„Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2024 20:01 Gareth Southgate þakkar líklega fyrir að hafa ekki tekið Jude Bellingham af velli í venjulegum leiktíma. Jay Barratt - AMA/2024 AMA Sports Photo Agency Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. England komst áfram í átta liða úrslit með 2-1 sigri gegn Slóvakíu í framlengdum leik í dag. Jude Bellingham skaut Englendingum inn í framlenginguna með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma og Harry Kane tryggði enska liðinu sigur snemma í framlengingunni. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og baráttunni sem þeir sýndu. Allir sem spiluðu þennan leik skiluðu sínu hlutverki og hjálpuðu til við að koma okkur yfir línuna. Þeir hjálpuðust allir að í dag og það var það sem gerði gæfumuninn,“ sagði Southgate eftir leikinn áður en hann var spurður út í Jude Bellingham. „Frábær. Við vorum að hugsa hvort við ættum að taka hann út af, en við vitum að hann getur fært okkur þessi augnablik. Við vitum að við þurftum að fara betur með boltann í leiknum og við vorum ekki að finna lausnir í fyrri hálfleik, en gerðum betur í seinni.“ „Við héldum áfram að banka þrátt fyrir að vera undir pressu. Að lokum var það svo gamla góða langa innkastið sem skilaði markinu. Þessi augnablik geta átt sér stað þegar þú ert að pressa svona á lið.“ Þá hrósaði hann einnig hinum markaskorara Englands, Harry Kane. „Hann er ótrúlegur markaskorari og hann leiðir þetta lið svo vel. Hann er búinn að vera frábær fyrirliði og heldur skipinu á floti.“ „Hann hefur verið hérna áður og upplifað svona leiki og það er það sem ungu leikmennirnir læra af honum að svona augnablik geta komið á þessum stórmótum.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
England komst áfram í átta liða úrslit með 2-1 sigri gegn Slóvakíu í framlengdum leik í dag. Jude Bellingham skaut Englendingum inn í framlenginguna með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma og Harry Kane tryggði enska liðinu sigur snemma í framlengingunni. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og baráttunni sem þeir sýndu. Allir sem spiluðu þennan leik skiluðu sínu hlutverki og hjálpuðu til við að koma okkur yfir línuna. Þeir hjálpuðust allir að í dag og það var það sem gerði gæfumuninn,“ sagði Southgate eftir leikinn áður en hann var spurður út í Jude Bellingham. „Frábær. Við vorum að hugsa hvort við ættum að taka hann út af, en við vitum að hann getur fært okkur þessi augnablik. Við vitum að við þurftum að fara betur með boltann í leiknum og við vorum ekki að finna lausnir í fyrri hálfleik, en gerðum betur í seinni.“ „Við héldum áfram að banka þrátt fyrir að vera undir pressu. Að lokum var það svo gamla góða langa innkastið sem skilaði markinu. Þessi augnablik geta átt sér stað þegar þú ert að pressa svona á lið.“ Þá hrósaði hann einnig hinum markaskorara Englands, Harry Kane. „Hann er ótrúlegur markaskorari og hann leiðir þetta lið svo vel. Hann er búinn að vera frábær fyrirliði og heldur skipinu á floti.“ „Hann hefur verið hérna áður og upplifað svona leiki og það er það sem ungu leikmennirnir læra af honum að svona augnablik geta komið á þessum stórmótum.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira