Í tveggja leikja bann fyrir tæklinguna ljótu á Gündoğan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2024 19:46 Sá þýski var heppinn að löppin fór ekki í tvennt. Clive Mason/Getty Images Ryan Porteous, varnarmaður Skotlands, hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik á EM karla í fótbolta. Ástæðan er sú að hann hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna tæklingar sem hann fór í þegar Skotland tapaði 5-1 fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð mótsins. Skotland gat vart byrjað EM í Þýskalandi mikið verr. Eftir innan við tuttugu mínútur var staðan orðin 2-0 Þýskalandi í vil og í uppbótartíma fyrri hálfleiks fór hinn 25 ára gamli Porteous í galna tæklingu innan eigin vítateigs. Hann potaði tánni í boltann en lenti af öllu afli á İlkay Gündoğan, miðjumanni Þýskalands. Niðurstaðan rautt spjald og vítaspyrna. Þýskaland skoraði úr vítinu og staðan 3-0 í hálfleik. Á einhvern ótrúlegan hátt skoraði Skotland í síðari hálfleik en Þjóðverjar skoruðu tvö og unnu 5-1 sigur sem var síst of stór. Vegna rauða spjaldsins var vitað að Porteous yrði ekki með í næsta leik Skotlands, gegn Sviss á miðvikudaginn kemur. Nú hefur hins vegar verið staðfest að leikmaðurinn sé á leið í tveggja leikja bann og missir því af báðum leikjunum sem eftir eru í riðlinum. BREAKING: UEFA have banned Scotland defender Ryan Porteous for two matches at Euro 2024 for “serious rough play” after his red card against Germany 🚨 pic.twitter.com/X7144A5wdq— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 17, 2024 Sá fyrri gegn Sviss og sá síðari gegn Ungverjalandi á sunnudaginn 23. júní. Ef marka má úrslit og frammistöðu Skotlands gegn Þýskalandi þá er hægt að draga þá ályktun að liðið fari ekki upp úr riðlinum og þátttöku Porteous á EM 2024 því lokið. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Sjá meira
Ástæðan er sú að hann hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna tæklingar sem hann fór í þegar Skotland tapaði 5-1 fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð mótsins. Skotland gat vart byrjað EM í Þýskalandi mikið verr. Eftir innan við tuttugu mínútur var staðan orðin 2-0 Þýskalandi í vil og í uppbótartíma fyrri hálfleiks fór hinn 25 ára gamli Porteous í galna tæklingu innan eigin vítateigs. Hann potaði tánni í boltann en lenti af öllu afli á İlkay Gündoğan, miðjumanni Þýskalands. Niðurstaðan rautt spjald og vítaspyrna. Þýskaland skoraði úr vítinu og staðan 3-0 í hálfleik. Á einhvern ótrúlegan hátt skoraði Skotland í síðari hálfleik en Þjóðverjar skoruðu tvö og unnu 5-1 sigur sem var síst of stór. Vegna rauða spjaldsins var vitað að Porteous yrði ekki með í næsta leik Skotlands, gegn Sviss á miðvikudaginn kemur. Nú hefur hins vegar verið staðfest að leikmaðurinn sé á leið í tveggja leikja bann og missir því af báðum leikjunum sem eftir eru í riðlinum. BREAKING: UEFA have banned Scotland defender Ryan Porteous for two matches at Euro 2024 for “serious rough play” after his red card against Germany 🚨 pic.twitter.com/X7144A5wdq— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 17, 2024 Sá fyrri gegn Sviss og sá síðari gegn Ungverjalandi á sunnudaginn 23. júní. Ef marka má úrslit og frammistöðu Skotlands gegn Þýskalandi þá er hægt að draga þá ályktun að liðið fari ekki upp úr riðlinum og þátttöku Porteous á EM 2024 því lokið.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Sjá meira