„Hættiði að senda mér pening“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 09:02 Hassan Sunny tapaði leiknum en sá samt til þess að Kínverjar komust áfram. Getty/Yong Teck Lim Landsliðsmarkvörður Singapúr þurfti að biðja stuðningsmenn kínverska landsliðsins sérstaklega um það að hætta að senda sér pening. Ástæðan fyrir öllum peningasendingunum frá Kína var frammistaða Hassan Sunny í leik á móti Tælandi í undankeppni HM. Frammistaða Sunny í leik Singapúr og Taílands sá nefnilega til þess að Taíland komst ekki upp fyrir Kína á markatölu í baráttu um sæti í næstu umferð undankeppnni HM 2026. WATCH: Chinese football fans and livestreamers at Hassan Sunny’s food stall in Tampines after the veteran goalkeeper became an overnight celebrity for his heroics against Thailand that helped to keep China’s 2026 World Cup hopes alive https://t.co/9v9DidKY9I(Video: CNA/Davina… pic.twitter.com/hWeY8jZgVl— CNA (@ChannelNewsAsia) June 12, 2024 Suður Kórea vann riðilinn með yfirburðum en Kína og Taíland enduðu með jafnmörg stig og sömu markatölu. Þar sem að Taíland skoraði bara þrisvar sinnum hjá Hassan Sunny þá voru báðar þjóðir með markatöluna 9-9. Innbyrðis viðureignir réðu því úrslitum og Kína hafði þar betur og fór því áfram í þriðju umferðina. Sunny er fertugur og varði alls ellefu skot í þessum leik. Hetjudáðir hans fóru á flug á kínverskum samfélagsmiðlum sem og upplýsingar um götubitafyrirtæki hans og eiginkonunnar. Stuðningsmenn kínverska landsliðsins vildu þakka fyrir sig og fóru að senda þeim hjónum pening í gegnum netið. S'pore goalkeeper Hassan Sunny swarmed by China football fans while on holiday there https://t.co/3mcwCYlaSM pic.twitter.com/lT8waV2FAU— Mothership (@MothershipSG) June 17, 2024 „Naut ég þess um tíma? Ég hugsaði, allt í lagi það er peningur að koma á reikninginn. Svo fór ég að hugsa: Hvenær stoppar þetta eiginlega? Er þetta löglegt? Ég held að við verðum að stoppa þetta,“ skrifaði Hassan Sunny á samfélagsmiðla sína. „Ég kann virkilega að meta stuðning ykkar undanfarna daga sem hefur sýnt mér ástríðu kínverska stuðningsmanna. QR-kóðinn hefur gengið á milli manna á netinu og sumir hafa nýtt sér það og búið til falska aðganga. Ég biðla nú til ykkar að sýna skynsemi. Hættiði að senda mér pening,“ skrifaði Sunny. Kínverskir stuðningsmenn fjölmenntu líka til hans og konunnar og fengu sér götubita. Hann fékk líka frábæra dóma og stökk upp í efsta sætið yfir besta veitingastaðinn á svæðinu á kínversku matarappi. Kínverjar gerðu allt í sínu valdi til að þakka Sunny fyrir allar vörslurnar. Kínverjar hafa ekki komist á HM karla í fótbolta síðan árið 2002. Það er óhætt að segja að það séu margir sem dreymir nú um það að biðin endi loksins í þessari undankeppni HM. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira
Ástæðan fyrir öllum peningasendingunum frá Kína var frammistaða Hassan Sunny í leik á móti Tælandi í undankeppni HM. Frammistaða Sunny í leik Singapúr og Taílands sá nefnilega til þess að Taíland komst ekki upp fyrir Kína á markatölu í baráttu um sæti í næstu umferð undankeppnni HM 2026. WATCH: Chinese football fans and livestreamers at Hassan Sunny’s food stall in Tampines after the veteran goalkeeper became an overnight celebrity for his heroics against Thailand that helped to keep China’s 2026 World Cup hopes alive https://t.co/9v9DidKY9I(Video: CNA/Davina… pic.twitter.com/hWeY8jZgVl— CNA (@ChannelNewsAsia) June 12, 2024 Suður Kórea vann riðilinn með yfirburðum en Kína og Taíland enduðu með jafnmörg stig og sömu markatölu. Þar sem að Taíland skoraði bara þrisvar sinnum hjá Hassan Sunny þá voru báðar þjóðir með markatöluna 9-9. Innbyrðis viðureignir réðu því úrslitum og Kína hafði þar betur og fór því áfram í þriðju umferðina. Sunny er fertugur og varði alls ellefu skot í þessum leik. Hetjudáðir hans fóru á flug á kínverskum samfélagsmiðlum sem og upplýsingar um götubitafyrirtæki hans og eiginkonunnar. Stuðningsmenn kínverska landsliðsins vildu þakka fyrir sig og fóru að senda þeim hjónum pening í gegnum netið. S'pore goalkeeper Hassan Sunny swarmed by China football fans while on holiday there https://t.co/3mcwCYlaSM pic.twitter.com/lT8waV2FAU— Mothership (@MothershipSG) June 17, 2024 „Naut ég þess um tíma? Ég hugsaði, allt í lagi það er peningur að koma á reikninginn. Svo fór ég að hugsa: Hvenær stoppar þetta eiginlega? Er þetta löglegt? Ég held að við verðum að stoppa þetta,“ skrifaði Hassan Sunny á samfélagsmiðla sína. „Ég kann virkilega að meta stuðning ykkar undanfarna daga sem hefur sýnt mér ástríðu kínverska stuðningsmanna. QR-kóðinn hefur gengið á milli manna á netinu og sumir hafa nýtt sér það og búið til falska aðganga. Ég biðla nú til ykkar að sýna skynsemi. Hættiði að senda mér pening,“ skrifaði Sunny. Kínverskir stuðningsmenn fjölmenntu líka til hans og konunnar og fengu sér götubita. Hann fékk líka frábæra dóma og stökk upp í efsta sætið yfir besta veitingastaðinn á svæðinu á kínversku matarappi. Kínverjar gerðu allt í sínu valdi til að þakka Sunny fyrir allar vörslurnar. Kínverjar hafa ekki komist á HM karla í fótbolta síðan árið 2002. Það er óhætt að segja að það séu margir sem dreymir nú um það að biðin endi loksins í þessari undankeppni HM. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira