Reyndi að komast á Ólympíuleikana en greindist svo með þrjú óskurðtæk æxli í heila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2024 09:01 Hörð barátta bíður Archies Goodburn. getty/Morgan Harlow Skoski sundgarpurinn Archie Goodburn greindist með þrjú stór óskurðtæk æxli í heila, skömmu eftir að hann freistaði þess að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í París. Goodburn missti naumlega af Ólympíusæti en hann fékk hins vegar enn verri fréttir eftir að hafa gengist undir skoðun eftir úrtökumótið. Það fundust nefnilega þrjú stór æxli í heila hans og þau eru óskurðtæk. Goodburns bíður því lyfja- og geislameðferð til að reyna að ráða niðurlögum krabbameinsins sem ku vera mjög sjaldgæft. Goodburn segist hafa byrjað að líða skringilega í lok síðasta árs, sérstaklega eftir stífar æfingar. Hann glataði styrk, var dofinn í vinstri helmingi líkamans, varð mjög óttasleginn, óglatt og fann sterklega fyrir deja vu. Eftir úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana gekkst Goodburn undir skoðun þar sem ótti hans var staðfestur. En þrátt fyrir að hafa fengið þessar erfiðu fréttir er Goodburn bjartsýnn. „Það góða er að lyfja- og geislameðferðir virka betur á svona heilaæxli frekar en önnur. Ég er ungur og hraustur og er með besta mögulega stuðningsmet vina sem til er, bestu fjölskyldu sem ég gæti óskað mér og frábæra kærustu mér við hlið. Ég er staðráðinn í að tækla þetta af öllu afli, vera bjartsýnn og halda áfram að vera Arcie,“ skrifaði Goodburn á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Archie Goodburn 🚀🧑🏽🚀 (@archie_goodburn) Goodburn, sem er 23 ára, keppti fyrir hönd Skotlands á Samveldisleikunum fyrir tveimur árum og vann brons í fimmtíu metra bringusundi á HM ungmenna 2019. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Krabbamein Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Goodburn missti naumlega af Ólympíusæti en hann fékk hins vegar enn verri fréttir eftir að hafa gengist undir skoðun eftir úrtökumótið. Það fundust nefnilega þrjú stór æxli í heila hans og þau eru óskurðtæk. Goodburns bíður því lyfja- og geislameðferð til að reyna að ráða niðurlögum krabbameinsins sem ku vera mjög sjaldgæft. Goodburn segist hafa byrjað að líða skringilega í lok síðasta árs, sérstaklega eftir stífar æfingar. Hann glataði styrk, var dofinn í vinstri helmingi líkamans, varð mjög óttasleginn, óglatt og fann sterklega fyrir deja vu. Eftir úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana gekkst Goodburn undir skoðun þar sem ótti hans var staðfestur. En þrátt fyrir að hafa fengið þessar erfiðu fréttir er Goodburn bjartsýnn. „Það góða er að lyfja- og geislameðferðir virka betur á svona heilaæxli frekar en önnur. Ég er ungur og hraustur og er með besta mögulega stuðningsmet vina sem til er, bestu fjölskyldu sem ég gæti óskað mér og frábæra kærustu mér við hlið. Ég er staðráðinn í að tækla þetta af öllu afli, vera bjartsýnn og halda áfram að vera Arcie,“ skrifaði Goodburn á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Archie Goodburn 🚀🧑🏽🚀 (@archie_goodburn) Goodburn, sem er 23 ára, keppti fyrir hönd Skotlands á Samveldisleikunum fyrir tveimur árum og vann brons í fimmtíu metra bringusundi á HM ungmenna 2019.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Krabbamein Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira