23 fermetra þjóðfáni til sýnis í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2024 21:05 Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, sem segir að nýja sýningin með stóra fánanum hafi vakið mikla athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærsti þjóðfáni landsins er nú til sýnis í Keflavík í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins en fáninn var einmitt hylltur á lýðveldishátíðinni 1944 á Þingvöllum. Sýningin „Rís þú, Íslands unga merki“ stendur nú yfir hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar en aðalsýningargripurinn er fáninn sem hylltur var á lýðveldishátíðinni 1944 en með einhverjum ráðum tókst Helga S. Jónssyni að fá fánann til Keflavíkur að lýðveldishátíðinni lokinni og var honum flaggað á þjóðhátíðardaginn í skrúðgarðinum þar til ársins 1973 þegar annar fáni tók við. „Og fáninn endaði í Byggðasafninu og okkur fannst alveg tilvalið að draga hann fram og sýna hann núna í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins og líka það að Reykjanesbær átti 30 ára afmæli í síðustu viku,“ segir Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. En helstu stærðartölur á fánanum, hverjar eru þær? „Hann er tæpir sex metrar á lengd og fjórir á hæð, þannig að hann er rétt tæpir 23 fermetrar. Þetta er engin smá smíði því það er ekkert að grín að sýna svona en við eigum þennan frábæra sal til að sýna hann í,“ bætir Eva Kristín við. Fánin er rétt tæpir 23 fermetrar að stærð og líklega stærsti þjóðfáni Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að fáninn sé í aðalhlutverki á sýningunni þá eru ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar um hann á sýningunni. „Öðrum megin erum við að sýna myndir frá lýðveldishátíðinni og vídeó og allskonar gripi, sem tengjast stofnun lýðveldisins en hinum megin þá ákváðum við að sýna fánann eins og hann var notaður í Reykjanesbæ, myndir og líka kvikmynd frá hátíðarhöldum í skrúðgarðinum hérna enda er sagan hans 30 ára löng hérna í Reykjanesbæ,“ segir Eva Kristín að endingu. Heimasíða Byggðasafns Reykjanesbæjar Reykjanesbær Íslenski fáninn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sýningin „Rís þú, Íslands unga merki“ stendur nú yfir hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar en aðalsýningargripurinn er fáninn sem hylltur var á lýðveldishátíðinni 1944 en með einhverjum ráðum tókst Helga S. Jónssyni að fá fánann til Keflavíkur að lýðveldishátíðinni lokinni og var honum flaggað á þjóðhátíðardaginn í skrúðgarðinum þar til ársins 1973 þegar annar fáni tók við. „Og fáninn endaði í Byggðasafninu og okkur fannst alveg tilvalið að draga hann fram og sýna hann núna í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins og líka það að Reykjanesbær átti 30 ára afmæli í síðustu viku,“ segir Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. En helstu stærðartölur á fánanum, hverjar eru þær? „Hann er tæpir sex metrar á lengd og fjórir á hæð, þannig að hann er rétt tæpir 23 fermetrar. Þetta er engin smá smíði því það er ekkert að grín að sýna svona en við eigum þennan frábæra sal til að sýna hann í,“ bætir Eva Kristín við. Fánin er rétt tæpir 23 fermetrar að stærð og líklega stærsti þjóðfáni Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að fáninn sé í aðalhlutverki á sýningunni þá eru ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar um hann á sýningunni. „Öðrum megin erum við að sýna myndir frá lýðveldishátíðinni og vídeó og allskonar gripi, sem tengjast stofnun lýðveldisins en hinum megin þá ákváðum við að sýna fánann eins og hann var notaður í Reykjanesbæ, myndir og líka kvikmynd frá hátíðarhöldum í skrúðgarðinum hérna enda er sagan hans 30 ára löng hérna í Reykjanesbæ,“ segir Eva Kristín að endingu. Heimasíða Byggðasafns Reykjanesbæjar
Reykjanesbær Íslenski fáninn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira