Löggan keyrði mann í stéttina og skutlaði hrákapoka um höfuð hans Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2024 11:08 Pétri er gersamlega ofboðið hversu harðhent lögreglan er við manninn sem er fíkill í geðrofi. aðsend Fimm lögreglumenn tóku karlmann höndum við hátíðarhöld í miðbæ Reykjavíkur í gær og notuðu svokallaðan hrákapoka við aðgerðirnar. Íslenskum karlmanni blöskrar aðgerðir lögreglu og birtir myndbönd máli sínu til stuðnings. Pétur Eggerz hefur tekið sig til og birt myndbandsbrotin sem tekin eru við hátíðarhöldin á 17. júni, fyrir ofan Sólon á horni Ingólfsstrætis og Bankastrætis. „Þetta er mesta niðurlæging og hlutgerving (e. dehumanizing) sem ég hef séð,“ segir Pétur. Á myndbandsbrotunum má sjá fimm vörpulega lögreglumenn keyra mann í götuna, með hné á höfði hans og setja svo hrákapoka á höfuð hans. Í síðara myndbrotinu má sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, -iðnaðar- og nýsköpunarráðherra prúðbúna í upphlut ganga hjá og gjóta hornhauga á það sem gengur á. Þetta virðist nánast orðið að hversdagslegum viðburði. Maðurinn í geðrofsástandi Pétur segist kannast við manninn, hann sé fíkill í geðrofi og segir frá því í myndbrotinu, sem hann talar yfir, að hann hafi eitt sinn talað við hann, tekið í hönd hans og maðurinn þá farið að gráta. Þetta var á afmælisdegi Péturs 7. júní. „Hann er með fjölþættan fíknivanda, það er vond tilvist. Það á ekki að vera lífshættulegt að fara í geðrof og rekast á lögguna. Þá er það barið – það virðist þemað,“ segir Pétur. Hann telur lögregluna gersamlega vanhæfa til að takast á við fólk í slíkri stöðu og staðan bara versni. Engin úrræði séu sjáanleg. „Ung stúlka dó í höndum lögreglu. Hún var í geðrofsástandi. Ég hef þurft að jarða tvo af tvo af bestu vinum mínum og fyrir þrítugt. Allir vita að ef manneskja er í geðrofsástandi þá kemst hún ekki inn nema hún sé með merki um reipi um hálsinn og/eða skorinn úlnlið. Og þeir eru að komast inn í kerfi sem er ekki hannað til að ná neinum árangri. Ekki lágmarksárangri.“ Frá mótmælum á 17. júní. Magga Stína og lögreglan fara yfir stöðuna.vísir/Viktor Freyr Pétur segir að maðurinn sem þarna er tekinn fyrir tali hvorki ensku né íslensku. Þetta sé fíkill og hann sé í geðrofsástandi allan daginn. „Að lögreglan geti ekki nálgast hann af meiri nærgætni sýnir hversu vanhæf lögreglan er að vera í nokkurs konar friðargæslu.“ Varð sjálfur fyrir efnavopnaárás Pétur segir einsýnt að eitthvað hafi breyst á umliðnum árum. Lögreglan sé orðin miklu herskárri en var fyrir fáeinum árum. „Þetta er eitt stærsta spurningarmerki sem setja má við lögregluna, þetta er ekki mikil ást til fólks sem þarna sýnir sig.“ Pétur nefnir atvikin sem gerðust 12. júní og 31. maí, þegar lögreglan úðaði piparúða á mótmælendur í Skuggasundi, friðsama að sögn Péturs. „12. maí var óeinkennisklæddur sérsveitarmaður sem gaf lögreglunni fyrirskipanir um að nú skildi ráðast gegn borgurum. Og nota piparúða sem skilgreinist sem efnavopn.“ Pétur segir þetta allt documenterað, hann sjálfur gefi út hráheimildir á bæði YouTube og á instagram-reikningi sínum sem er instagram.com/petur_eggerz. Pétur sjálfur var viðstaddur við mótmæli þegar lögreglan greip til þess að spreyja piparúða á mannskapinn 31. maí. „Já, þá var ráðist á mig með efnavopnum. Þegar ég var við friðsöm mótmæli.“ Kæra á hendur stjórnvöldum á leiðinni Pétur telur fjölmiðla ekki hafa sinnt því að greina rétt frá, lögregla og dómsmálaráðherra hafi einfaldlega afskrifað málið í viðtölum. Pétur Eggerz Pétursson er stofnandi Overtune og vakti athygli þegar Hemmi Gunn var með aðstoð gervigreindar endurvakinn á skjánum í atriði þeirra Audda Blö og Steinda Jr. Honum líst ekki á hvert stefnir með hörkuna í lögreglunni.vísir/vilhelm „En þetta er allt til á myndbandsupptökum. Forsætisráðherra stígur upp á þjóðhátíðardaginn rétt áður en sendisveinar valdstjórnarinnar lemja fíkla og almenna borgara.“ Pétur segir hjarta sitt brotið, að íslensk lýðveldi sé komið á þennan stað. Að honum blöskri sé vægt til orða tekið. „Það er verið að vinna í að kæra það atvik. Kæran kemur út í vikunni. Við þolendur höfum tekið okkur saman og erum með lögfræðinga hjá Rétti og mannréttindastofnun og erum að fara að stefna ríkinu. Mannréttindabrotin eru svo mikil og vel documenteruð.“ Pétur segir að fólk geti kynnt sé málavöxtu sjálft með því að skoða þær hráheimildir sem hann hefur gefið út. 17. júní Lögreglumál Tengdar fréttir Piparúði á mótmælendur barst að þingmönnum Pírata Lögregla beitti piparúða á mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið í kvöld. Nokkrir þingmenn Pírata voru á svæðinu þegar piparúðanum var hleypt af og barst hluti piparúðans að þeim svo þá sveið í augun. 12. júní 2024 22:22 Skuggasund Boðað var til mótmæla fyrir utan þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins í Skuggasundi á föstudaginn var, þann 31. maí síðastliðinn. Mótmælin fóru fram á 238. degi yfirstandandi þjóðarmorðshrinu Ísraelshers á Gaza. 4. júní 2024 08:46 Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Sjá meira
Pétur Eggerz hefur tekið sig til og birt myndbandsbrotin sem tekin eru við hátíðarhöldin á 17. júni, fyrir ofan Sólon á horni Ingólfsstrætis og Bankastrætis. „Þetta er mesta niðurlæging og hlutgerving (e. dehumanizing) sem ég hef séð,“ segir Pétur. Á myndbandsbrotunum má sjá fimm vörpulega lögreglumenn keyra mann í götuna, með hné á höfði hans og setja svo hrákapoka á höfuð hans. Í síðara myndbrotinu má sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, -iðnaðar- og nýsköpunarráðherra prúðbúna í upphlut ganga hjá og gjóta hornhauga á það sem gengur á. Þetta virðist nánast orðið að hversdagslegum viðburði. Maðurinn í geðrofsástandi Pétur segist kannast við manninn, hann sé fíkill í geðrofi og segir frá því í myndbrotinu, sem hann talar yfir, að hann hafi eitt sinn talað við hann, tekið í hönd hans og maðurinn þá farið að gráta. Þetta var á afmælisdegi Péturs 7. júní. „Hann er með fjölþættan fíknivanda, það er vond tilvist. Það á ekki að vera lífshættulegt að fara í geðrof og rekast á lögguna. Þá er það barið – það virðist þemað,“ segir Pétur. Hann telur lögregluna gersamlega vanhæfa til að takast á við fólk í slíkri stöðu og staðan bara versni. Engin úrræði séu sjáanleg. „Ung stúlka dó í höndum lögreglu. Hún var í geðrofsástandi. Ég hef þurft að jarða tvo af tvo af bestu vinum mínum og fyrir þrítugt. Allir vita að ef manneskja er í geðrofsástandi þá kemst hún ekki inn nema hún sé með merki um reipi um hálsinn og/eða skorinn úlnlið. Og þeir eru að komast inn í kerfi sem er ekki hannað til að ná neinum árangri. Ekki lágmarksárangri.“ Frá mótmælum á 17. júní. Magga Stína og lögreglan fara yfir stöðuna.vísir/Viktor Freyr Pétur segir að maðurinn sem þarna er tekinn fyrir tali hvorki ensku né íslensku. Þetta sé fíkill og hann sé í geðrofsástandi allan daginn. „Að lögreglan geti ekki nálgast hann af meiri nærgætni sýnir hversu vanhæf lögreglan er að vera í nokkurs konar friðargæslu.“ Varð sjálfur fyrir efnavopnaárás Pétur segir einsýnt að eitthvað hafi breyst á umliðnum árum. Lögreglan sé orðin miklu herskárri en var fyrir fáeinum árum. „Þetta er eitt stærsta spurningarmerki sem setja má við lögregluna, þetta er ekki mikil ást til fólks sem þarna sýnir sig.“ Pétur nefnir atvikin sem gerðust 12. júní og 31. maí, þegar lögreglan úðaði piparúða á mótmælendur í Skuggasundi, friðsama að sögn Péturs. „12. maí var óeinkennisklæddur sérsveitarmaður sem gaf lögreglunni fyrirskipanir um að nú skildi ráðast gegn borgurum. Og nota piparúða sem skilgreinist sem efnavopn.“ Pétur segir þetta allt documenterað, hann sjálfur gefi út hráheimildir á bæði YouTube og á instagram-reikningi sínum sem er instagram.com/petur_eggerz. Pétur sjálfur var viðstaddur við mótmæli þegar lögreglan greip til þess að spreyja piparúða á mannskapinn 31. maí. „Já, þá var ráðist á mig með efnavopnum. Þegar ég var við friðsöm mótmæli.“ Kæra á hendur stjórnvöldum á leiðinni Pétur telur fjölmiðla ekki hafa sinnt því að greina rétt frá, lögregla og dómsmálaráðherra hafi einfaldlega afskrifað málið í viðtölum. Pétur Eggerz Pétursson er stofnandi Overtune og vakti athygli þegar Hemmi Gunn var með aðstoð gervigreindar endurvakinn á skjánum í atriði þeirra Audda Blö og Steinda Jr. Honum líst ekki á hvert stefnir með hörkuna í lögreglunni.vísir/vilhelm „En þetta er allt til á myndbandsupptökum. Forsætisráðherra stígur upp á þjóðhátíðardaginn rétt áður en sendisveinar valdstjórnarinnar lemja fíkla og almenna borgara.“ Pétur segir hjarta sitt brotið, að íslensk lýðveldi sé komið á þennan stað. Að honum blöskri sé vægt til orða tekið. „Það er verið að vinna í að kæra það atvik. Kæran kemur út í vikunni. Við þolendur höfum tekið okkur saman og erum með lögfræðinga hjá Rétti og mannréttindastofnun og erum að fara að stefna ríkinu. Mannréttindabrotin eru svo mikil og vel documenteruð.“ Pétur segir að fólk geti kynnt sé málavöxtu sjálft með því að skoða þær hráheimildir sem hann hefur gefið út.
17. júní Lögreglumál Tengdar fréttir Piparúði á mótmælendur barst að þingmönnum Pírata Lögregla beitti piparúða á mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið í kvöld. Nokkrir þingmenn Pírata voru á svæðinu þegar piparúðanum var hleypt af og barst hluti piparúðans að þeim svo þá sveið í augun. 12. júní 2024 22:22 Skuggasund Boðað var til mótmæla fyrir utan þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins í Skuggasundi á föstudaginn var, þann 31. maí síðastliðinn. Mótmælin fóru fram á 238. degi yfirstandandi þjóðarmorðshrinu Ísraelshers á Gaza. 4. júní 2024 08:46 Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Sjá meira
Piparúði á mótmælendur barst að þingmönnum Pírata Lögregla beitti piparúða á mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið í kvöld. Nokkrir þingmenn Pírata voru á svæðinu þegar piparúðanum var hleypt af og barst hluti piparúðans að þeim svo þá sveið í augun. 12. júní 2024 22:22
Skuggasund Boðað var til mótmæla fyrir utan þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins í Skuggasundi á föstudaginn var, þann 31. maí síðastliðinn. Mótmælin fóru fram á 238. degi yfirstandandi þjóðarmorðshrinu Ísraelshers á Gaza. 4. júní 2024 08:46
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42