Spalletti skammaði sína menn eftir dramatíkina gegn Króatíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2024 08:30 Luciano Spalletti á hliðarlínunni í leiknum gegn Króatíu. getty/Masashi Hara Þrátt fyrir að Ítalir hafi bjargað stigi gegn Króötum og þar með tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins skammaði Luciano Spalletti, þjálfari ítalska liðsins, sína menn eftir leikinn í gær. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leiknum í Leipzig í gær skoraði Mattia Zaccagni jöfnunarmark Ítalíu með frábæru skoti. Ítalir tryggðu sér þar með 2. sætið í B-riðli og sæti í sextán liða úrslitum EM þar sem þeir mæta Svisslendingum. Spalletti var þó langt frá því að vera sáttur við liðið sitt eftir leikinn og fannst það ekki hafa sýnt sínar réttu hliðar. „Við vorum langt frá því að vera skynsamir. Ef við eigum í vandræðum með að spila út frá vörninni með einföldum sendingum verðum við í vandræðum sama hvaða uppstillingu og leikkerfi við notum,“ sagði Spalletti. „Í fyrri hálfleik töpuðum við boltanum á hátt sem við höfum ekki efni á að gera. Það var ekki skynsamt. Ef við spilum ekki vel, ef við framkvæmum bara grunnatriðin og ekkert meira lendum við í vandræðum. Þetta snerist ekki um leikkerfið. Við vorum of hikandi í fyrri hálfleik. Kerfið skipti ekki máli miðað við viðhorfið og gæðin sem við sýndum.“ Ítalir urðu Evrópumeistarar fyrir þremur árum en mistókst svo að komast á HM í Katar. Á ýmsu gekk í undankeppni EM en þeir tryggðu sér samt sæti á mótinu í Þýskalandi og eru enn með þar, þrátt fyrir allt. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. 24. júní 2024 22:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira
Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leiknum í Leipzig í gær skoraði Mattia Zaccagni jöfnunarmark Ítalíu með frábæru skoti. Ítalir tryggðu sér þar með 2. sætið í B-riðli og sæti í sextán liða úrslitum EM þar sem þeir mæta Svisslendingum. Spalletti var þó langt frá því að vera sáttur við liðið sitt eftir leikinn og fannst það ekki hafa sýnt sínar réttu hliðar. „Við vorum langt frá því að vera skynsamir. Ef við eigum í vandræðum með að spila út frá vörninni með einföldum sendingum verðum við í vandræðum sama hvaða uppstillingu og leikkerfi við notum,“ sagði Spalletti. „Í fyrri hálfleik töpuðum við boltanum á hátt sem við höfum ekki efni á að gera. Það var ekki skynsamt. Ef við spilum ekki vel, ef við framkvæmum bara grunnatriðin og ekkert meira lendum við í vandræðum. Þetta snerist ekki um leikkerfið. Við vorum of hikandi í fyrri hálfleik. Kerfið skipti ekki máli miðað við viðhorfið og gæðin sem við sýndum.“ Ítalir urðu Evrópumeistarar fyrir þremur árum en mistókst svo að komast á HM í Katar. Á ýmsu gekk í undankeppni EM en þeir tryggðu sér samt sæti á mótinu í Þýskalandi og eru enn með þar, þrátt fyrir allt.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. 24. júní 2024 22:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira
Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. 24. júní 2024 22:30