Grindvíkingar tengdu saman tvo punkta Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 18:21 Grindvíkingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð og öðrum sigri sumarsins Grindavík - Petra Rós Þrír leikir fóru fram í Lengjudeildum karla og kvenna í dag. Grindvíkingar lönduðu öðrum sigri sumarsins í Safamýrinni og Leiknir sótti sigur norður yfir heiðar. Grindvíkingar hafa verið jafntefliskóngar í sumar en liðið hafði gert fjögur jafntefli í röð áður en fyrsti sigurinn kom í hús í síðustu umferð. Þeir náðu að tengja saman tvo punkta í dag í endurkomusigri á heimavelli gegn Dalvík/Reyni. Gestirnir komust yfir í blálok fyrri hálfleiks þegar Áki Sölvason skoraði mark úr aukaspyrnu. Grindvíkingar voru mun beittari í seinni hálfleik og jafnaði Kwame Quee leikinn á 51. mínútu eftir stoðsendingu frá Degi Inga Hammer. Dagur lagði svo upp annað mark á 63. mínútu fyrir Hassan Jalloh. Hinn 16 ára Helgi Hafsteinn Jóhannsson gulltryggði svo sigur Grindvíkinga rétt fyrir leikslok, lokatölur í Safamýrinni 3-1. Mikilvægur sigur fyrir heimamenn sem mjakast nær efri hluta deildarinnar með tíu stig, jafn mörg og Keflavík sem er í 5. sæti. Leiknir vann botnslaginn Á Akureyri mættust botnliðin í deildinni, Þór og Leiknir, en Leiknismenn voru aðeins með einn sigur og þrjú stig á botni deildarinnar fyrir daginn í dag. Omar Sowe kom gestunum yfir á 58. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn en Þórsarar jöfnuðu með marki úr víti á 79. mínútu og var þar Birkir Heimisson að verki. Þórsarar höfðu verið meira með boltann fram að markinu en ekki náð að skapa sér nein færi að viti. Shkelzen Veseli tryggði Leiknismönnum svo öll þrjú stigin með marki á 87. mínútu. Sowe lagði markið upp og var svo næstum búinn að gulltryggja sigurinn í uppbótartíma en brást bogalistin og leikurinn endaði 1-2. Þór og Leiknir því jöfn að stigum á botni deildarinnar, bæði með sex stig, jafn mörgum og Þróttur og stigi á eftir Dalvík/Reyni. Mikilvæg stiga til Eyja Í Vestmanneyjum sóttu heimakonur þrjú gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttu Lengjudeildar kvenna þegar liðið tók á móti Selfossi. Thelma Sól Óðinsdóttir skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu eftir góðan undirbúning frá Olgu Sevcova. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 1-0 og ÍBV því aðeins einu stigi á eftir Selfossi og Fram en þó enn í fallsæti þegar flest liðin hafa leikið sjö leiki. Fótbolti Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Fótboltastrákur lést eftir hnéaðgerð Fótbolti „Er dómarinn bara alltaf í símanum?“ Sport Í beinni: Serbía - Ísland | Er allt klárt fyrir EM? Fótbolti Barnsmóðir NBA stjörnu hótaði að láta skera af honum puttana Sport „Nú hljóta viðvörunarbjöllur að hringja“ Fótbolti Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Handbolti Byrjar meðferð vegna brjóstakrabbameins Handbolti Cristiano Ronaldo sagður fá 143 milljónir í laun á dag Fótbolti Nýtt heimsmet sett: „Sé því að ég á að geta gert miklu betur“ Sport Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Valur | Pedersen nálgast markametið Heldur ekki áfram með Leicester Í beinni: Serbía - Ísland | Er allt klárt fyrir EM? Glódís byrjar gegn Serbum á þrjátíu ára afmælisdegi sínum Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Liðsfélagi hjá AGF sannfærði Mikael um að semja við Djurgården „Nú hljóta viðvörunarbjöllur að hringja“ Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Mbappé mættur aftur mun léttari eftir magakveisuna Mikael mættur til Stokkhólms að semja við Djurgården Tvö rauð spjöld og slagsmál er Inter komst áfram Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Neymar hlustaði á hjartað sitt Bayern gæti þurft að fara svakalega leið að titlinum Karólína Lea á bólakaf í kalda pottinum Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt Búið að breyta reglunni um víti sem grætti Atlético-menn Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Sveinn Aron skoraði í vítakeppninni þegar Sarpsborg fór í undanúrslit Íslendingaliðið stóð í toppliðinu úr deildinni fyrir ofan Luka Modric fer til AC Milan eftir HM félagsliða Lallana leggur skóna á hilluna Ronaldo að semja á ný við Al-Nassr Svekkjandi tap eftir misheppnaða sendingu John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ Sjá meira
Grindvíkingar hafa verið jafntefliskóngar í sumar en liðið hafði gert fjögur jafntefli í röð áður en fyrsti sigurinn kom í hús í síðustu umferð. Þeir náðu að tengja saman tvo punkta í dag í endurkomusigri á heimavelli gegn Dalvík/Reyni. Gestirnir komust yfir í blálok fyrri hálfleiks þegar Áki Sölvason skoraði mark úr aukaspyrnu. Grindvíkingar voru mun beittari í seinni hálfleik og jafnaði Kwame Quee leikinn á 51. mínútu eftir stoðsendingu frá Degi Inga Hammer. Dagur lagði svo upp annað mark á 63. mínútu fyrir Hassan Jalloh. Hinn 16 ára Helgi Hafsteinn Jóhannsson gulltryggði svo sigur Grindvíkinga rétt fyrir leikslok, lokatölur í Safamýrinni 3-1. Mikilvægur sigur fyrir heimamenn sem mjakast nær efri hluta deildarinnar með tíu stig, jafn mörg og Keflavík sem er í 5. sæti. Leiknir vann botnslaginn Á Akureyri mættust botnliðin í deildinni, Þór og Leiknir, en Leiknismenn voru aðeins með einn sigur og þrjú stig á botni deildarinnar fyrir daginn í dag. Omar Sowe kom gestunum yfir á 58. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn en Þórsarar jöfnuðu með marki úr víti á 79. mínútu og var þar Birkir Heimisson að verki. Þórsarar höfðu verið meira með boltann fram að markinu en ekki náð að skapa sér nein færi að viti. Shkelzen Veseli tryggði Leiknismönnum svo öll þrjú stigin með marki á 87. mínútu. Sowe lagði markið upp og var svo næstum búinn að gulltryggja sigurinn í uppbótartíma en brást bogalistin og leikurinn endaði 1-2. Þór og Leiknir því jöfn að stigum á botni deildarinnar, bæði með sex stig, jafn mörgum og Þróttur og stigi á eftir Dalvík/Reyni. Mikilvæg stiga til Eyja Í Vestmanneyjum sóttu heimakonur þrjú gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttu Lengjudeildar kvenna þegar liðið tók á móti Selfossi. Thelma Sól Óðinsdóttir skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu eftir góðan undirbúning frá Olgu Sevcova. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 1-0 og ÍBV því aðeins einu stigi á eftir Selfossi og Fram en þó enn í fallsæti þegar flest liðin hafa leikið sjö leiki.
Fótbolti Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Fótboltastrákur lést eftir hnéaðgerð Fótbolti „Er dómarinn bara alltaf í símanum?“ Sport Í beinni: Serbía - Ísland | Er allt klárt fyrir EM? Fótbolti Barnsmóðir NBA stjörnu hótaði að láta skera af honum puttana Sport „Nú hljóta viðvörunarbjöllur að hringja“ Fótbolti Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Handbolti Byrjar meðferð vegna brjóstakrabbameins Handbolti Cristiano Ronaldo sagður fá 143 milljónir í laun á dag Fótbolti Nýtt heimsmet sett: „Sé því að ég á að geta gert miklu betur“ Sport Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Valur | Pedersen nálgast markametið Heldur ekki áfram með Leicester Í beinni: Serbía - Ísland | Er allt klárt fyrir EM? Glódís byrjar gegn Serbum á þrjátíu ára afmælisdegi sínum Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Liðsfélagi hjá AGF sannfærði Mikael um að semja við Djurgården „Nú hljóta viðvörunarbjöllur að hringja“ Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Mbappé mættur aftur mun léttari eftir magakveisuna Mikael mættur til Stokkhólms að semja við Djurgården Tvö rauð spjöld og slagsmál er Inter komst áfram Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Neymar hlustaði á hjartað sitt Bayern gæti þurft að fara svakalega leið að titlinum Karólína Lea á bólakaf í kalda pottinum Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt Búið að breyta reglunni um víti sem grætti Atlético-menn Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Sveinn Aron skoraði í vítakeppninni þegar Sarpsborg fór í undanúrslit Íslendingaliðið stóð í toppliðinu úr deildinni fyrir ofan Luka Modric fer til AC Milan eftir HM félagsliða Lallana leggur skóna á hilluna Ronaldo að semja á ný við Al-Nassr Svekkjandi tap eftir misheppnaða sendingu John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ Sjá meira