Grunlaus eigandi dularfulls bíls fær hann ekki afhentan Jón Þór Stefánsson skrifar 20. júní 2024 14:06 Bíllinn er skráður sem tveggjadyra silfurgrár en þegar lögregla fann hann var hann fjögurra dyra og vínrauður. Getty Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum þarf ekki að afhenda bíl, sem það lagði hald á í janúar á þessu ári, til eigandans. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Bíllinn vakti athygli lögreglu þegar hún stóð kyrrstæð í Reykjanesbæ. Um var að ræða fjögurra dyra vínrauðan bíl. En við uppflettingu í kerfum lögreglu kom í ljós að bíllinn hafði væri skráður sem tveggja dyra og silfurgrár af ótilgreindri gerð frá árinu 2005. Mikill munur á skráningu og bílnum sjálfum Við nánari skoðun kom í ljós að bíllinn var fluttur til landsins árið 2007, og að hann hafi verið skráður sem tjónabifreið að beiðni lögreglu árið 2014 og þá skráður úr umferð. Árið 2021 hafi hann síðan verið skráður í umferð á nýjan leik eftir að tilkynning barst um að búið væri að gera við bílinn. Samgöngustofa gerði skýrslu um bílinn, en í henni segir að margt bendi til þess að bíllinn sé ekki sá sami og skráningarnúmerið gefi til kynna. Bílarnir séu mismundandi á litinn, taki mismarga farþega, akstursmælirinn sýni lægri tölu en við fyrri skoðun. Þá er bíllinn sagður sjáanlega talsvert yngri en fram kemur í skráningaskírteini, en þar muni níu árum. Að mati lögreglu bendir allt til þess að skráningarmerki og verksmiðjuplata bílsins hafi verið flutt af henni og sett á bíl með öðru verksmiðjunúmeri. Sá bíll hafi verið skráður í Bandaríkjunum en fengið svokallaðan tjónatitil árið 2016. Lögreglan segir að ætla megi að bíllinn hafi verið fluttur til landsins eftir það. Óttast að bíllinn skemmist Eigandinn segist hafa verið alveg grunlaus um að eitthvað væri bogið við bílinn. Hann keypti hann í júní á síðasta ári á fimm milljónir króna undir þeim formerkjum að um breyttan bíl væri að ræða. Hann væri samsettur úr tveimur bílum. Hafi bílnum verið breytt í ósamræmi við gildandi reglur vill eigandinn meina að það sé honum óviðkomandi. Hann sé saklaus af öllum slíkum ávirðingum. Hann segir ekki rétt af lögreglu að haldleggja og krefjast upptöku á bíl sem sé í eigu grunlauss kaupanda. Engin tengsl séu á milli hans og þeirra sem gerðu breytingarnar. Landsréttur hefur staðfest úrskurð um að lögreglan þurfi ekki að afhenda manninum bílinn.Vísir/Vilhelm Að mati eigandans myndi það ekki valda neinum réttarspjöllum að afhenda manninum bílinn jafnvel þó málið sé í rannsókn lögreglu. Hann lagði til að lögreglan myndi skoða bílinn og svo afhenda honum hann að þeirri skoðun lokinni. Þar að auki segir hann fyrirséð að bíllinn muni skemmast í vörslum lögreglu, enda sé hann nær óhreyfður og það geti leitt til tjóns. Grunur um blekkingar og svik Lögregla hefur í málinu til skoðunar brot á 157. grein og 248. grein almennra hegningarlaga. Fyrri greinin varðar skjalafals þar sem ófölsuðu skjali er beitt til þess að blekkja. Seinni greinin varðar svik, nánar tiltekið þar sem einhver nýtir sér ranga eða óljósa hugmynd annars aðila um eitthvað atkvik, og hafi af honum fé með því. Gerist maður brotlegur við þessi lög getur það varðað allt að sex ára fangelsi. Héraðsdómur leit svo að ætla megi að bíllinn kunni að hafa sönnunargildi í sakamálinu, eða að hún verði mögulega gerð upptæk með dómi. Því hafnaði dómurinn kröfu eigandans og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Dómsmál Bílar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Bíllinn vakti athygli lögreglu þegar hún stóð kyrrstæð í Reykjanesbæ. Um var að ræða fjögurra dyra vínrauðan bíl. En við uppflettingu í kerfum lögreglu kom í ljós að bíllinn hafði væri skráður sem tveggja dyra og silfurgrár af ótilgreindri gerð frá árinu 2005. Mikill munur á skráningu og bílnum sjálfum Við nánari skoðun kom í ljós að bíllinn var fluttur til landsins árið 2007, og að hann hafi verið skráður sem tjónabifreið að beiðni lögreglu árið 2014 og þá skráður úr umferð. Árið 2021 hafi hann síðan verið skráður í umferð á nýjan leik eftir að tilkynning barst um að búið væri að gera við bílinn. Samgöngustofa gerði skýrslu um bílinn, en í henni segir að margt bendi til þess að bíllinn sé ekki sá sami og skráningarnúmerið gefi til kynna. Bílarnir séu mismundandi á litinn, taki mismarga farþega, akstursmælirinn sýni lægri tölu en við fyrri skoðun. Þá er bíllinn sagður sjáanlega talsvert yngri en fram kemur í skráningaskírteini, en þar muni níu árum. Að mati lögreglu bendir allt til þess að skráningarmerki og verksmiðjuplata bílsins hafi verið flutt af henni og sett á bíl með öðru verksmiðjunúmeri. Sá bíll hafi verið skráður í Bandaríkjunum en fengið svokallaðan tjónatitil árið 2016. Lögreglan segir að ætla megi að bíllinn hafi verið fluttur til landsins eftir það. Óttast að bíllinn skemmist Eigandinn segist hafa verið alveg grunlaus um að eitthvað væri bogið við bílinn. Hann keypti hann í júní á síðasta ári á fimm milljónir króna undir þeim formerkjum að um breyttan bíl væri að ræða. Hann væri samsettur úr tveimur bílum. Hafi bílnum verið breytt í ósamræmi við gildandi reglur vill eigandinn meina að það sé honum óviðkomandi. Hann sé saklaus af öllum slíkum ávirðingum. Hann segir ekki rétt af lögreglu að haldleggja og krefjast upptöku á bíl sem sé í eigu grunlauss kaupanda. Engin tengsl séu á milli hans og þeirra sem gerðu breytingarnar. Landsréttur hefur staðfest úrskurð um að lögreglan þurfi ekki að afhenda manninum bílinn.Vísir/Vilhelm Að mati eigandans myndi það ekki valda neinum réttarspjöllum að afhenda manninum bílinn jafnvel þó málið sé í rannsókn lögreglu. Hann lagði til að lögreglan myndi skoða bílinn og svo afhenda honum hann að þeirri skoðun lokinni. Þar að auki segir hann fyrirséð að bíllinn muni skemmast í vörslum lögreglu, enda sé hann nær óhreyfður og það geti leitt til tjóns. Grunur um blekkingar og svik Lögregla hefur í málinu til skoðunar brot á 157. grein og 248. grein almennra hegningarlaga. Fyrri greinin varðar skjalafals þar sem ófölsuðu skjali er beitt til þess að blekkja. Seinni greinin varðar svik, nánar tiltekið þar sem einhver nýtir sér ranga eða óljósa hugmynd annars aðila um eitthvað atkvik, og hafi af honum fé með því. Gerist maður brotlegur við þessi lög getur það varðað allt að sex ára fangelsi. Héraðsdómur leit svo að ætla megi að bíllinn kunni að hafa sönnunargildi í sakamálinu, eða að hún verði mögulega gerð upptæk með dómi. Því hafnaði dómurinn kröfu eigandans og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu.
Dómsmál Bílar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira