Flestar íbúðir seljist undir eða á auglýstu verði Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2024 08:50 Páll Pálsson fasteignasali segir fasteignamarkaðinn eins og hann eiga að vera. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson fasteignasali segir enga dramatík á fasteignamarkaði eins og er. Það sé um 30 prósent meiri sala en í fyrra, á sama tíma, en síðasta ár hafi verið lélegt. Hann segir að það hafi orðið um 8,4 prósenta hækkun á fasteignaverði síðasta árið en að stór hluti hækkunarinnar sé tilkomin á þessu ári. „Síðustu þrjá mánuði hefur eign kannski hækkað að meðaltali um eitt prósent,“ segir Páll og að þannig sé 80 milljóna íbúð að hækka um 800 þúsund krónur í verði á mánuði. „Þetta er pínu fullkominn markaður núna, bara normal. Við erum bara vön einhverju svona drama,“ segir Páll sem fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að það sé þó leiðinlegt að það þurfi svo háa vexti svo að jafnvægi sé á húsnæðismarkaði. Þó svo að það geri mörgum erfitt fyrir virðist það ekki stöðva til dæmis unga eða fyrstu kaupendur. Þeir séu um þriðjungur allra kaupenda. Það hafi dottið niður en hækkað aftur. Foreldrar séu í meiri mæli en áður að aðstoða með kaupin. „Þau koma að kaupunum með einum eða öðrum hætti.“ Seljast á yfirverði þegar það eru mörg tilboð Páll segir að í um tuttugu prósent eigna seljist yfir auglýstu verði en 80 prósent á auglýstu eða undir. Það sé eðlilegt ástand. Hann segir að þegar ástandið hafi verið hvað erfiðast, í kringum Covid, hafi um 40 til 50 prósent eigna selst yfir auglýstu verði. Hann segir að ef komi tvo tilboð sé ekki óeðlilegt að eign seljist á eina eða tvær milljónir yfir auglýstu verði. Ef þau séu fleiri geti eignin selst á fjórar til sex milljónir yfir auglýstu verði. „Það er undantekning.“ Nýlega var greint frá því að meirihluti íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosti um eða yfir 60 milljónir. Páll segir að hann muni eftir þeim tíma þegar íbúðir á sama stað voru að seljast á fimmtán milljónir og það hafi þótt mikið. Hann hafi byrjað að selja fasteignir 2012 og hafi unnið hérlendis og erlendis. „Þetta var 2012 og 2013,“ segir Páll og rifjar það upp að félagi hans hafi keypt sér íbúð í miðbænum á þessum tíma á 250 þúsund krónur fermetrinn. Í dag sé meðalfermetraferð á höfuðborgarsvæðinu í nýbyggingum um 844 þúsund en í eldri eignum um 670 þúsund. Síðustu ár hafi eignir hækkað um níu til tíu prósent á ári að meðaltali. Ekki tilefni til vaxtalækkunar Hann segir fólk alltaf, þrátt fyrir hækkanir, finna sér leið til að kaupa eign. Seðlabankinn sé ekki að flýta sér að lækka vexti því ef húsnæðisliður sé tekinn út úr verðbólgu sé hún um fjögur prósent, en með honum 5,8 prósent. Hvað varðar framboð og eftirspurn segir Páll að fjölbýli hafi síðustu mánuði verið líkleg til að seljast á yfir auglýstu verði. Marsmánuður hafi samt verið metmánuður í sölu sérbýla sem sé að miklu leyti að reka hækkanirnar. Það sé mikil eftirspurn af þeim og lítið framboð. Auk þess hafi skipti miklu máli að um 600 Grindvíkingar hafi á þeim tíma dottið inn á markað og það geti mögulega skekkt markaðinn. „Sá markaður er uppseldur. Mjög margir Grindvíkingar eru búnir að gera sínar ráðstafanir þannig það verður áhugavert að sjá næstu þrjá mánuði miðað við síðustu þrjá mánuði.“ Enn mikill skortur á markaði Páll segir enn mikinn skort á fasteignamarkaði og að hann hafi glaðst yfir því að sjá borgarstjóra, Einar Þorsteinsson, viðurkenna það í viðtali í gær. Íbúðauppbygging í Grafarvogi, þar sem eigi að byggja 500 íbúðir, verði þó ekki nóg til að svara skorti. Páll segir meiri eftirspurn líka eftir eignum utan höfuðborgarsvæðisins en í nálægð við það, það sem hann kallar nýja stór-höfuðborgarsvæðið. Akranes, Selfoss og Reykjanesið. „Maður finnur að þessi markaður er að aukast rosalega,“ segir hann og tók dæmi um mann sem hann er að aðstoða við leit að nýrri eign. Sá vill selja íbúð í Engihjalla en var að skoða einbýli í Hveragerði í staðinn. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Akranes Reykjanesbær Árborg Bítið Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Síðustu þrjá mánuði hefur eign kannski hækkað að meðaltali um eitt prósent,“ segir Páll og að þannig sé 80 milljóna íbúð að hækka um 800 þúsund krónur í verði á mánuði. „Þetta er pínu fullkominn markaður núna, bara normal. Við erum bara vön einhverju svona drama,“ segir Páll sem fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að það sé þó leiðinlegt að það þurfi svo háa vexti svo að jafnvægi sé á húsnæðismarkaði. Þó svo að það geri mörgum erfitt fyrir virðist það ekki stöðva til dæmis unga eða fyrstu kaupendur. Þeir séu um þriðjungur allra kaupenda. Það hafi dottið niður en hækkað aftur. Foreldrar séu í meiri mæli en áður að aðstoða með kaupin. „Þau koma að kaupunum með einum eða öðrum hætti.“ Seljast á yfirverði þegar það eru mörg tilboð Páll segir að í um tuttugu prósent eigna seljist yfir auglýstu verði en 80 prósent á auglýstu eða undir. Það sé eðlilegt ástand. Hann segir að þegar ástandið hafi verið hvað erfiðast, í kringum Covid, hafi um 40 til 50 prósent eigna selst yfir auglýstu verði. Hann segir að ef komi tvo tilboð sé ekki óeðlilegt að eign seljist á eina eða tvær milljónir yfir auglýstu verði. Ef þau séu fleiri geti eignin selst á fjórar til sex milljónir yfir auglýstu verði. „Það er undantekning.“ Nýlega var greint frá því að meirihluti íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosti um eða yfir 60 milljónir. Páll segir að hann muni eftir þeim tíma þegar íbúðir á sama stað voru að seljast á fimmtán milljónir og það hafi þótt mikið. Hann hafi byrjað að selja fasteignir 2012 og hafi unnið hérlendis og erlendis. „Þetta var 2012 og 2013,“ segir Páll og rifjar það upp að félagi hans hafi keypt sér íbúð í miðbænum á þessum tíma á 250 þúsund krónur fermetrinn. Í dag sé meðalfermetraferð á höfuðborgarsvæðinu í nýbyggingum um 844 þúsund en í eldri eignum um 670 þúsund. Síðustu ár hafi eignir hækkað um níu til tíu prósent á ári að meðaltali. Ekki tilefni til vaxtalækkunar Hann segir fólk alltaf, þrátt fyrir hækkanir, finna sér leið til að kaupa eign. Seðlabankinn sé ekki að flýta sér að lækka vexti því ef húsnæðisliður sé tekinn út úr verðbólgu sé hún um fjögur prósent, en með honum 5,8 prósent. Hvað varðar framboð og eftirspurn segir Páll að fjölbýli hafi síðustu mánuði verið líkleg til að seljast á yfir auglýstu verði. Marsmánuður hafi samt verið metmánuður í sölu sérbýla sem sé að miklu leyti að reka hækkanirnar. Það sé mikil eftirspurn af þeim og lítið framboð. Auk þess hafi skipti miklu máli að um 600 Grindvíkingar hafi á þeim tíma dottið inn á markað og það geti mögulega skekkt markaðinn. „Sá markaður er uppseldur. Mjög margir Grindvíkingar eru búnir að gera sínar ráðstafanir þannig það verður áhugavert að sjá næstu þrjá mánuði miðað við síðustu þrjá mánuði.“ Enn mikill skortur á markaði Páll segir enn mikinn skort á fasteignamarkaði og að hann hafi glaðst yfir því að sjá borgarstjóra, Einar Þorsteinsson, viðurkenna það í viðtali í gær. Íbúðauppbygging í Grafarvogi, þar sem eigi að byggja 500 íbúðir, verði þó ekki nóg til að svara skorti. Páll segir meiri eftirspurn líka eftir eignum utan höfuðborgarsvæðisins en í nálægð við það, það sem hann kallar nýja stór-höfuðborgarsvæðið. Akranes, Selfoss og Reykjanesið. „Maður finnur að þessi markaður er að aukast rosalega,“ segir hann og tók dæmi um mann sem hann er að aðstoða við leit að nýrri eign. Sá vill selja íbúð í Engihjalla en var að skoða einbýli í Hveragerði í staðinn.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Akranes Reykjanesbær Árborg Bítið Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira