Hakkarar trufla útsendingar frá EM leikjum Pólverja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 11:00 Það var stutt gaman hjá Robert Lewandowski og félögum hans í pólska landsliðinu sem eru úr leik á EM eftir aðeins tvo leiki. Getty/Alex Livesey Er eitthvað meira pirrandi en truflanir verða þegar þú ert að horfa á mikilvægan fótboltaleik? Pólskir sjónvarpsáhorfendur eru örugglega orðnir mjög pirraðir á slíku. Það er nefnilega ekki bara pólska landsliðið sem er í vandræðum á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi. TVP sjónvarpsstöðinni gengur líka einnig mjög illa að sýna leiki pólska liðsins í heimalandinu. Í öðrum leiknum í röð tókst hökkurum að trufla útsendingu frá leik Póllands. Að þessu sinni var það leikur á móti Austurríki en þetta gerðist einnig í fyrsta leiknum á móti Hollandi. „Við biðjumst afsökunar en tæknin var að stríða okkur í leik dagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá TVP. Það er talið að hakkararnir hafi notað svokallaða DDoS árás en þá ofhlaða þeir kerfið þar til að útsendingaþjónarnir gefa eftir og allt frýs. Pólska landsliðið náði að jafna metin í 1-1 eftir að Austurríkismenn skoruðu snemma en Pólverjar töpuðu leiknum á endanum 3-1. Fyrsti leikurinn tapaðist 2-1 á móti Hollandi og Pólverjar eru því með núll stig og þrjú mörk í mínus eftir tvo fyrstu leikina. Það þýðir að liðið er úr leik og þriðji og síðasta leikurinn skiptir engu máli. Ráðherra tölvumála í Póllandi kenndi Rússum um árásina eftir fyrsta leikinn en TVP sjónvarpsstöðin sagði að sú árás hafi komið frá IP tölum í Póllandi. Það er enn ekkert vitað um hvaðan árásin í gær var gerð. EM 2024 í Þýskalandi Pólland Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Það er nefnilega ekki bara pólska landsliðið sem er í vandræðum á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi. TVP sjónvarpsstöðinni gengur líka einnig mjög illa að sýna leiki pólska liðsins í heimalandinu. Í öðrum leiknum í röð tókst hökkurum að trufla útsendingu frá leik Póllands. Að þessu sinni var það leikur á móti Austurríki en þetta gerðist einnig í fyrsta leiknum á móti Hollandi. „Við biðjumst afsökunar en tæknin var að stríða okkur í leik dagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá TVP. Það er talið að hakkararnir hafi notað svokallaða DDoS árás en þá ofhlaða þeir kerfið þar til að útsendingaþjónarnir gefa eftir og allt frýs. Pólska landsliðið náði að jafna metin í 1-1 eftir að Austurríkismenn skoruðu snemma en Pólverjar töpuðu leiknum á endanum 3-1. Fyrsti leikurinn tapaðist 2-1 á móti Hollandi og Pólverjar eru því með núll stig og þrjú mörk í mínus eftir tvo fyrstu leikina. Það þýðir að liðið er úr leik og þriðji og síðasta leikurinn skiptir engu máli. Ráðherra tölvumála í Póllandi kenndi Rússum um árásina eftir fyrsta leikinn en TVP sjónvarpsstöðin sagði að sú árás hafi komið frá IP tölum í Póllandi. Það er enn ekkert vitað um hvaðan árásin í gær var gerð.
EM 2024 í Þýskalandi Pólland Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira