Um 700 manns mættu á Apavatn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júní 2024 20:04 Menn og málleysingjar nutu veðurblíðunnar á Apavatni um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 700 manns mættu á Apavatn rétt við Laugarvatn um helgina á fjölskylduhátíð Rafiðnaðarsambands Íslands, sem er með eitt glæsilegasta orlofssvæði landsins við vatnið. Í Skógarnesi við Apavatn í Bláskógabyggð á Rafiðnaðarsamband Íslands 16 hektara land þar sem er búið að byggja upp glæsilega aðstöðu fyrir félagsmenn og er alltaf verið að bæta smátt og smátt í frekari uppbyggingu. Mikil stemning var á svæðinu um helgina á árlegri fjölskylduhátíð þar sem ungir sem aldnir léku sér saman og nutu veðurblíðunnar. „Hér var mjög margt í boði. Við vorum til dæmis með golfkeppni, frisbígolf keppni, fótboltakeppni, víðavangshlaup og margt fleira,” segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands Og þetta er glæsilegt svæði hjá ykkur? „Já, þetta er alveg svakalega flott svæði, sem við eigum hérna á Skógarnesi við Apavatn og gríðarlega vinsælt á meðal okkar félagsfólks. Það er náttúrulega búið að vera að byggja þetta upp á síðustu áratugum og hefur verið mikið lagt í þetta svæði hjá okkur,” segir Kristján Þórður. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sem er mjög stoltur af svæðinu við Apavatn og svo er félagið líka með orlofssvæði í Miðdal rétt við Laugarvatn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fullt af sumarbústöðum eru á svæðinu og margir þeirra mjög nýlegir. „Svæðið er alveg rosalega vel nýtt allt sumarið. Orlofshúsin eru bókuð allar vikur yfir sumartímann og allar helgar yfir vetrartímann og síðan eru tjaldsvæðin yfirfull allar helgar og oft á virkum dögum líka,” bætir Kristján Þórður við. Orlofshúsin í Skógarnesi við Apavatn eru mjög vinsæl hjá félagsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn af hápunktum helgarinnar var hljómsveitin Sniglabandið, sem mætti á svæðið á laugardagskvöldinu með öll af sínu bestu lögum. Gestum var boðið upp á pylsu með öllu á fjölskylduhátíðinni og drykki með, allt í boði félagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kort af svæðinu og umgengnisreglurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Í Skógarnesi við Apavatn í Bláskógabyggð á Rafiðnaðarsamband Íslands 16 hektara land þar sem er búið að byggja upp glæsilega aðstöðu fyrir félagsmenn og er alltaf verið að bæta smátt og smátt í frekari uppbyggingu. Mikil stemning var á svæðinu um helgina á árlegri fjölskylduhátíð þar sem ungir sem aldnir léku sér saman og nutu veðurblíðunnar. „Hér var mjög margt í boði. Við vorum til dæmis með golfkeppni, frisbígolf keppni, fótboltakeppni, víðavangshlaup og margt fleira,” segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands Og þetta er glæsilegt svæði hjá ykkur? „Já, þetta er alveg svakalega flott svæði, sem við eigum hérna á Skógarnesi við Apavatn og gríðarlega vinsælt á meðal okkar félagsfólks. Það er náttúrulega búið að vera að byggja þetta upp á síðustu áratugum og hefur verið mikið lagt í þetta svæði hjá okkur,” segir Kristján Þórður. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sem er mjög stoltur af svæðinu við Apavatn og svo er félagið líka með orlofssvæði í Miðdal rétt við Laugarvatn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fullt af sumarbústöðum eru á svæðinu og margir þeirra mjög nýlegir. „Svæðið er alveg rosalega vel nýtt allt sumarið. Orlofshúsin eru bókuð allar vikur yfir sumartímann og allar helgar yfir vetrartímann og síðan eru tjaldsvæðin yfirfull allar helgar og oft á virkum dögum líka,” bætir Kristján Þórður við. Orlofshúsin í Skógarnesi við Apavatn eru mjög vinsæl hjá félagsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn af hápunktum helgarinnar var hljómsveitin Sniglabandið, sem mætti á svæðið á laugardagskvöldinu með öll af sínu bestu lögum. Gestum var boðið upp á pylsu með öllu á fjölskylduhátíðinni og drykki með, allt í boði félagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kort af svæðinu og umgengnisreglurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira