Þjálfari Dana mætti reiður með síma í viðtal: „Svona á fótbolti ekki að vera“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2024 09:31 Kasper Hjulmand með símann. Kasper Hjulmand, þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, var allt annað en sáttur við dómgæsluna í leiknum gegn Þýskalandi á EM í gær. Hann sagði regluna um hendi vera fáránlega. Skömmu eftir hálfleik í leiknum í Dortmund í gær skoraði Joachim Andersen fyrir danska liðið. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun á myndbandi þar sem Thomas Delaney var rétt fyrir innan. Andartaki síðar var dæmd vítaspyrna á Andersen eftir að hann fékk boltann í höndina innan teigs. Kai Havertz tók spyrnuna, skoraði og kom Þjóðverjum yfir. Jamal Musiala gulltryggði svo sigur þýskra og sætið í átta liða úrslitum. Hjulmand gagnrýndi dómarann Michael Oliver og VAR-teymið í leikslok. Og hann mætti með síma í viðtalið til að sýna mynd af rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Andersen. „Ég er með mynd hérna. Þetta var einn sentímetri. Þetta gengur ekki upp. Svona eigum við ekki að nota VAR. Þetta er sentímetri,“ sagði Hjulmand sem sneri sér svo að vítinu sem var dæmt. „Ég er svo þreyttur á þessum fáránlegu reglum um hendi. Við getum ekki beðið varnarmennina um að hlaupa með hendur með síðum. Það er ekki eðlilegt. Joachim hljóp eðlilega. Þetta var eðlileg staða. Hann stökk upp og fékk boltann í sig af eins metra færi. Ég tala ekki oft um dómaraákvarðanir en þetta skipti miklu máli. Þetta er svekkjandi fyrir liðið okkar. Að komast 1-0 yfir hefði breytt öllu. Svona á fótbolti ekki að vera.“ Danir unnu ekki leik á EM og hafa raunar ekki unnið leik á síðustu tveimur stórmótum sem þeir hafa tekið þátt á. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Myndefni af ofsaveðrinu: Þrumur, eldingar, haglél og fossandi rigning á EM Tuttugu mínútna hlé var gert vegna slagveðurs á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Myndir og myndbönd af þrumum, eldingum og risahagli má sjá hér fyrir neðan. 29. júní 2024 20:24 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Skömmu eftir hálfleik í leiknum í Dortmund í gær skoraði Joachim Andersen fyrir danska liðið. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun á myndbandi þar sem Thomas Delaney var rétt fyrir innan. Andartaki síðar var dæmd vítaspyrna á Andersen eftir að hann fékk boltann í höndina innan teigs. Kai Havertz tók spyrnuna, skoraði og kom Þjóðverjum yfir. Jamal Musiala gulltryggði svo sigur þýskra og sætið í átta liða úrslitum. Hjulmand gagnrýndi dómarann Michael Oliver og VAR-teymið í leikslok. Og hann mætti með síma í viðtalið til að sýna mynd af rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Andersen. „Ég er með mynd hérna. Þetta var einn sentímetri. Þetta gengur ekki upp. Svona eigum við ekki að nota VAR. Þetta er sentímetri,“ sagði Hjulmand sem sneri sér svo að vítinu sem var dæmt. „Ég er svo þreyttur á þessum fáránlegu reglum um hendi. Við getum ekki beðið varnarmennina um að hlaupa með hendur með síðum. Það er ekki eðlilegt. Joachim hljóp eðlilega. Þetta var eðlileg staða. Hann stökk upp og fékk boltann í sig af eins metra færi. Ég tala ekki oft um dómaraákvarðanir en þetta skipti miklu máli. Þetta er svekkjandi fyrir liðið okkar. Að komast 1-0 yfir hefði breytt öllu. Svona á fótbolti ekki að vera.“ Danir unnu ekki leik á EM og hafa raunar ekki unnið leik á síðustu tveimur stórmótum sem þeir hafa tekið þátt á.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Myndefni af ofsaveðrinu: Þrumur, eldingar, haglél og fossandi rigning á EM Tuttugu mínútna hlé var gert vegna slagveðurs á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Myndir og myndbönd af þrumum, eldingum og risahagli má sjá hér fyrir neðan. 29. júní 2024 20:24 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Myndefni af ofsaveðrinu: Þrumur, eldingar, haglél og fossandi rigning á EM Tuttugu mínútna hlé var gert vegna slagveðurs á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Myndir og myndbönd af þrumum, eldingum og risahagli má sjá hér fyrir neðan. 29. júní 2024 20:24