Herforingi handtekinn eftir valdaránstilraun Lovísa Arnardóttir skrifar 27. júní 2024 06:45 Herforinginn Juan Jose Zúñiga var handtekinn eftir misheppnaða valdaránstilraun. Vísir/EPA Lögreglan í Bólivíu handtók Juan José Zúñiga fyrrverandi yfirmann bólivíska hersins í gær eftir misheppnaða tilraun hans til valdaráns í landinu. Zúñiga var handtekinn aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hersveitir brutust inn í forsetahöllina og brynvörðum bílum var komið fyrir á Murillo torgi þar sem lykilstofnanir ríkisstjórnarinnar eru staðsettar. Í umfjöllun BBC um valdaránstilraunina segir að Zúñiga hafi sagst vilja endurskipuleggja lýðræðið. Hann bæri virðingu fyrir forseta landsins, Luis Arca, þá þyrfti að breyta til. Arca fordæmdi árásina og kallaði eftir stuðningi almennings í gær fyrir lýðræðið. „Við getum ekki enn og aftur leyft valdaránstilraunum að taka bólivísk líf,“ sagði Arca í sjónvarpávarpi til almennings. Fjöldi fólks virðist hafa tekið orð hans til sín því fjölmennt var úti á götum í kjölfarið. Fólk sem vildi sýna ríkisstjórninni stuðning. Arca tilkynnti um leið að hann myndi útnefna nýjan leiðtoga yfir hernum og að Zúñiga hefði verið leystur frá störfum eftir að hann gagnrýndi opinberlega fyrrverandi leiðtoga Bólivíu, Evo Morales. Morales fordæmdi einnig árásina og kallaði eftir því að Zúñiga og samstarfsmenn hans yrði dregnir fyrir dóm. Fram kemur í frétt BBC að saksóknari hafi hafið rannsókn á valdaránstilrauninni. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort að um einangrað atvik hafi verið að ræða eða hvort enn sé stuðningur fyrir slíkri tilraun. Í frétt BBC segir að eftir að hermenn Zúñiga réðust inni í forsetahöllina hafi hann lýst því yfir að þau myndu endurheimta landið. Elíta hefði yfirtekið völd og skemmdarvargar eyðilagt landið. Forsetinn Luis Arce og varaforsetinn David Choquehuanca veifuðu til stuðningsfólks.Vísir/EPA Arca var kjörinn forseti árið 2019 eftir tímabil óstöðugleika. Bandamenn hans í Venesúela og Kólumbíu fordæmdu valdaránstilraunina fljótlega eftir að hún hófst og kölluðu eftir því að lýðræðið yrði virt. Þá beindu Bandaríkin því einnig til þeirra að halda ró og sögðu í tilkynningu að þau væru að fylgjast vel með framvindu mála. Fram kemur í umfjöllun Reuters að meiri spenna hafi verið í Bólivíu vegna kosninga á næsta ári. Fyrrverandi forseti landsins Evo Morales hafi lýst því yfir að hann ætli fram aftur. Morales stýrði landinu frá 2005 til 2019 þegar Arca tók við. Mögulegt framboð hans hefur myndað klofning innan sósíalistaflokksins sem er við völd. Zúñiga sagði nýlega að Morales ætti ekki að fá að bjóða fram og sagðist ætla að stöðva hann ef hann gerði það. Í kjölfarið var hann leystur frá störfum. Fjölmargir mótmæltu valdaránstilraun hermannanna.Vísir/EPA Bólivía Tengdar fréttir Óttast valdaránstilraun í Bólivíu Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt. 26. júní 2024 21:13 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Í umfjöllun BBC um valdaránstilraunina segir að Zúñiga hafi sagst vilja endurskipuleggja lýðræðið. Hann bæri virðingu fyrir forseta landsins, Luis Arca, þá þyrfti að breyta til. Arca fordæmdi árásina og kallaði eftir stuðningi almennings í gær fyrir lýðræðið. „Við getum ekki enn og aftur leyft valdaránstilraunum að taka bólivísk líf,“ sagði Arca í sjónvarpávarpi til almennings. Fjöldi fólks virðist hafa tekið orð hans til sín því fjölmennt var úti á götum í kjölfarið. Fólk sem vildi sýna ríkisstjórninni stuðning. Arca tilkynnti um leið að hann myndi útnefna nýjan leiðtoga yfir hernum og að Zúñiga hefði verið leystur frá störfum eftir að hann gagnrýndi opinberlega fyrrverandi leiðtoga Bólivíu, Evo Morales. Morales fordæmdi einnig árásina og kallaði eftir því að Zúñiga og samstarfsmenn hans yrði dregnir fyrir dóm. Fram kemur í frétt BBC að saksóknari hafi hafið rannsókn á valdaránstilrauninni. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort að um einangrað atvik hafi verið að ræða eða hvort enn sé stuðningur fyrir slíkri tilraun. Í frétt BBC segir að eftir að hermenn Zúñiga réðust inni í forsetahöllina hafi hann lýst því yfir að þau myndu endurheimta landið. Elíta hefði yfirtekið völd og skemmdarvargar eyðilagt landið. Forsetinn Luis Arce og varaforsetinn David Choquehuanca veifuðu til stuðningsfólks.Vísir/EPA Arca var kjörinn forseti árið 2019 eftir tímabil óstöðugleika. Bandamenn hans í Venesúela og Kólumbíu fordæmdu valdaránstilraunina fljótlega eftir að hún hófst og kölluðu eftir því að lýðræðið yrði virt. Þá beindu Bandaríkin því einnig til þeirra að halda ró og sögðu í tilkynningu að þau væru að fylgjast vel með framvindu mála. Fram kemur í umfjöllun Reuters að meiri spenna hafi verið í Bólivíu vegna kosninga á næsta ári. Fyrrverandi forseti landsins Evo Morales hafi lýst því yfir að hann ætli fram aftur. Morales stýrði landinu frá 2005 til 2019 þegar Arca tók við. Mögulegt framboð hans hefur myndað klofning innan sósíalistaflokksins sem er við völd. Zúñiga sagði nýlega að Morales ætti ekki að fá að bjóða fram og sagðist ætla að stöðva hann ef hann gerði það. Í kjölfarið var hann leystur frá störfum. Fjölmargir mótmæltu valdaránstilraun hermannanna.Vísir/EPA
Bólivía Tengdar fréttir Óttast valdaránstilraun í Bólivíu Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt. 26. júní 2024 21:13 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Óttast valdaránstilraun í Bólivíu Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt. 26. júní 2024 21:13