Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júní 2024 10:00 Að meðaltali óku 97 flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum á dag til Gasa í maí. Í samanburði óku fimm hundruð slíkir bílar til Gasa áður en stríðið hófst í október í fyrra. AP Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. Í frétt BBC kemur fram að fyrsta hléið hafi verið gert í gær og þau munu standa yfir alla daga milli klukkan átta á morgnanna til klukkan sjö á kvöldin. Hléin eiga þó bara við um veg sem liggur frá Kerem Shalon landamærunum í suðurhluta Gasa, um Salah al-Din stofnbrautina og að Evrópska sjúkrahúsinu nærri borginni Khan Younis. Í tilkynningunni er áréttað að ekki sé um vopnahlé að ræða og að árásir muni halda áfram í Rafah-borg. To increase the volume of humanitarian aid entering Gaza and following additional related discussions with the U.N. and international organizations, a local, tactical pause of military activity for humanitarian purposes will take place from 08:00 until 19:00 every day until… pic.twitter.com/QLXNFZsTYZ— Israel Defense Forces (@IDF) June 16, 2024 Alþjóðsamfélagið, þar á meðal Bandaríkin, hefur þrýst á Ísraelsríki að linna árásum á Gasa, þar sem neyðarástand ríkir. Ísraelsher segir tilkynninguna um daglegu hléin koma í kjölfar viðræðna við Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðlegar stofnanir. Nokkur hundruð þúsund manns hafa flúið Rafah vegna vegna umfangsmikilla árása Ísraelshers á borgina í síðasta mánuði. Þá hertók Ísraelsher Rafah-landamærin við Egyptaland, Gasa-megin. Landamærin voru áður helst notuð til að flytja neyðarbirgðir yfir á Gasa en hafa ekki verið notuð í þeim tilgangi frá því að Ísrael hertók þau í byrjun maí. Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO sagði á miðvikudag að stærsti hluti íbúa Gasa lifi við hörmulegar aðstæður og hungursneyð. Daglegt magn neyðarbirgða á Gasaströndina hefur að auki gjörlækkað. Að meðaltali óku 97 flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum á Gasa í maí, 169 í apríl og 139 í mars. Til samanburðar var fimm hundruð slíkum bílum ekið daglega á Gasa áður en stríði var lýst yfir í október í fyrra. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Ekki skárra fyrir 35 árum Innlent Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Erlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Sjá meira
Í frétt BBC kemur fram að fyrsta hléið hafi verið gert í gær og þau munu standa yfir alla daga milli klukkan átta á morgnanna til klukkan sjö á kvöldin. Hléin eiga þó bara við um veg sem liggur frá Kerem Shalon landamærunum í suðurhluta Gasa, um Salah al-Din stofnbrautina og að Evrópska sjúkrahúsinu nærri borginni Khan Younis. Í tilkynningunni er áréttað að ekki sé um vopnahlé að ræða og að árásir muni halda áfram í Rafah-borg. To increase the volume of humanitarian aid entering Gaza and following additional related discussions with the U.N. and international organizations, a local, tactical pause of military activity for humanitarian purposes will take place from 08:00 until 19:00 every day until… pic.twitter.com/QLXNFZsTYZ— Israel Defense Forces (@IDF) June 16, 2024 Alþjóðsamfélagið, þar á meðal Bandaríkin, hefur þrýst á Ísraelsríki að linna árásum á Gasa, þar sem neyðarástand ríkir. Ísraelsher segir tilkynninguna um daglegu hléin koma í kjölfar viðræðna við Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðlegar stofnanir. Nokkur hundruð þúsund manns hafa flúið Rafah vegna vegna umfangsmikilla árása Ísraelshers á borgina í síðasta mánuði. Þá hertók Ísraelsher Rafah-landamærin við Egyptaland, Gasa-megin. Landamærin voru áður helst notuð til að flytja neyðarbirgðir yfir á Gasa en hafa ekki verið notuð í þeim tilgangi frá því að Ísrael hertók þau í byrjun maí. Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO sagði á miðvikudag að stærsti hluti íbúa Gasa lifi við hörmulegar aðstæður og hungursneyð. Daglegt magn neyðarbirgða á Gasaströndina hefur að auki gjörlækkað. Að meðaltali óku 97 flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum á Gasa í maí, 169 í apríl og 139 í mars. Til samanburðar var fimm hundruð slíkum bílum ekið daglega á Gasa áður en stríði var lýst yfir í október í fyrra.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Ekki skárra fyrir 35 árum Innlent Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Erlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Sjá meira