UEFA hefur tekið fyrir framkomu stuðningsfólks Króatíu í leiknum á móti Ítalíu þar sem Króatar sátu eftir með sárt ennið. Króatía var 1-0 yfir í leiknum sem hefði dugað en fékk á sig jöfnunarmark í uppbótatíma.
Sektin er upp á rúmlega 15,6 milljónir í íslenskum krónum. Þetta er stærsta sekt UEFA á mótinu en í annað skiptið sem Króatar eru sektaðir. Þeir voru líka sektaðir fyrir framkomu áhorfenda á leiknum við Albaníu.
Brotin í Ítalíuleiknum eru þrískipt. Króatar fá 45 þúsund evru sekt fyrir að það að áhorfendur köstuðu hlutum á leiknum, 30 þúsund evru sekt fyrir það að áhorfendur kveiktu á blysum á leiknum og að lokum 30 þúsund evrur fyrir óviðeigandi hegðun áhorfenda sem var ekki skilgreint frekar.
Króatar fengu 9,2 milljónir evra frá UEFA fyrir þátttöku sína á Evrópumótinu og koma því út í stórum plús þrátt fyrir þessa stóra sekt.
The UEFA Control, Ethics and Disciplinary Body has fined the Croatian Football Federation due to the incidents at the match between Croatia and Italy at the European Championship in Germany.
— HNS (@HNS_CFF) June 28, 2024
The Croatian Football Federation was fined EUR 105,000 for throwing objects (EUR… pic.twitter.com/38EXXxXzQQ