Innlent

Kjara­samningar og stór­sigur Þjóð­fylkingarinnar í Frakk­landi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaramsamninga sem enn er verið að skrifa undir þrátt fyrir að komið sé fram á sumar. 

Viska, nýtt stéttarfélaf innan BHM reið á vaðið í gær og skrifaði undir samning, fyrst BHM félaga. Við ræðum við formann BHM í hádegisfréttum sem segist vonast til að undirskrift Visku komi hreyfingu á mál annarra félaga.

Þá verður rætt við sérfræðing í þjóðernishyggju eftir stórsigur frönsku Þjóðfylkingarinnar í fyrri umferð þingkosninganna þar í landi. Hann efast þó um að hreyfingin nái völdum í Frakklandi eftir seinni umferð. 

Einnig fjöllum við um fækkun sauðfjár á milli ára. Formaður Bændasamtaka Íslands segir það vera viðvarandi þróun.

Í íþróttapakka dagsins verður svo fjallað um brotthvarf Heimis Hallgrímssonar frá Jamaíka en hann sagði af sér sem þjálfari landsliðsins í gær  og svo förum við yfir dramatíkina á EM í Þýskalandi frá því í gær.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 1. júlí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×