Gagnrýndir fyrir Gullit gervið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 12:00 Hollensku stuðningsmennirnir í gervi Ruud Gullit á fyrsta leik Hollendinga á Evrópumótinu. Getty/Catherine Ivill Stuðningsmenn hollenska landsliðsins vöktu athygli í sjónvarpsútsendingu frá leik Hollands og Póllands á EM í fótbolta um helgina en margir hafa fordæmi gervi þeirra á samfélagsmiðlum. Hollensku stuðningsmennirnir völdu það að heiðra minningu hollenska landsliðsins frá 1988 sem er það eina í sögu þjóðarinnar sem hefur unnið stórmót. Félagarnir klæddust þar með búningi Evrópumeistaraliðsins frá 1988 en það var þó ekki það sem fór fyrir brjóstið á mörgum. Ekki heldur það að þeir væru með svokallaða dreadlocks hárkollu eða yfirvaraskegg. A group of Dutch fans dressed as Gullit during their match against Poland. Read more: https://t.co/zEC48OCpmu pic.twitter.com/lGnteFimz4— Mail Sport (@MailSport) June 17, 2024 Það sem hneykslaði fólk var sú staðreynd að þetta voru hvítir menn sem máluðu sig svarta í framan til að líkja sem best eftir Ruud Gullit, fyrirliða hollenska landsliðsins frá 1988. Svokallað Blackface þykir rasismi af verstu gerð en þetta þekktist í suðurríkjum Bandaríkjanna á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar þegar hvítir leikarar eða söngvarar fóru í gervi svartra. Gullit gervið hneykslaði því marga sem sáu það á skjánum hjá sér en auðvitað þótti öðrum það sakleysislegt. Það mátti því sjá ýmis viðbrögð við Gullit gervinu en þetta vakti talsverða athygli. Gervið hafði þó væntanlega ekkert með kynþáttafordóma að gera heldur ætluðu hollensku stuðningsmennirnir eflaust aðeins að heiðra minningu eins besta hollenska fótboltamanns sögunnar. Ruud Gullit skoraði 17 mörk í 66 landsleikjum frá 1981 til 1994 og eitt af mörkunum kom í úrslitaleik EM árið 1988. Hann tók þá við Evrópubikarnum í leikslok. Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá AC Milan þar sem hann fékk Gullhnöttinn sem besti leikmaður Evrópu árið 1987. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Hollensku stuðningsmennirnir völdu það að heiðra minningu hollenska landsliðsins frá 1988 sem er það eina í sögu þjóðarinnar sem hefur unnið stórmót. Félagarnir klæddust þar með búningi Evrópumeistaraliðsins frá 1988 en það var þó ekki það sem fór fyrir brjóstið á mörgum. Ekki heldur það að þeir væru með svokallaða dreadlocks hárkollu eða yfirvaraskegg. A group of Dutch fans dressed as Gullit during their match against Poland. Read more: https://t.co/zEC48OCpmu pic.twitter.com/lGnteFimz4— Mail Sport (@MailSport) June 17, 2024 Það sem hneykslaði fólk var sú staðreynd að þetta voru hvítir menn sem máluðu sig svarta í framan til að líkja sem best eftir Ruud Gullit, fyrirliða hollenska landsliðsins frá 1988. Svokallað Blackface þykir rasismi af verstu gerð en þetta þekktist í suðurríkjum Bandaríkjanna á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar þegar hvítir leikarar eða söngvarar fóru í gervi svartra. Gullit gervið hneykslaði því marga sem sáu það á skjánum hjá sér en auðvitað þótti öðrum það sakleysislegt. Það mátti því sjá ýmis viðbrögð við Gullit gervinu en þetta vakti talsverða athygli. Gervið hafði þó væntanlega ekkert með kynþáttafordóma að gera heldur ætluðu hollensku stuðningsmennirnir eflaust aðeins að heiðra minningu eins besta hollenska fótboltamanns sögunnar. Ruud Gullit skoraði 17 mörk í 66 landsleikjum frá 1981 til 1994 og eitt af mörkunum kom í úrslitaleik EM árið 1988. Hann tók þá við Evrópubikarnum í leikslok. Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá AC Milan þar sem hann fékk Gullhnöttinn sem besti leikmaður Evrópu árið 1987.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira