Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 08:37 Eyðileggingin er mikil á Gasa. Myndin er tekin í al-Bureij flóttamannabúðunum. Vísir/EPA Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum kom fram að loftskeyti lentu aðeins nokkrum metrum frá skrifstofu Rauða krossins en starfsmenn samtakanna búa einnig í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Í tilkynningu var minnt á að allir stríðandi aðilar hafi skyldu til að koma í veg fyrir að almennir borgarar og skrifstofur mannúðarsamtaka verði fyrir skaða í slíkum árásum. Talsmaður ísraelska hersins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að þau væru með málið til skoðunar. Við fyrstu skoðun benti ekkert til þess að herinn hefði beint loftárásum sínum þangað. Í tilkynningu Rauða krossins kom einnig fram að mikill fjöldi hafi í kjölfarið leitað á vettvangsspítala Rauða krossins í nálægð við skrifstofurnar. 22 hefðu látist og 45 væru særð. Rauði krossinn segir þetta með einn af alvarlegum öryggisbrestum síðustu daga. Fram kemur í umfjöllun BBC að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem rekið er af Hamas, hafi 25 dáið og 50 verið særð. Nærri 38 þúsund almennir borgarar og hermenn hafa verið drepin á Gasa frá því að árásir Ísraela stigmögnuðust í október á síðasta ári. Af þeim eru um 15 þúsund konur, börn og aldraðir. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53 Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. 18. júní 2024 07:26 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Í tilkynningu frá Rauða krossinum kom fram að loftskeyti lentu aðeins nokkrum metrum frá skrifstofu Rauða krossins en starfsmenn samtakanna búa einnig í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Í tilkynningu var minnt á að allir stríðandi aðilar hafi skyldu til að koma í veg fyrir að almennir borgarar og skrifstofur mannúðarsamtaka verði fyrir skaða í slíkum árásum. Talsmaður ísraelska hersins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að þau væru með málið til skoðunar. Við fyrstu skoðun benti ekkert til þess að herinn hefði beint loftárásum sínum þangað. Í tilkynningu Rauða krossins kom einnig fram að mikill fjöldi hafi í kjölfarið leitað á vettvangsspítala Rauða krossins í nálægð við skrifstofurnar. 22 hefðu látist og 45 væru særð. Rauði krossinn segir þetta með einn af alvarlegum öryggisbrestum síðustu daga. Fram kemur í umfjöllun BBC að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem rekið er af Hamas, hafi 25 dáið og 50 verið særð. Nærri 38 þúsund almennir borgarar og hermenn hafa verið drepin á Gasa frá því að árásir Ísraela stigmögnuðust í október á síðasta ári. Af þeim eru um 15 þúsund konur, börn og aldraðir.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53 Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. 18. júní 2024 07:26 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53
Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. 18. júní 2024 07:26