Assange frjáls og á leið til Ástralíu Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júní 2024 06:25 Assange talaði ekki við fjölmiðla fyrir utan. Hann er nú á leið til Ástralíu sem frjáls maður. Vísir/EPA Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er nú frjáls maður og er á leið til Canberra í Ástralíu. Assange undirritaði í nótt samkomulag vegna dómssáttar sinnar. Assange játaði að hafa brotið á ákvæðum njósnalaga þegar hann lak þúsundum skjala á Wikileaks. Fyrir það hlaut hann jafnlangan dóm og hann hefur þegar afplánað í Bretlandi í Belmarsh fangelsinu, eða um fimm ár. Assange hefur ekki verið frjáls maður í fjórtán ár. Búist er við því að Assange lendi í Canberra um klukkan um 9.30 eða 18.30 að staðartíma. Wikileaks hefur tilkynnt að þau haldi blaðamannafund í Canberra stuttu síðar, eða klukkan 11.15 eða 21.15 að staðartíma. Greint er frá á BBC. Assange fór fyrir dóm á Norður-Maróinaeyjum í Kyrrahafi en eyjarnar eru undir stjórn Bandaríkjanna. Í frétt Reuters um málið segir að hann hafi varið um þremur klukkustundum í dómsal og eftir það gengið út sem frjáls maður. Flugið frá eyjunum til Canberra eru um sex klukkustundir. Lögmenn Assange, Barry Pollack og Jennifer Robinson tala við fjölmiðla eftir áheyrn Assange.Vísir/EPA Assange játaði á sig eitt brot í dómsal en sagði að hann hafði haldið að stjórnarskráin og ákvæði hennar um tjáningarfrelsi myndi verja sig. Lögmaður Assange, Barry Pollock, sagði við fjölmiðla fyrir utan að hann tryði því að Assange hefði aldrei átt að vera ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Hann sagði jafnframt að vinnu við Wikileaks yrði haldið áfram. Ástralskur lögmaður Assange, Jennifer Robinson, þakkaði áströlsku ríkisstjórninni fyrir diplómatíska aðstoð og sagði það mikinn létti fyrir hann að geta snúið aftur heim til fjölskyldu og vina í Ástralíu. Forsætisráðherra Ástralíu fagnaði frelsi Assange á ástralska þinginu í gær og sagði þett afurð mikillar og erfiðrar vinnu. Assange svaraði engum spurningum fjölmiðla á leið út, en veifaði til þeirra á leiðinni út. Hann fór svo beint upp í einkaflugvél til Canberra. Mál Julians Assange Bretland Ástralía WikiLeaks Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. júní 2024 11:31 Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. 25. júní 2024 09:26 Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. 25. júní 2024 08:47 Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Assange hefur ekki verið frjáls maður í fjórtán ár. Búist er við því að Assange lendi í Canberra um klukkan um 9.30 eða 18.30 að staðartíma. Wikileaks hefur tilkynnt að þau haldi blaðamannafund í Canberra stuttu síðar, eða klukkan 11.15 eða 21.15 að staðartíma. Greint er frá á BBC. Assange fór fyrir dóm á Norður-Maróinaeyjum í Kyrrahafi en eyjarnar eru undir stjórn Bandaríkjanna. Í frétt Reuters um málið segir að hann hafi varið um þremur klukkustundum í dómsal og eftir það gengið út sem frjáls maður. Flugið frá eyjunum til Canberra eru um sex klukkustundir. Lögmenn Assange, Barry Pollack og Jennifer Robinson tala við fjölmiðla eftir áheyrn Assange.Vísir/EPA Assange játaði á sig eitt brot í dómsal en sagði að hann hafði haldið að stjórnarskráin og ákvæði hennar um tjáningarfrelsi myndi verja sig. Lögmaður Assange, Barry Pollock, sagði við fjölmiðla fyrir utan að hann tryði því að Assange hefði aldrei átt að vera ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Hann sagði jafnframt að vinnu við Wikileaks yrði haldið áfram. Ástralskur lögmaður Assange, Jennifer Robinson, þakkaði áströlsku ríkisstjórninni fyrir diplómatíska aðstoð og sagði það mikinn létti fyrir hann að geta snúið aftur heim til fjölskyldu og vina í Ástralíu. Forsætisráðherra Ástralíu fagnaði frelsi Assange á ástralska þinginu í gær og sagði þett afurð mikillar og erfiðrar vinnu. Assange svaraði engum spurningum fjölmiðla á leið út, en veifaði til þeirra á leiðinni út. Hann fór svo beint upp í einkaflugvél til Canberra.
Mál Julians Assange Bretland Ástralía WikiLeaks Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. júní 2024 11:31 Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. 25. júní 2024 09:26 Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. 25. júní 2024 08:47 Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Umfangsmikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. júní 2024 11:31
Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. 25. júní 2024 09:26
Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. 25. júní 2024 08:47
Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35