Innlent

Ein­hliða á­kvörðun um leigu­verð í Skóla­stræti

Jakob Bjarnar skrifar
Margrét Rósa hafði betur í þessari lotu við Eirík Óla Árnason.
Margrét Rósa hafði betur í þessari lotu við Eirík Óla Árnason.

Margrét Rósa Einarsdóttir, hótelstýra í Englendingavík, hefur verið sýknuð af kröfu félags í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja og fleiri vegna vangoldinnar húsaleigu.

Deilan snerist um hús við Skólastræti 5 sem var í eigu Margrétar Rósu en var seld nauðungarsölu á uppboði í nóvember 2022. Félagið Fylkir ehf. keypti húsið. Félagið er í eigu Eiríks Óla Árnasonar, fyrrverandi forstöðumanns hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum.

Eiríkur Óli taldi Margréti Rósu hafa nýtt sér húsið eftir að hún var seld nauðgunarsölu og gaf út fjóra reikninga vegna þess upp á 1,5 milljón króna samanlagt. Þeir fengust ekki greiddir og höfðaði félag Eiríks Óla mál á hendur Margréti Rósu vegna þessa.

Húsið við Skólastræti 5 í miðbæ Reykjavíkur.Já.is

Margrét Rósa kannaðist ekkert við að hafa nýtt húsnæðið þá mánuði sem umræddi og heldur ekki vita að Eiríkur Óli stæði í þeirri trú. Henni hefðu ekki borist nein þeirra kröfubréfa sem Eiríkur hefði sent henni. Um væri að ræða tilhæfulausa reikninga.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Margréti Rósu á þeirri forsendu að ekkert samkomulag var fyrir hendi á milli Eiríks Óla og Margrétar Rósu um afnot af fasteigninni heldur hefði verið um einhliða ákvörðun að ræða hjá Eiríki. Hann hefði ákveðið leiguverðið einhliða.

Var því ekki unnt að fallast á kröfu Eiríks Óla að Margrét Rósa greiddi honum skuld án nokkurs skriflegs samkomulags þeirra á milli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×