Þreyta vegna umræðunnar um umhverfismál Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júní 2024 20:05 Þátttakendur unnu meðal annars í hópum í dag eftir erindi dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Alltof miklum verðmætum er sóað á Íslandi og má tengja það aukinni velmegun í landinu. Þá eru landsmenn orðnir þreyttir á umræðunni um umhverfismál því hlutirnir gerast svo hægt. Þetta kom meðal annars fram á fundi á Hvolsvelli í dag. Umhverfisstofnun boðaði til fundarsins á veitingastaðnum Midgard til að kynna verkefnið “Saman gegn sóun” og svo voru haldin fróðleg erindi frá heimamönnum um umhverfissmál og hvað er verið að gera til að koma í veg fyrir frekari sóun á verðmætum. Úrgangsforvarnir er orð, sem kom oft fyrir í dag. „Á mannamáli þýðir orðið í rauninni bara það að við þurfum að finna leiðir til að draga úr myndun úrgangs, sem sagt að koma í veg fyrir að rusl verði til. Það þýðir náttúrulega að við þurfum bara að nýta hlutina okkar, vörunar og efnin eins lengi og mögulegt er,” segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Birgitta segist finna þreytu hjá fólki þegar kemur að umræðunni um umhverfismál og endurvinnslu og endurnýtingu. „Líka kannski af því að við erum ekkert að sjá nógu góðan árangur. Til dæmis hérna á Íslandi erum við að framleiða alltof mikið magn af úrgangi, við erum í topp fimm hér í Evrópu skilst mér, sem er ekki gott met.” Og matarsóun er mikil á Íslandi eins og svo víða í heiminum. „Já, það er talað um að við sóum í rauninni einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur, sem er bara skelfing,” segir Birgitta. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar ávarpaði fundargesti. „Saman gegn sóun er nefnilega þannig verkefni, það vinnst ekki nema að við gerum þetta saman, það er bara ekki hægt,” segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. En er mikil sóun í gangi að hennar mati? „Já, hún er alltof mikil og stundum finnst mér forfeður okkar hafa staðið sig aðeins betur. Þau höfðu minna á milli handanna, sem segir okkur það þegar við höfum það betra þá freistumst við til að sóa,” segir Sigrún og bætir við. Ein af glærum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst síðan börnin oft vera algjörlega með þetta í leikskólanum og grunnskólanum,. Þannig að við, sem erum á mínum aldri við þurfum að hugsa okkur vel um og standa okkur sérstaklega vel. Fólk, sem er líka í rekstri fyrirtækja við að innleiða góðar umhverfisáherslur, eins og er svo víða gert, inn í sína starfsemi.” Mikil ánægja var með fundinn á Hvolsvelli á Midgard Base Camp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Umhverfisstofnun boðaði til fundarsins á veitingastaðnum Midgard til að kynna verkefnið “Saman gegn sóun” og svo voru haldin fróðleg erindi frá heimamönnum um umhverfissmál og hvað er verið að gera til að koma í veg fyrir frekari sóun á verðmætum. Úrgangsforvarnir er orð, sem kom oft fyrir í dag. „Á mannamáli þýðir orðið í rauninni bara það að við þurfum að finna leiðir til að draga úr myndun úrgangs, sem sagt að koma í veg fyrir að rusl verði til. Það þýðir náttúrulega að við þurfum bara að nýta hlutina okkar, vörunar og efnin eins lengi og mögulegt er,” segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Birgitta segist finna þreytu hjá fólki þegar kemur að umræðunni um umhverfismál og endurvinnslu og endurnýtingu. „Líka kannski af því að við erum ekkert að sjá nógu góðan árangur. Til dæmis hérna á Íslandi erum við að framleiða alltof mikið magn af úrgangi, við erum í topp fimm hér í Evrópu skilst mér, sem er ekki gott met.” Og matarsóun er mikil á Íslandi eins og svo víða í heiminum. „Já, það er talað um að við sóum í rauninni einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur, sem er bara skelfing,” segir Birgitta. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar ávarpaði fundargesti. „Saman gegn sóun er nefnilega þannig verkefni, það vinnst ekki nema að við gerum þetta saman, það er bara ekki hægt,” segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. En er mikil sóun í gangi að hennar mati? „Já, hún er alltof mikil og stundum finnst mér forfeður okkar hafa staðið sig aðeins betur. Þau höfðu minna á milli handanna, sem segir okkur það þegar við höfum það betra þá freistumst við til að sóa,” segir Sigrún og bætir við. Ein af glærum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst síðan börnin oft vera algjörlega með þetta í leikskólanum og grunnskólanum,. Þannig að við, sem erum á mínum aldri við þurfum að hugsa okkur vel um og standa okkur sérstaklega vel. Fólk, sem er líka í rekstri fyrirtækja við að innleiða góðar umhverfisáherslur, eins og er svo víða gert, inn í sína starfsemi.” Mikil ánægja var með fundinn á Hvolsvelli á Midgard Base Camp.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira