„Gaf okkur svar í dag og vonandi fæ ég svar áfram“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 21:37 Davíð Smári gaf Eskelinen annan séns í kvöld og fannst hann fá svar S2 Sport Davíð Smári Lamude, þjálfari Bestu deildar liðs Vestra, var svekktur eftir 3-1 tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í kvöld. Hann ákvað að gefa sænsk ættaða markverðinum Karl William Eskelinen traustið í markinu þrátt fyrir martraðarframmistöðu Svíans í síðustu umferð gegn Val og fannst hann fá svar frá honum í kvöld. „Ég er bara svekktur, fannst við spila gríðarlega vel fyrstu tuttugu mínúturnar en gefum svo ódýr mörk sem er farið að vera allt of mikið mynstur hjá okkur,“ sagði Davíð Smári við okkar mann fyrir Vestan, Ragnar Heiðar Sigtryggsson í viðtali eftir leik. „Eftir fyrsta markið að þá hendum við leikplaninu út um gluggann” sagði Davíð, inntur eftir viðbrögðum eftir leik.“ Davíð reyndi að gera breytingar á leik sinna manna sem skiluðu ekki tilætluðum árangri og fengu bara ódýr mörk á sig. „Mér fannst Framararnir ekki þurfa gera mikið til að skora þessi mörk.” Davíð vill taka Valsleikinn í síðustu umferð deildarinnar, sem lauk með 5-1 sigri Vals, út fyrir sviga og voru mikil einstaklingsmistök sem höfðu áhrif á úrslitin í þeim leik. „Það er bara að halda áfram, ná rythma í liðið og halda áfram.” Var staðráðinn í að sanna sig í kvöld Í síðasta leik að þá gagnrýndi Davíð markmanninn sinn, Eskelinen og sagði Davíð að hann gæti ekki beðið eftir að sýna sig í dag og svaraði hann því með nokkrum góðum vörslum. „Eskelinen er stór karakter og ætlast til mikils af sjálfum sér. Var staðráðinn að sýna sig hér í dag og til loka tímabilsins. Ef ég hefði kippt honum út að þá hefði hann ekki fengið séns á því að svara, hann gaf okkur svar í dag og vonandi fæ ég svar áfram,” sagði Davíð Smári um frammistöðu Eskelinen í kvöld. Mikið rót hefur verið á varnarlínu Vestra á tímabilinu vegna meiðsla enn í kvöld gat Davíð reitt sig á þrjá menn sem hafa verið fjarverandi undanfarnar vikur vegna meiðsla, þá Eið Aron Sigurbjörnsson, Morten Ohlsen Hansen og Fatai Gbadamosi. Davíð vildi ekki meina að það hafi verið of mikið að setja Eið, Fatai og Morten alla í byrjunarliðið fyrir leik kvöldsins. „Ég held að allir þjálfarar sem fá grænt ljós á að menn spila að þá freistast þeir til að spila þeim”, en þeir þrír höfðu allir æft með liðinu síðastliðna 10 daga.“ Vestri mætir Breiðabliki í næsta leik og Davíð segir að liðið þurfa að æfa vel og megi ekki brotna við fyrsta mark eins og hérna í kvöld. „Við hentum þessu út um gluggann við fyrsta mark og við þurfum að addressa þetta strax svo það komi ekki fyrir aftur” sagði svekktur Davíð að lokum. Besta deild karla Vestri Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
„Ég er bara svekktur, fannst við spila gríðarlega vel fyrstu tuttugu mínúturnar en gefum svo ódýr mörk sem er farið að vera allt of mikið mynstur hjá okkur,“ sagði Davíð Smári við okkar mann fyrir Vestan, Ragnar Heiðar Sigtryggsson í viðtali eftir leik. „Eftir fyrsta markið að þá hendum við leikplaninu út um gluggann” sagði Davíð, inntur eftir viðbrögðum eftir leik.“ Davíð reyndi að gera breytingar á leik sinna manna sem skiluðu ekki tilætluðum árangri og fengu bara ódýr mörk á sig. „Mér fannst Framararnir ekki þurfa gera mikið til að skora þessi mörk.” Davíð vill taka Valsleikinn í síðustu umferð deildarinnar, sem lauk með 5-1 sigri Vals, út fyrir sviga og voru mikil einstaklingsmistök sem höfðu áhrif á úrslitin í þeim leik. „Það er bara að halda áfram, ná rythma í liðið og halda áfram.” Var staðráðinn í að sanna sig í kvöld Í síðasta leik að þá gagnrýndi Davíð markmanninn sinn, Eskelinen og sagði Davíð að hann gæti ekki beðið eftir að sýna sig í dag og svaraði hann því með nokkrum góðum vörslum. „Eskelinen er stór karakter og ætlast til mikils af sjálfum sér. Var staðráðinn að sýna sig hér í dag og til loka tímabilsins. Ef ég hefði kippt honum út að þá hefði hann ekki fengið séns á því að svara, hann gaf okkur svar í dag og vonandi fæ ég svar áfram,” sagði Davíð Smári um frammistöðu Eskelinen í kvöld. Mikið rót hefur verið á varnarlínu Vestra á tímabilinu vegna meiðsla enn í kvöld gat Davíð reitt sig á þrjá menn sem hafa verið fjarverandi undanfarnar vikur vegna meiðsla, þá Eið Aron Sigurbjörnsson, Morten Ohlsen Hansen og Fatai Gbadamosi. Davíð vildi ekki meina að það hafi verið of mikið að setja Eið, Fatai og Morten alla í byrjunarliðið fyrir leik kvöldsins. „Ég held að allir þjálfarar sem fá grænt ljós á að menn spila að þá freistast þeir til að spila þeim”, en þeir þrír höfðu allir æft með liðinu síðastliðna 10 daga.“ Vestri mætir Breiðabliki í næsta leik og Davíð segir að liðið þurfa að æfa vel og megi ekki brotna við fyrsta mark eins og hérna í kvöld. „Við hentum þessu út um gluggann við fyrsta mark og við þurfum að addressa þetta strax svo það komi ekki fyrir aftur” sagði svekktur Davíð að lokum.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira