Það verður sannkallaður stórleikur í fyrstu umferð því Manchester City hefur þá titilvörn sína á móti Chelsea á Stamford Bridge.
Fyrsti leikur Chelsea undir stjórn Enzo Maresca verður því á móti meisturum. Alvöru fyrsta próf þar.
Tímabilið hefst 16. ágúst og lýkur 25. maí 2025. Það verða landsleikjahlé í september, október, nóvember og mars. Þriðja umferð enska bikarsins færist yfir í aðra viku í janúar. Úrslitaleikur enska bikarsins fer fram viku áður en lokaumferð deildarinnar verður spiluð. Það er ekkert vetrarfrí né leikur á Aðfangadag.
🚨 The 2024-25 Premier League fixtures are out! 📆
— BBC Sport (@BBCSport) June 18, 2024
Man Utd face Fulham in the season opener, Ipswich's first top-flight game in 22 years is at home to Liverpool, and Man City start their title defence at Chelsea 👀
Full details 📱👇
#PL #BBCFootball #Football #Fixtures
Leikir tveggja efstu liða síðasta tímabils, Manchester City og Arsenal, fara fram 21. september á Etihad leikvanginum og 1. febrúar á Emirates leikvanginum.
Manchester United fær nágranna sína í City í heimsókn 14. desember og liðin mætast síðan á Old Trafford 5. apríl.
United heimsækir Liverpool á Anfield 4. janúar en liðin mætast á Old Trafford strax í þriðju umferðinni 31. ágúst.
Fyrsti leikur Liverpool undir stjórn Arne Slot verður á útivelli á móti nýliðum Ipswich Town.
Lærisveinar Kieran McKenna í Ipswich Town eru í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn frá 2002 en fá rosalega byrjun því leikur tvö er á útivelli á móti Manchester City.