„Þá er komið hættulegt ástand fyrir þessi stóru lið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 13:11 Víkingskonur unnu Blika og enduðu þar með átta leikja sigurgöngu Kópavogsliðsins. Vísir/Diego Víkingskonur urðu þær fyrstu til að vinna topplið Breiðabliks í Bestu deild kvenna í sumar í síðustu umferð og Bestu mörkin ræddu þennan óvænta en frábæra sigur Vikingsliðsins. Blikarkonur höfðu unnið alla fyrstu átta leikina sína og aðeins fengið á sig samtals tvö mörk í þeim. Þær voru einar á toppnum og búnar að vinna innbyrðis leikinn gegn Val. Víkingsliðið hefur ekki verið allt of sannfærandi að undanförnu en í þessum 2-1 sigri á Blikum minnti liðið á liðið sem varð bikarmeistari í fyrra eftir einmitt sigur á Blikastelpunum í bikarúrslitaleik. Fann hjartað og karakterinn í sínu liði „John (Andrews, þjálfari Víkings), var eðlilega ánægður en hann fann hjartað og karakterinn í sínu liði. Mér fannst ég finna aftur Víkingsliðið frá því í bikarúrslitunum í fyrra. Ég hef aðeins saknað þeirra,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Pressan virðist hafa komið Blikum á óvart og annar leikur sem maður hugsaði til var meistarar meistaranna á móti Val. Það sýnir bara hvað býr í þessu liði,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Þóra Björg Helgadóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður og áttfaldur Íslandsmeistari, er nýjasti sérfræðingur Bestu markanna. Hér er hún með Mist Rúnarsdóttur, öðrum sérfræðingi Bestu markanna.S2 Sport „Þetta er svolítið þetta Víkingslið sem við þekkjum,“ sagði Helena og sendi boltann á Mist. „Já við elskuðum að fylgjast með þeim í Lengjudeildinni í fyrra. Auðvitað er þetta alltaf að vera gríðarlega krefjandi verkefni að koma upp í Bestu deildina og vera að spila þessa toppleiki í hverri einustu umferð,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði „Þær hafa eðlilega ekki náð að vera hundrað prósent í öllum leikjum en þetta er það sem þær geta og þær eru stórkostlegar þegar þær eru í gangi,“ sagði Mist. „Það er bara einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði. Maður tengir nú vel við það að það kvikni aðeins í á móti liði eins og Breiðablik. Ef þær ná að kveikja í þessu á móti hinum liðunum þá er komið hættulegt ástand fyrir þessi stóru lið,“ sagði Þóra. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Víkingsliðið. Klippa: Bestu mörkin: Það er bara einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Blikarkonur höfðu unnið alla fyrstu átta leikina sína og aðeins fengið á sig samtals tvö mörk í þeim. Þær voru einar á toppnum og búnar að vinna innbyrðis leikinn gegn Val. Víkingsliðið hefur ekki verið allt of sannfærandi að undanförnu en í þessum 2-1 sigri á Blikum minnti liðið á liðið sem varð bikarmeistari í fyrra eftir einmitt sigur á Blikastelpunum í bikarúrslitaleik. Fann hjartað og karakterinn í sínu liði „John (Andrews, þjálfari Víkings), var eðlilega ánægður en hann fann hjartað og karakterinn í sínu liði. Mér fannst ég finna aftur Víkingsliðið frá því í bikarúrslitunum í fyrra. Ég hef aðeins saknað þeirra,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Pressan virðist hafa komið Blikum á óvart og annar leikur sem maður hugsaði til var meistarar meistaranna á móti Val. Það sýnir bara hvað býr í þessu liði,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Þóra Björg Helgadóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður og áttfaldur Íslandsmeistari, er nýjasti sérfræðingur Bestu markanna. Hér er hún með Mist Rúnarsdóttur, öðrum sérfræðingi Bestu markanna.S2 Sport „Þetta er svolítið þetta Víkingslið sem við þekkjum,“ sagði Helena og sendi boltann á Mist. „Já við elskuðum að fylgjast með þeim í Lengjudeildinni í fyrra. Auðvitað er þetta alltaf að vera gríðarlega krefjandi verkefni að koma upp í Bestu deildina og vera að spila þessa toppleiki í hverri einustu umferð,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði „Þær hafa eðlilega ekki náð að vera hundrað prósent í öllum leikjum en þetta er það sem þær geta og þær eru stórkostlegar þegar þær eru í gangi,“ sagði Mist. „Það er bara einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði. Maður tengir nú vel við það að það kvikni aðeins í á móti liði eins og Breiðablik. Ef þær ná að kveikja í þessu á móti hinum liðunum þá er komið hættulegt ástand fyrir þessi stóru lið,“ sagði Þóra. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Víkingsliðið. Klippa: Bestu mörkin: Það er bara einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira