Bílastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 16:05 Forsvarsmenn ISAVIA hvetja fólk til að huga að samgönguleiðum á flugvöllinn í sumar, og bóki stæði tímanlega ef við á. ISAVIA Bókanir fyrir bílastæðin við Keflavíkurflugvöll hafa ekki verið fleiri síðan sumarið 2016, þegar íslenska karlalandsliðið var að keppa á EM í knattspyrnu í Frakklandi. Líkur eru á því að bílastæðin gætu orðið uppbókuð í sumar, en ISAVIA hvetur fólk til að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn, þegar flugmiðinn er bókaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ISAVIA. Þau sem hyggjast leggja leið sína í gegnum flugvöllinn í júní, júlí og ágúst, eru hvött til að bóka bílastæði við flugstöðina fyrir fram til að tryggja bílnum stæði. Þá er sagt að til að tryggja bílnum stæði og fá hagstæðasta verðið sé best að bóka stæðið sem fyrst. Betri kjör fáist því fyrr sem bókað er. Nýtt bókunarkerfi Í tilkynningu segir að nýtt bílastæðakerfi hafi verið tekið í notkun síðasta sumar, en bókunarferlið sé það sama og áður á vefsíðu KEF. „Nýja bílastæðakerfið virkar þannig að ekið er inn og út af bílastæðunum, hliðin opnast sjálfkrafa og myndavél tekur mynd af bílnúmerinu. Ekki er lengur þörf á að taka miða, skanna QR-kóða eða nota greiðslukort til að opna hliðin á bílastæðunum. Aðrar greiðsluleiðir í boði fyrir gesti eru með bílastæðaforritum, Autopay og Parka, auk þess sem sjálfsafgreiðslukassar eru áfram til staðar inni í flugstöð. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bílaeigenda, að viðbættu 1.490 króna þjónustugjaldi. Hægt er að forðast þjónustugjaldið með því að greiða fyrir stæðið með bílastæðaappi allt að 48 klukkustundum eftir að bílastæðið er yfirgefið,“ segir í tilkynningunni. Fólk hugi að samgönguleiðum Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að verið sé að senda tilkynninguna út vegna þess að sú staða gæti komið upp í sumar að bílastæðin gætu fyllst. Hann hvetur fólk til að að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn um leið og farmiði er bókaður, hvort sem það er að bóka bílastæði eða nota aðrar samgönguleiðir á flugvöllinn. Fyrir tveimur árum fjallaði Vísir um mikla óánægju margra með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli. Viðmælendur sögðu dýra og lélega rútuferð nánast eina möguleikann fyrir fólk sem er ekki á einkabíl. Strætóaðstaðan sé óboðleg. Ástralskur ferðalangur vakti svo heimsathygli á Tiktok, þegar hún gekk í tvo tíma frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli í stað þess að borga rándýran leigubíl. Guðjón segir að úrbætur hafi verið gerðar hvað upplýsingagjöf um samgönguleiðir frá flugvellinum varðar. „Við erum með upplýsingar á skiltum í flugstöðinni, við höfum bætt í hvað það varðar. Þannig að þegar þú sækir töskuna og ert á leið út úr töskusalnum, er stórt skilti sem veitir upplýsingar um allar samgönguleiðir sem hægt er að nýta sér úr flugvellinum,“ segir Guðjón. Strætóskýlið sé svo um 200 metrum frá dyrunum þar sem maður gengur út. „Við höfum verið undanfarin ár að bæta gönguleiðina að skýlinu, og hún er yfirbyggð að hluta,“ segir Guðjón. Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Bílastæði Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ISAVIA. Þau sem hyggjast leggja leið sína í gegnum flugvöllinn í júní, júlí og ágúst, eru hvött til að bóka bílastæði við flugstöðina fyrir fram til að tryggja bílnum stæði. Þá er sagt að til að tryggja bílnum stæði og fá hagstæðasta verðið sé best að bóka stæðið sem fyrst. Betri kjör fáist því fyrr sem bókað er. Nýtt bókunarkerfi Í tilkynningu segir að nýtt bílastæðakerfi hafi verið tekið í notkun síðasta sumar, en bókunarferlið sé það sama og áður á vefsíðu KEF. „Nýja bílastæðakerfið virkar þannig að ekið er inn og út af bílastæðunum, hliðin opnast sjálfkrafa og myndavél tekur mynd af bílnúmerinu. Ekki er lengur þörf á að taka miða, skanna QR-kóða eða nota greiðslukort til að opna hliðin á bílastæðunum. Aðrar greiðsluleiðir í boði fyrir gesti eru með bílastæðaforritum, Autopay og Parka, auk þess sem sjálfsafgreiðslukassar eru áfram til staðar inni í flugstöð. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bílaeigenda, að viðbættu 1.490 króna þjónustugjaldi. Hægt er að forðast þjónustugjaldið með því að greiða fyrir stæðið með bílastæðaappi allt að 48 klukkustundum eftir að bílastæðið er yfirgefið,“ segir í tilkynningunni. Fólk hugi að samgönguleiðum Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að verið sé að senda tilkynninguna út vegna þess að sú staða gæti komið upp í sumar að bílastæðin gætu fyllst. Hann hvetur fólk til að að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn um leið og farmiði er bókaður, hvort sem það er að bóka bílastæði eða nota aðrar samgönguleiðir á flugvöllinn. Fyrir tveimur árum fjallaði Vísir um mikla óánægju margra með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli. Viðmælendur sögðu dýra og lélega rútuferð nánast eina möguleikann fyrir fólk sem er ekki á einkabíl. Strætóaðstaðan sé óboðleg. Ástralskur ferðalangur vakti svo heimsathygli á Tiktok, þegar hún gekk í tvo tíma frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli í stað þess að borga rándýran leigubíl. Guðjón segir að úrbætur hafi verið gerðar hvað upplýsingagjöf um samgönguleiðir frá flugvellinum varðar. „Við erum með upplýsingar á skiltum í flugstöðinni, við höfum bætt í hvað það varðar. Þannig að þegar þú sækir töskuna og ert á leið út úr töskusalnum, er stórt skilti sem veitir upplýsingar um allar samgönguleiðir sem hægt er að nýta sér úr flugvellinum,“ segir Guðjón. Strætóskýlið sé svo um 200 metrum frá dyrunum þar sem maður gengur út. „Við höfum verið undanfarin ár að bæta gönguleiðina að skýlinu, og hún er yfirbyggð að hluta,“ segir Guðjón.
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Bílastæði Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent