Heimtaði að allir í bænum töluðu íslensku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 11:32 Átakið Gefum íslensku séns er á vegum Háskólaseturs Vestfjarða. Vísir/Samsett Á þjóðhátíðardaginn 17. júní á mánudaginn næstkomandi verður þétt dagskrá um allt land og þar á meðal í Ísafjarðarbæ. Á Hrafnseyri, fæðingarstað sjálfs Jóns forseta, verður íbúum af erlendum uppruna boðið upp á leiðsögn og fræðslu um íslenska lýðveldið, Jón Sigurðsson, Hrafnseyri og fornminjar á einfaldri íslensku. Ókeypis rútuferð fer frá Háskólasetri Vestfjarða klukkan tíu á mánudagsmorguninn og er verkefnið í samstarfi við setrið og átakið Gefum íslensku séns sem starfsmenn setursins standa að. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólasetursins og íbúi á Ísafirði til áratuga, segir verkefnið eiga að vekja athygli á því að öll þjóðin þurfi að koma saman og aðstoða nýbúa við íslenskulærdóminn til að ná árangri. Háskólasetur Vestfjarða var stofnað árið 2005 og hefur meðal annars boðið upp á námskeið í íslensku fyrir innflytjendur á svæðinu. Peter lýsir því að þegar námskeiðin hófust hafi hann hlaupið milli búða, veitingastaða og stofnanna á Ísafirði til að biðja starfsfólkið um að tala íslensku við nemendurnar. „Við sjáum líka í daglegu lífi mjög oft að það er einhver sem reynir að tjá sig á íslensku fær bara svona kalda gusu framan í sig þegar sagt er: Just speak English. Það er svolítið misskilin kurteisi,“ segir Peter í samtali við fréttastofu. „Það er fornleifauppgröftur og það er skemmtilegt að segja frá því. Það gæti verið tækifæri til að segja þeim sem eru að læra íslensku frá þessu á einfaldaðri íslensku,“ segir Peter. Þjóðin eigi að leggjast á eitt í þágu málverndar Verkefnið á rætur sínar að rekja til ársins 2021 þegar Háskólasetur Vestfjarða byrjaði með átakið Íslenskuvænn staður. Það gekk út á það að biðla til búða, veitingastaða og stofnanna á Ísafirði að tala íslensku við íslenskunemendur Háskólasetursins en jafnframt voru staðirnir fengnir til að skuldbinda sig að laga mál sitt að íslenskuþörfum þeirra sem spreyttu sig á henni. Þeir staðir sem vildu fá sig titlaða sem íslenskuvæna fengu veggspjald til að setja í gluggann þar sem því er heitið að íslenska verði töluð við afgreiðslu, hægt, skýrt og endurtekið ef þess væri þörf. Árið 2022 færði átakið út kvíarnar og snerist þá ekki lengur einvörðungu um nemendur á íslenskunámskeiði Háskólasetursins. Það hlaut þá nafnið Íslenskuvænt samfélag - við erum öll almannakennarar og var það vitnun í slagorðið eftirminnilega frá tímum faraldursins: Við erum öll almannavarnir. „Þetta átak hét til að byrja með Við erum öll almannakennarar og eins og þjóðin öll átti að leggjast á eitt svo íslenska heilbrigðiskerfið færi ekki á hliðina þá finnst okkur að þjóðin öll eigi að leggjast á eitt til að íslenskan fjari ekki út.“ Árið 2023 hóf verkefnið að halda fjöldann allan af uppákomum og viðburðum til að auðvelda nýbúum að læra íslensku. Þá var nafn þess fært í núverandi horf og því breytt í Gefum íslensku séns. Peter segist fullkomlega meðvitaður um að sumum þyki orðið séns ekki nægilega rétt íslenska. „Stundum er okkur bent á að rétta heitið á Gefum íslensku séns ætti að vera Gefum íslensku tækifæri en það var með vilja gert út af því að það að nota eitt og eitt tökuorð getur auðveldað samskipti,“ segir Peter. Ábyrgðin hvílir ekki síður á Íslendingum Markmið átaksins er að stuðla að auknum möguleikum fólks á notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt. Peter segir að það verkefni hvíli ekki síður á Íslendingunum en þeim sem málið vilja læra. Það sé það sem skilji verkefnið að öðrum svipuðum málverndarátökum. „Þetta átak leggur miklar skyldur í raun og veru á þá sem hafa íslensku að móðurmáli. Það er kannski það sem er öðruvísi. Það eru auðvitað þúsund aðferðir í kennslufræðum í erlendum tungumálum en það eru fáir sem tala um það sem þeir sem kunna tungumálið geta gert til að koma til móts við þá,“ segir Peter og brýnir til Íslendinga að móttökurnar skipti máli. Innflytjendur þurfi að upplifa sig sem hluti af málsamfélaginu og að þau séu hvött til að tileinka sér málið. Peter segir mikilvægt að það verði viðburðir sem eru aðgengilegir nýbúum og þeim sem eru að læra íslensku á þjóðhátíðardaginn til að þau fái tækifæri til að læra um lýðveldissöguna okkar og upplifa sig ekki útundan. Viðburðurinn er opinn öllum rútan leggur af stað frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði til Hrafnseyrar klukkan tíu og heldur svo aftur í Skutulsfjörðinn klukkan þrjú. Ísafjarðarbær Íslensk tunga Innflytjendamál 17. júní Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Ókeypis rútuferð fer frá Háskólasetri Vestfjarða klukkan tíu á mánudagsmorguninn og er verkefnið í samstarfi við setrið og átakið Gefum íslensku séns sem starfsmenn setursins standa að. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólasetursins og íbúi á Ísafirði til áratuga, segir verkefnið eiga að vekja athygli á því að öll þjóðin þurfi að koma saman og aðstoða nýbúa við íslenskulærdóminn til að ná árangri. Háskólasetur Vestfjarða var stofnað árið 2005 og hefur meðal annars boðið upp á námskeið í íslensku fyrir innflytjendur á svæðinu. Peter lýsir því að þegar námskeiðin hófust hafi hann hlaupið milli búða, veitingastaða og stofnanna á Ísafirði til að biðja starfsfólkið um að tala íslensku við nemendurnar. „Við sjáum líka í daglegu lífi mjög oft að það er einhver sem reynir að tjá sig á íslensku fær bara svona kalda gusu framan í sig þegar sagt er: Just speak English. Það er svolítið misskilin kurteisi,“ segir Peter í samtali við fréttastofu. „Það er fornleifauppgröftur og það er skemmtilegt að segja frá því. Það gæti verið tækifæri til að segja þeim sem eru að læra íslensku frá þessu á einfaldaðri íslensku,“ segir Peter. Þjóðin eigi að leggjast á eitt í þágu málverndar Verkefnið á rætur sínar að rekja til ársins 2021 þegar Háskólasetur Vestfjarða byrjaði með átakið Íslenskuvænn staður. Það gekk út á það að biðla til búða, veitingastaða og stofnanna á Ísafirði að tala íslensku við íslenskunemendur Háskólasetursins en jafnframt voru staðirnir fengnir til að skuldbinda sig að laga mál sitt að íslenskuþörfum þeirra sem spreyttu sig á henni. Þeir staðir sem vildu fá sig titlaða sem íslenskuvæna fengu veggspjald til að setja í gluggann þar sem því er heitið að íslenska verði töluð við afgreiðslu, hægt, skýrt og endurtekið ef þess væri þörf. Árið 2022 færði átakið út kvíarnar og snerist þá ekki lengur einvörðungu um nemendur á íslenskunámskeiði Háskólasetursins. Það hlaut þá nafnið Íslenskuvænt samfélag - við erum öll almannakennarar og var það vitnun í slagorðið eftirminnilega frá tímum faraldursins: Við erum öll almannavarnir. „Þetta átak hét til að byrja með Við erum öll almannakennarar og eins og þjóðin öll átti að leggjast á eitt svo íslenska heilbrigðiskerfið færi ekki á hliðina þá finnst okkur að þjóðin öll eigi að leggjast á eitt til að íslenskan fjari ekki út.“ Árið 2023 hóf verkefnið að halda fjöldann allan af uppákomum og viðburðum til að auðvelda nýbúum að læra íslensku. Þá var nafn þess fært í núverandi horf og því breytt í Gefum íslensku séns. Peter segist fullkomlega meðvitaður um að sumum þyki orðið séns ekki nægilega rétt íslenska. „Stundum er okkur bent á að rétta heitið á Gefum íslensku séns ætti að vera Gefum íslensku tækifæri en það var með vilja gert út af því að það að nota eitt og eitt tökuorð getur auðveldað samskipti,“ segir Peter. Ábyrgðin hvílir ekki síður á Íslendingum Markmið átaksins er að stuðla að auknum möguleikum fólks á notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt. Peter segir að það verkefni hvíli ekki síður á Íslendingunum en þeim sem málið vilja læra. Það sé það sem skilji verkefnið að öðrum svipuðum málverndarátökum. „Þetta átak leggur miklar skyldur í raun og veru á þá sem hafa íslensku að móðurmáli. Það er kannski það sem er öðruvísi. Það eru auðvitað þúsund aðferðir í kennslufræðum í erlendum tungumálum en það eru fáir sem tala um það sem þeir sem kunna tungumálið geta gert til að koma til móts við þá,“ segir Peter og brýnir til Íslendinga að móttökurnar skipti máli. Innflytjendur þurfi að upplifa sig sem hluti af málsamfélaginu og að þau séu hvött til að tileinka sér málið. Peter segir mikilvægt að það verði viðburðir sem eru aðgengilegir nýbúum og þeim sem eru að læra íslensku á þjóðhátíðardaginn til að þau fái tækifæri til að læra um lýðveldissöguna okkar og upplifa sig ekki útundan. Viðburðurinn er opinn öllum rútan leggur af stað frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði til Hrafnseyrar klukkan tíu og heldur svo aftur í Skutulsfjörðinn klukkan þrjú.
Ísafjarðarbær Íslensk tunga Innflytjendamál 17. júní Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira