Þrír drengir, tveir þrettán ára og einn tólf ára, voru handteknir í vikunni eftir að stúlkan tilkynnti lögreglu að tveir þeirra hefðu nauðgað henni í úthverfi Parísar á meðan sá þriðji tók nauðgunina upp á síma.
Ákærðir fyrir hópnauðgun og líflátshótanir
Í frétt breska ríkisútvarpsins er haft eftir stúlkunni að drengirnir hefðu nálgast hana í almenningsgarði í Courbevoie síðastliðinn laugardag, dregið hana á afskekktan stað, nauðgað henni og ausið fúkyrðum yfir hana á meðan.
Tveir drengjanna hafa verið ákærðir fyrir hópnauðgun og allir þrír fyrir gyðingahatur og líflátshótanir.
Mótmælt á götum úti og forsetinn blandar sér í málið
Frakkar fylktu liði á götum Parísar í gær og mótmæltu gyðingahatri. Í frétt Reuters segir að gyðingahatri hafi vaxið ásmegin í Frakklandi frá því að stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hófst þann 7. október.
Þar segir einnig að Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafi í gær beðið Nicole Belloubet, menntamálaráðherra Frakklands, að skipuleggja sérstaka fræðslu í skólum til þess að taka á gyðingahatri og öðru kynþáttahatri, til þess að koma í veg fyrir að hatursorðræða komist inn í skóla með skelfilegum afleiðingum.