Efast um að ráðherrar nái fram markmiði sínu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júní 2024 12:12 Finnur Ricart Andrason er formaður Ungra umhverfissinna. Vísir/Arnar Formaður Ungra umhverfissinna segir ýmislegt við boðaðar aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum skjóta skökku við. Ráðherra hafi meðal annars farið með rangt mál þegar aðgerðirnar voru kynntar í gær. Í gær kynntu fjórir ráðherrar hundrað og fimmtíu aðgerðir í nýrri áætlun í loftslagsmálum. Með aðgerðunum er vonast til þess að Ísland nái allt að 45 prósenta samdrætti í samfélagslosun til ársins 2030. Finnur Ricart Andrason, formaður Ungra umhverfissinna, fagnar því að nýjar aðgerðir hafi litið dagsins ljós. Hins vegar sé margt í pakkanum sem mætti betur fara. „Í fyrsta lagi þá er ljóst að það er verið að draga úr fjármagni til loftslagsaðgerða. Þetta kemur skýrt fram í núverandi fjármálaáætlun og fjárlögum. Það að það sé verið að fjölga aðgerðum úr 48 í 150 en draga úr fjármagni samhliða, það er ekki endilega til þess fallið að auka trúverðugleika á því að þau muni standa við þessa áætlun,“ segir Finnur. Þá samræmist samdráttarmarkmið stjórnvalda ekki skuldbindingum til Evrópusambandsins. „Áætlanirnar í fortíðinni hafa einnig verið með tölusettan samdrátt, sem búist var við að aðgerðirnar myndu ná en við sjáum það að heildarlosun Íslands stendur nánast í stað síðustu ár,“ segir Finnur. Hann segir Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis- og loftslagsráðherra, hafa farið með rangt mál þegar hann ræddi um losun vegna landnotkunar í gær. „Ráðherra sagði að losun frá landnotkun á Íslandi væri ekki af mannavöldum heldur náttúruleg. Þetta er bara rangt frá honum. Þetta er losun sem kemur fram í losunarbókhaldi Íslands. Það eru Umhverfisstofnun og Land og skógur sem sjá um þetta bókhald. Losunin sem fellur undir þennan flokk, landnotkun, hún er af mannavöldum og er lang mesta losunin af allri losun á landinu. Svona tveir þriðju um það bil,“ segir Finnur. Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Í gær kynntu fjórir ráðherrar hundrað og fimmtíu aðgerðir í nýrri áætlun í loftslagsmálum. Með aðgerðunum er vonast til þess að Ísland nái allt að 45 prósenta samdrætti í samfélagslosun til ársins 2030. Finnur Ricart Andrason, formaður Ungra umhverfissinna, fagnar því að nýjar aðgerðir hafi litið dagsins ljós. Hins vegar sé margt í pakkanum sem mætti betur fara. „Í fyrsta lagi þá er ljóst að það er verið að draga úr fjármagni til loftslagsaðgerða. Þetta kemur skýrt fram í núverandi fjármálaáætlun og fjárlögum. Það að það sé verið að fjölga aðgerðum úr 48 í 150 en draga úr fjármagni samhliða, það er ekki endilega til þess fallið að auka trúverðugleika á því að þau muni standa við þessa áætlun,“ segir Finnur. Þá samræmist samdráttarmarkmið stjórnvalda ekki skuldbindingum til Evrópusambandsins. „Áætlanirnar í fortíðinni hafa einnig verið með tölusettan samdrátt, sem búist var við að aðgerðirnar myndu ná en við sjáum það að heildarlosun Íslands stendur nánast í stað síðustu ár,“ segir Finnur. Hann segir Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis- og loftslagsráðherra, hafa farið með rangt mál þegar hann ræddi um losun vegna landnotkunar í gær. „Ráðherra sagði að losun frá landnotkun á Íslandi væri ekki af mannavöldum heldur náttúruleg. Þetta er bara rangt frá honum. Þetta er losun sem kemur fram í losunarbókhaldi Íslands. Það eru Umhverfisstofnun og Land og skógur sem sjá um þetta bókhald. Losunin sem fellur undir þennan flokk, landnotkun, hún er af mannavöldum og er lang mesta losunin af allri losun á landinu. Svona tveir þriðju um það bil,“ segir Finnur.
Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira