Samfylkingin ætli ekki að „bara vera með upphrópanir“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2024 08:31 Guðmundur Árni varaformaður Samfylkingarinnar svarar Þorbjörgu Þorvaldsdóttur sem gagnrýnir flokkinn fyrir afstöðuleysi í mannréttindamálum. vísir Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar segir flokkinn búa sig undir að taka við landsstjórninni. Í því felist að taka afstöðu til allra mála á þeim forsendum að „iðka það sem við segjum og ekki bara vera með upphrópanir og andstöðu verandi í minnihluta“. Þannig svarar varaformaðurinn gagnrýni og umræðu um afstöðu flokksins í útlendingamálum, sem urðu til þess að Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans, gekk út úr Samfylkingunni. Þorbjörg kveðst ekki treysta flokknum í mannréttindamálum og sagði hjásetu flokksins í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið kornið sem fyllti mælinn. „Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ sagði Þorbjörg. Í samtali við Morgunblaðið ítrekar Guðmundur Árni að Samfylkingin hafi ávallt í gegnum sögu flokksins staðið fyrir mannréttindum og lýðræði. Það geri flokkurinn enn. Varðandi útlendingafrumvarpið margnefnda segir hann: „Við lögðum fram breytingar við aðra umræðu, meðal annars um fjölskyldusameiningu, sem meirihlutinn felldi. Í frumvarpinu voru atriði til bóta eins og skemmri afgreiðslufrestur við hælisleitendur sem er þeim og íslensku samfélagi til hagsbóta og styðjum við það.“ Stefnan sé sambærileg annarri stefnu flokksins. „Málaflokkurinn er þannig að það þarf að stýra honum, en með mannúð og mildi að leiðarljósi, enda er jafnaðarmannaflokkurinn fjölþjóðlegur flokkur og ætlum við að taka á þessum málaflokki eins og öllum öðrum með þessar forsendur í huga,“ er haft eftir Guðmundi Árna sem segir flokkinn á blússandi ferð. Efstirsjá sé að Þorbjörgu en ágreining um ýmis málefni segir hann eðlilegan. Samfylkingin Mannréttindi Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Tengdar fréttir „Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni. 16. júní 2024 20:30 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Þannig svarar varaformaðurinn gagnrýni og umræðu um afstöðu flokksins í útlendingamálum, sem urðu til þess að Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans, gekk út úr Samfylkingunni. Þorbjörg kveðst ekki treysta flokknum í mannréttindamálum og sagði hjásetu flokksins í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið kornið sem fyllti mælinn. „Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ sagði Þorbjörg. Í samtali við Morgunblaðið ítrekar Guðmundur Árni að Samfylkingin hafi ávallt í gegnum sögu flokksins staðið fyrir mannréttindum og lýðræði. Það geri flokkurinn enn. Varðandi útlendingafrumvarpið margnefnda segir hann: „Við lögðum fram breytingar við aðra umræðu, meðal annars um fjölskyldusameiningu, sem meirihlutinn felldi. Í frumvarpinu voru atriði til bóta eins og skemmri afgreiðslufrestur við hælisleitendur sem er þeim og íslensku samfélagi til hagsbóta og styðjum við það.“ Stefnan sé sambærileg annarri stefnu flokksins. „Málaflokkurinn er þannig að það þarf að stýra honum, en með mannúð og mildi að leiðarljósi, enda er jafnaðarmannaflokkurinn fjölþjóðlegur flokkur og ætlum við að taka á þessum málaflokki eins og öllum öðrum með þessar forsendur í huga,“ er haft eftir Guðmundi Árna sem segir flokkinn á blússandi ferð. Efstirsjá sé að Þorbjörgu en ágreining um ýmis málefni segir hann eðlilegan.
Samfylkingin Mannréttindi Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Tengdar fréttir „Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni. 16. júní 2024 20:30 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
„Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni. 16. júní 2024 20:30