Skjálftinn við Brennisteinsfjöll líklega ótengdur gosstöðvunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2024 08:35 Jarðskjálftamælir á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti sem reið yfir í Brennisteinsfjöllum í gærkvöldi er ekki talinn tengjast atburðunum í Sundhnúkagígum. Landris heldur áfram við Svartsengi og útlit fyrir að sama ferli sé að hefjast og sést hefur í aðdraganda síðustu eldgosa. Jarðskjálftinn reið yfir um klukkan korter í ellefu í gærkvöldi, sex kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála og mældist 3,1 að stærð. Nokkrir smærri eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir erfitt að segja til um hvort skjálftinn tengjist jarðhræringum við Sundhnúkagíga, þar sem eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. „Það er í raun erfitt að segja. Það er hreyfing á öllum skaganum vegna flekaskilanna og það verða oft hreyfingar á sprungum sem liggja á þessum svæðum,“ segir Lovísa. Líklegast sé að skjálftinn sé ótengdur atburðum við gosstöðvarnar, og erfitt að draga aðrar ályktanir af skjálftanum. „Það gerist oft að það verði stakir skjálftar á sprungum á svæðinu og það virðist bara hafa verið einhver hreyfing þarna.“ Endurtekið efni líklega í vændum Varðandi stöðuna við gosstöðvarnar segir Lovísa að landris haldi áfram undir Svartsengi. „Hraun sem kom þarna síðustu dagana heldur áfram að mjakast áfram. Það er enn smá hreyfing við varnargarðana við Svartsengi og það var aðeins hreyfing þar í nótt. Það er verið að dæla á hraunið og það má búast við því að á meðan hraunið er að kólna verði hreyfing á því næstu daga.“ Um framhaldið segir Lovísa að útlit sé fyrir að sama atburðarás sé að myndast og hefur verið í aðdraganda síðustu eldgosa. „Landris undir Svartsengi heldur áfram. Þetta virðist vera svipað ferli og hefur verið síðustu mánuði.“ Eldgos og jarðhræringar Ölfus Tengdar fréttir Landris gæti aukist en of snemmt að segja til um goslok Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi. 23. júní 2024 12:18 Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. 22. júní 2024 18:15 Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. 22. júní 2024 15:18 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Jarðskjálftinn reið yfir um klukkan korter í ellefu í gærkvöldi, sex kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála og mældist 3,1 að stærð. Nokkrir smærri eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir erfitt að segja til um hvort skjálftinn tengjist jarðhræringum við Sundhnúkagíga, þar sem eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. „Það er í raun erfitt að segja. Það er hreyfing á öllum skaganum vegna flekaskilanna og það verða oft hreyfingar á sprungum sem liggja á þessum svæðum,“ segir Lovísa. Líklegast sé að skjálftinn sé ótengdur atburðum við gosstöðvarnar, og erfitt að draga aðrar ályktanir af skjálftanum. „Það gerist oft að það verði stakir skjálftar á sprungum á svæðinu og það virðist bara hafa verið einhver hreyfing þarna.“ Endurtekið efni líklega í vændum Varðandi stöðuna við gosstöðvarnar segir Lovísa að landris haldi áfram undir Svartsengi. „Hraun sem kom þarna síðustu dagana heldur áfram að mjakast áfram. Það er enn smá hreyfing við varnargarðana við Svartsengi og það var aðeins hreyfing þar í nótt. Það er verið að dæla á hraunið og það má búast við því að á meðan hraunið er að kólna verði hreyfing á því næstu daga.“ Um framhaldið segir Lovísa að útlit sé fyrir að sama atburðarás sé að myndast og hefur verið í aðdraganda síðustu eldgosa. „Landris undir Svartsengi heldur áfram. Þetta virðist vera svipað ferli og hefur verið síðustu mánuði.“
Eldgos og jarðhræringar Ölfus Tengdar fréttir Landris gæti aukist en of snemmt að segja til um goslok Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi. 23. júní 2024 12:18 Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. 22. júní 2024 18:15 Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. 22. júní 2024 15:18 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Landris gæti aukist en of snemmt að segja til um goslok Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi. 23. júní 2024 12:18
Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. 22. júní 2024 18:15
Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. 22. júní 2024 15:18