Veður

Hlýtt í dag en vætusöm vika fram undan

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hiti gæti mælst allt að tuttugu stig sunnan heiða í dag. 
Hiti gæti mælst allt að tuttugu stig sunnan heiða í dag.  Vísir/Vilhelm

Í dag er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt, 3-8 m/s. Víða þurrt veður og bjartir kaflar, en stöku síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla sunnanlands, en á Suður- og Suðausturlandi er spáð bjarviðri og allt að tuttugu stuiga hita. 

Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar, þar sem spáð er þokulofti við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 20 stig að deginum, hlýjast á Suðurlandi.

Á morgun er spáð norðvestan 3-8 m/s. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta, hiti 7 til 12 stig. Bjartviðri á Suður- og Suðausturlandi með hita að 20 stigum.

í hugleiðingum veðurfræðings segir að ef litið sé á veðurkort fyrir næstu viku, þá sé útlitið heilt yfir ekki það sem flestir sækist eftir í sumarveðri. Hitatölurnar verði í lægri kantinum og búast megi við einhverri vætu í flestum landshlutum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Norðan og norðvestan 3-8 m/s. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta, en bjartviðri sunnanlands. Hiti frá 6 stigum við norðurströndina, upp í 19 stig syðst.

Á mánudag (lýðveldisdagurinn):

Breytileg átt 3-8 og bjart með köflum, en dálitlir skúrir á Suður- og Vesturlandi. Hiti 6 til 15 stig, svalast við austurströndina.

Á þriðjudag:

Breytileg átt 3-8. Skýjað að mestu og líkur á vætu í flestum landshlutum. Hiti 7 til 13 stig.

Á miðvikudag:

Breytileg átt 3-8 og víða líkur á rigningu. Hiti 6 til 12 stig.

Á fimmtudag (sumarsólstöður) og föstudag:

Austlæg átt og væta með köflum, en þurrt að kalla norðan- og vestanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Vesturlandi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×