heldur meðal annars úti blogginu Svart og hvítt sem er um hönnun á Trendnet. Þau hjónin hafa gert ýmislegt heima fyrir á ódýran og sem hagstæðastan hátt án þess að fara í dýrar framkvæmdir. „Við höfum gert alveg heilmikið hérna heima, bæði sem er hægt að sá og mjög margt af þessu ósýnilega, eins og þessar stóru framkvæmdir sem við þurftum líka að ráðast í. Auðvitað máluðum við það bleikt.“ View this post on Instagram A post shared by Svana Lovísa Kristjánsdóttir (@svana.svartahvitu)
Ísland í dag Blóm Hús og heimili Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira