Fleiri kaupi ódýrar íbúðir án þess að taka lán Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júní 2024 13:33 Ólafur Þórisson er hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Vísir/Vilhelm Leiguverð hækkaði langt umfram verðbólgu og íbúðaverð síðustu tólf mánuði. Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fer fækkandi en erfiðara er fyrir þá að koma sér inn á markaðinn en áður. Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað talsvert síðustu mánuði sem gerir það erfiðara fyrir unga kaupendur að koma sér inn á markað. 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir sextíu milljónir. Lítið framboð Ólafur Þórisson, hagfræðingur hjá HMS, segir framboð minni íbúða vera ansi takmarkað og að þær seljist mjög fljótt um leið og þær fara í sölu. „Fasteignaverð hefur hækkað talsvert ef horft er til síðustu þriggja, fjögurra ára. Það er ljóst að það er mjög erfitt fyrir unga kaupendur að koma inn á markað. Þannig jú, það er umhugsunarefni að svo fáar íbúðir séu í boði sem eru hagkvæmar og litlar. Við sjáum líka á tölum að ungum kaupendum fækkar, til dæmis á fyrsta ársfjórðungi. Þannig það er vert að benda á það að framboð lítilla og hagkvæmra íbúða er afar lítið um þessar mundir,“ segir Ólafur. Bæði hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað, sem og framboðið minnkað. Töluverð eftirspurn er eftir minni íbúðum á svæðinu og seljast þær ansi fljótt eftir að þær koma á markað. „Við sjáum í stóru myndinni að það er það sem er að gerast. Kaupendahópur á fasteignamarkaði er núna síður háður því að taka lán. Sem að bendir til þess að kaupendahópurinn sé breyttur miðað við hvernig það var til dæmis fyrir tveimur árum þegar vextir voru lægri. Þar sjáum við að fjárhæð íbúðalána hefur haldist óbreytt. Á sama tíma og kaupsamningum hefur farið fjölgandi,“ segir Ólafur. Fleiri kaupi eign til að setja í útleigu Þetta sé til marks um að kaupendahópurinn sé nú síður háður því að taka lán og sé jafnvel að kaupa eignir til að leigja svo út á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað um 13,3 prósent síðustu tólf mánuði, langt umfram bæði verðbólgu, sem er í 6,2 prósentum, og hækkun íbúðaverðs sem var 8,4 á sama tímabili. „Við höfum ekki séð svona hækkanir á leigu, þrettán prósent hækkun á leigu er mjög mikil hækkun. Það er sirka sjö prósent hækkun á raunvirði. Ástandið á leigumarkaði, það ber merki um að það sé mikill munur á framboði eigni annars vegar og eftirspurn hins vegar. Eftirspurnin sé jafnvel þreföld á við framboðið. Þetta sjáum við út frá þeim samningum sem gerðir eru í leiguskrá,“ segir Ólafur. Skammtímaleigan þrengi að Þá er bendir hann á að talsverður fjöldi íbúða sem eru á leigumarkaði séu í skammtímaleigu, svo sem Airbnb. „Það eru þá íbúðir sem eru í boði á skammtímaleigu markaði sem væru annars í boði fyrir leigjendur á langtímamarkaði. Þannig það er þrengt að framboðinu á sama tíma og eftirspurnin er mikil,“ segir Ólafur. Þá valdi það honum áhyggjum að á byggingarmarkaði sé fjárfesting í íbúðarhúsnæði einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingum. „Raunverulega dróst saman fjárfesting á íbúðamarkaði um tvö prósent af raunvirði í fyrra. Það segir manni að jafnvel þó að starfsfólki hafi fjölgað í byggingariðnaði í fyrra, að þetta starfsfólk er í auknu mæli að vinna í fjárfestingu á mannvirkjum, fremur en uppbyggingu íbúða,“ segir Ólafur. Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað talsvert síðustu mánuði sem gerir það erfiðara fyrir unga kaupendur að koma sér inn á markað. 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir sextíu milljónir. Lítið framboð Ólafur Þórisson, hagfræðingur hjá HMS, segir framboð minni íbúða vera ansi takmarkað og að þær seljist mjög fljótt um leið og þær fara í sölu. „Fasteignaverð hefur hækkað talsvert ef horft er til síðustu þriggja, fjögurra ára. Það er ljóst að það er mjög erfitt fyrir unga kaupendur að koma inn á markað. Þannig jú, það er umhugsunarefni að svo fáar íbúðir séu í boði sem eru hagkvæmar og litlar. Við sjáum líka á tölum að ungum kaupendum fækkar, til dæmis á fyrsta ársfjórðungi. Þannig það er vert að benda á það að framboð lítilla og hagkvæmra íbúða er afar lítið um þessar mundir,“ segir Ólafur. Bæði hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað, sem og framboðið minnkað. Töluverð eftirspurn er eftir minni íbúðum á svæðinu og seljast þær ansi fljótt eftir að þær koma á markað. „Við sjáum í stóru myndinni að það er það sem er að gerast. Kaupendahópur á fasteignamarkaði er núna síður háður því að taka lán. Sem að bendir til þess að kaupendahópurinn sé breyttur miðað við hvernig það var til dæmis fyrir tveimur árum þegar vextir voru lægri. Þar sjáum við að fjárhæð íbúðalána hefur haldist óbreytt. Á sama tíma og kaupsamningum hefur farið fjölgandi,“ segir Ólafur. Fleiri kaupi eign til að setja í útleigu Þetta sé til marks um að kaupendahópurinn sé nú síður háður því að taka lán og sé jafnvel að kaupa eignir til að leigja svo út á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað um 13,3 prósent síðustu tólf mánuði, langt umfram bæði verðbólgu, sem er í 6,2 prósentum, og hækkun íbúðaverðs sem var 8,4 á sama tímabili. „Við höfum ekki séð svona hækkanir á leigu, þrettán prósent hækkun á leigu er mjög mikil hækkun. Það er sirka sjö prósent hækkun á raunvirði. Ástandið á leigumarkaði, það ber merki um að það sé mikill munur á framboði eigni annars vegar og eftirspurn hins vegar. Eftirspurnin sé jafnvel þreföld á við framboðið. Þetta sjáum við út frá þeim samningum sem gerðir eru í leiguskrá,“ segir Ólafur. Skammtímaleigan þrengi að Þá er bendir hann á að talsverður fjöldi íbúða sem eru á leigumarkaði séu í skammtímaleigu, svo sem Airbnb. „Það eru þá íbúðir sem eru í boði á skammtímaleigu markaði sem væru annars í boði fyrir leigjendur á langtímamarkaði. Þannig það er þrengt að framboðinu á sama tíma og eftirspurnin er mikil,“ segir Ólafur. Þá valdi það honum áhyggjum að á byggingarmarkaði sé fjárfesting í íbúðarhúsnæði einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingum. „Raunverulega dróst saman fjárfesting á íbúðamarkaði um tvö prósent af raunvirði í fyrra. Það segir manni að jafnvel þó að starfsfólki hafi fjölgað í byggingariðnaði í fyrra, að þetta starfsfólk er í auknu mæli að vinna í fjárfestingu á mannvirkjum, fremur en uppbyggingu íbúða,“ segir Ólafur.
Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira