Þjóðverjar hæðast að Englendingum: „Þessi ljón eru kettlingar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2024 08:01 Harry Kane hefur ekki fundið sig á EM. getty/Stu Forster Það eru ekki bara enskir fjölmiðlar sem láta fótboltalandsliðið sitt fá það óþvegið heldur einnig kollegar þeirra í Evrópu. England gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í gær. Stigið dugði Englendingum til að vinna riðilinn en þeir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir frammistöðu sína á mótinu. Þýska blaðið Bild fór ekki neinum silkihönskum um enska liðið eftir leikinn gegn Slóveníu og talaði meðal annars um að ljónin, eins og enska landsliðið er jafnan kallað, væru eins og kettlingar. Í umfjöllun Bild var athyglinni einnig beint að Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins, og því velt upp hver leikáætlun hans væri eiginlega. Frammistaða Englendinga var einnig sögð skelfileg og að þeir hefðu ekki haft neina stjórn á leiknum. Leikmenn enska liðsins sluppu ekki við gagnrýni Bild. Jude Bellingham var meðal annars sagður hafa verið mjög daufur og ólíkur sjálfum sér og að Phil Foden og Bukayo Saka hafi ekki haft mikil áhrif á leikinn. Conor Gallagher fékk einnig fyrir ferðina en í umsögn Bild segir að hann hafi verið algjörlega týndur í leiknum. Sem fyrr sagði vann England C-riðilinn og er enn ósigrað á EM. Næsti leikur Englendinga verður í Gelsenkirchen á sunnudaginn. Andstæðingurinn verður annað hvort liðið sem endar í 3. sæti D- eða E-riðils. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
England gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í gær. Stigið dugði Englendingum til að vinna riðilinn en þeir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir frammistöðu sína á mótinu. Þýska blaðið Bild fór ekki neinum silkihönskum um enska liðið eftir leikinn gegn Slóveníu og talaði meðal annars um að ljónin, eins og enska landsliðið er jafnan kallað, væru eins og kettlingar. Í umfjöllun Bild var athyglinni einnig beint að Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins, og því velt upp hver leikáætlun hans væri eiginlega. Frammistaða Englendinga var einnig sögð skelfileg og að þeir hefðu ekki haft neina stjórn á leiknum. Leikmenn enska liðsins sluppu ekki við gagnrýni Bild. Jude Bellingham var meðal annars sagður hafa verið mjög daufur og ólíkur sjálfum sér og að Phil Foden og Bukayo Saka hafi ekki haft mikil áhrif á leikinn. Conor Gallagher fékk einnig fyrir ferðina en í umsögn Bild segir að hann hafi verið algjörlega týndur í leiknum. Sem fyrr sagði vann England C-riðilinn og er enn ósigrað á EM. Næsti leikur Englendinga verður í Gelsenkirchen á sunnudaginn. Andstæðingurinn verður annað hvort liðið sem endar í 3. sæti D- eða E-riðils.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira