„Við erum svona fimm prósentum frá þeim stað sem við viljum vera á“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. júní 2024 09:00 Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, reynir að loka eyrum fyrir gagnrýnisröddum. Vísir/Ívar Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, segir frammistöðu liðsins á mótinu hingað til ekki eins slæma og fólk segir og gaf það í skyn að litlar breytingar yrðu á liði Englands fyrir leikinn gegn Slóvakíu í 16-liða úrslitum síðar í dag. Southgate, sem og allt liðið, hefur setið undið mikilli gagnrýni fyrir frammistöðuna á mótinu hingað til. Liðið var púað af velli og drykkjarföngum var kastað í fjölskyldar leikmanna eftir 0-0 jafntefli gegn Slóveníu í lokaleik riðilsins. En líkt og fyrirliðinn Harry Kane hefur Southgate litlar áhyggjur. „Frammistaðan var alls ekki eins slæm og hún er látin líta út fyrir að vera. Liðið er aldrei eins slæmt og fólk segir og aldrei eins gott og fólk vill,“ sagði Southgate á blaðamannafundi landsliðsins í gær. „Við erum svona fimm prósentum frá þeim stað sem við viljum vera á. Það er því mikilvægt að kasta ekki öllu á glæ, missa það sem við höfum verið að gera vel og hrista of mikið upp í hlutunum. Maður þarf að hundsa allt umtal og halda settri stefnu“ bætti hann svo við. Að lokum staðfesti Southgate svo að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw myndi ekki byrja leikinn en hann hefur æft á fullu með liðinu undanfarna daga eftir að hafa glímt við meiðsli. Kieran Trippier hefur leyst stöðuna en verður líklega sjálfur frá vegna meiðsla í dag. Búist er við því að Ezri Konsa byrji í vinstri bakverði. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. 29. júní 2024 11:31 Rooney útskýrir af hverju hann hefur áhyggjur af Bellingham Ýmsir hafa haft áhyggjur af frammistöðu Judes Bellingham á Evrópumótinu í Þýskalandi. Meðal þeirra er Wayne Rooney, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins. 29. júní 2024 13:02 Segir gagnrýni á enska landsliðið langt yfir velsæmismörkum Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Chris Sutton, sem er dálkahöfundur fyrir BBC á meðan á Evrópumótinu í knattspyrnu stendur, segir gagnrýnina í garð enska landsliðsins vegna spilamennsku liðsins á mótinu til þessa vera langt yfir velsæmismörk. 28. júní 2024 11:01 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Southgate, sem og allt liðið, hefur setið undið mikilli gagnrýni fyrir frammistöðuna á mótinu hingað til. Liðið var púað af velli og drykkjarföngum var kastað í fjölskyldar leikmanna eftir 0-0 jafntefli gegn Slóveníu í lokaleik riðilsins. En líkt og fyrirliðinn Harry Kane hefur Southgate litlar áhyggjur. „Frammistaðan var alls ekki eins slæm og hún er látin líta út fyrir að vera. Liðið er aldrei eins slæmt og fólk segir og aldrei eins gott og fólk vill,“ sagði Southgate á blaðamannafundi landsliðsins í gær. „Við erum svona fimm prósentum frá þeim stað sem við viljum vera á. Það er því mikilvægt að kasta ekki öllu á glæ, missa það sem við höfum verið að gera vel og hrista of mikið upp í hlutunum. Maður þarf að hundsa allt umtal og halda settri stefnu“ bætti hann svo við. Að lokum staðfesti Southgate svo að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw myndi ekki byrja leikinn en hann hefur æft á fullu með liðinu undanfarna daga eftir að hafa glímt við meiðsli. Kieran Trippier hefur leyst stöðuna en verður líklega sjálfur frá vegna meiðsla í dag. Búist er við því að Ezri Konsa byrji í vinstri bakverði.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. 29. júní 2024 11:31 Rooney útskýrir af hverju hann hefur áhyggjur af Bellingham Ýmsir hafa haft áhyggjur af frammistöðu Judes Bellingham á Evrópumótinu í Þýskalandi. Meðal þeirra er Wayne Rooney, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins. 29. júní 2024 13:02 Segir gagnrýni á enska landsliðið langt yfir velsæmismörkum Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Chris Sutton, sem er dálkahöfundur fyrir BBC á meðan á Evrópumótinu í knattspyrnu stendur, segir gagnrýnina í garð enska landsliðsins vegna spilamennsku liðsins á mótinu til þessa vera langt yfir velsæmismörk. 28. júní 2024 11:01 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. 29. júní 2024 11:31
Rooney útskýrir af hverju hann hefur áhyggjur af Bellingham Ýmsir hafa haft áhyggjur af frammistöðu Judes Bellingham á Evrópumótinu í Þýskalandi. Meðal þeirra er Wayne Rooney, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins. 29. júní 2024 13:02
Segir gagnrýni á enska landsliðið langt yfir velsæmismörkum Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Chris Sutton, sem er dálkahöfundur fyrir BBC á meðan á Evrópumótinu í knattspyrnu stendur, segir gagnrýnina í garð enska landsliðsins vegna spilamennsku liðsins á mótinu til þessa vera langt yfir velsæmismörk. 28. júní 2024 11:01