Sláandi og óhugnanlegar staðreyndir á strimlum Aþenu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2024 10:31 Aþena sótti innblástur í störf föður síns á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Vísir Útskriftarverkefni grafíska hönnuðarins Aþenu Elíasdóttur í Listaháskóla Íslands hefur vakið mikla athygli. Þar setur hún fram á flottan hátt sláandi og óhugnanlegar staðreyndir og tölur sem tengjast fíknivandanum sem ríkir hér á landi og algjöru úrræðaleysi og fjársvelti. Vala Matt skoðaði þetta magnaða lokaverkefni í Íslandi í dag. Þar fékk Aþena meðal annars nokkrar tölur og staðreyndir frá föður sínum sem er framkvæmdastjóri á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Aþena sýnir á auðskiljanlegan hátt þann mikla samfélagslega og fjárhagslega ábata sem fæst með því að aðstoða fólk í fíknivanda með viðeigandi meðferð. Þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands Í Íslandi í dag segist Aþena þekkja nokkuð vel til málaflokksins þó hún hafi sjálf ekki reynslu af fíknivanda. Faðir Aþenu, Elías Guðmundsson er búinn að lyfta grettistaki á meðferðarheimilinu Krýsuvík þar sem hann er framkvæmdastjóri en þar er samt enn gríðarleg þörf á fjármagni eins og allsstaðar á meðferðarheimilum landsins. Allt of margir eru á biðlista til að komast þar inn. Á einum strimli í verkefni Aþenu má sjá að tap samfélagsins vegna úrræðaleysis í meðferðarmálum kostar samfélagið 67,4 milljarða á ári. „Þetta eru þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands, sem er alveg svakaleg tala og þessi peningur gæti verið nýttur í allskonar aðra hluti,“ segir Aþena. Þá er tap ríkisins að meðaltali 15,4 milljónir á ári á hvern einstakling sem fær ekki hjálp. „Ég var búin að reyna rosa mikið af leiðum til að miðla þessum mikilvægu upplýsingum og mér fannst ekkert beint vera að virka fyrr en ég setti þetta upp á strimil,“ útskýrir Aþena. Hún segir það líka táknrænt enda fúlsi flestir við strimlinum út í búð, eða taki við honum, krumpi hann og hendi. „Sem er ekki ólíkt samfélagsframkomu gagnvart fólki í fíknivanda, það er afþakkað, hundsað eða því hent þar sem það sést ekki lengur,“ segir Aþena sem notar pennastrik á strimlinum líka til þess að opna augu fólks gagnvart umræðunni gagnvart fólki í fíknivanda. „Búðin“ heitir „Fíklar“ og ég krota yfir það og leiðrétti í „Fólk í fíknivanda,“ af því að það er svo neikvæð orðræða í kringum víknivanda og fíkill er neikvætt og niðrandi orð. Þá er ekki skrítið að fólk sé ekki að fá aðstoð ef það er verið að nota neikvæð lýsingarorð yfir það.“ Ísland í dag Fíkn Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira
Vala Matt skoðaði þetta magnaða lokaverkefni í Íslandi í dag. Þar fékk Aþena meðal annars nokkrar tölur og staðreyndir frá föður sínum sem er framkvæmdastjóri á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Aþena sýnir á auðskiljanlegan hátt þann mikla samfélagslega og fjárhagslega ábata sem fæst með því að aðstoða fólk í fíknivanda með viðeigandi meðferð. Þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands Í Íslandi í dag segist Aþena þekkja nokkuð vel til málaflokksins þó hún hafi sjálf ekki reynslu af fíknivanda. Faðir Aþenu, Elías Guðmundsson er búinn að lyfta grettistaki á meðferðarheimilinu Krýsuvík þar sem hann er framkvæmdastjóri en þar er samt enn gríðarleg þörf á fjármagni eins og allsstaðar á meðferðarheimilum landsins. Allt of margir eru á biðlista til að komast þar inn. Á einum strimli í verkefni Aþenu má sjá að tap samfélagsins vegna úrræðaleysis í meðferðarmálum kostar samfélagið 67,4 milljarða á ári. „Þetta eru þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands, sem er alveg svakaleg tala og þessi peningur gæti verið nýttur í allskonar aðra hluti,“ segir Aþena. Þá er tap ríkisins að meðaltali 15,4 milljónir á ári á hvern einstakling sem fær ekki hjálp. „Ég var búin að reyna rosa mikið af leiðum til að miðla þessum mikilvægu upplýsingum og mér fannst ekkert beint vera að virka fyrr en ég setti þetta upp á strimil,“ útskýrir Aþena. Hún segir það líka táknrænt enda fúlsi flestir við strimlinum út í búð, eða taki við honum, krumpi hann og hendi. „Sem er ekki ólíkt samfélagsframkomu gagnvart fólki í fíknivanda, það er afþakkað, hundsað eða því hent þar sem það sést ekki lengur,“ segir Aþena sem notar pennastrik á strimlinum líka til þess að opna augu fólks gagnvart umræðunni gagnvart fólki í fíknivanda. „Búðin“ heitir „Fíklar“ og ég krota yfir það og leiðrétti í „Fólk í fíknivanda,“ af því að það er svo neikvæð orðræða í kringum víknivanda og fíkill er neikvætt og niðrandi orð. Þá er ekki skrítið að fólk sé ekki að fá aðstoð ef það er verið að nota neikvæð lýsingarorð yfir það.“
Ísland í dag Fíkn Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira