Aftur vinna Frakkar á sjálfsmarki og nú skilar það þeim í átta liða úrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2024 17:54 Randl Kolo Muani vill örugglega fá markið skráð á sig en boltinn breytti mikið um stefnu með viðkomu í Jan Vertonghen. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Frakkar voru mun hættulegri í leiknum en þurftu að bíða eftir sigurmarki sínu fram á 85. mínútu leiksins. Varamaðurinn Randal Kolo Muani fékk þá boltann í teignum og fékk tíma til að snúa sér. Hann náði skoti að marki en það var frekar misheppnað. Boltinn hafði hins vegar viðkomu í Jan Vertonghen sem gerði það algjörlega óverjandi fyrir Koen Casteels í marki Belga. Markið verður líklegast skráð sem sjálfsmark hjá belgíska miðverðinum. Belgar sofnuðu algjörlega á verðinum og það kostaði þá leikinn. Frakkar halda áfram að vera í vandræðum með að skapa sér almennileg færi. Þeir voru 19-5 yfir í skotum en aðeins tvö þeirra fóru á markið. Þetta var annar sigur Frakka á mótinu sem þeir vinna á sjálfsmarki en þeir unnu einnig Austurríksmenn 1-0 án þess að skora sjálfir. Þetta eru einu sigurleikir franska liðsins í mótinu. Áður en kom að sigurmarkinu þá varði Mike, markvörður Frakka, mjög vel frá bæði Romelu Lukaku og Kevin De Bruyne eftir hraðar sóknir Belga. EM 2024 í Þýskalandi
Frakkar voru mun hættulegri í leiknum en þurftu að bíða eftir sigurmarki sínu fram á 85. mínútu leiksins. Varamaðurinn Randal Kolo Muani fékk þá boltann í teignum og fékk tíma til að snúa sér. Hann náði skoti að marki en það var frekar misheppnað. Boltinn hafði hins vegar viðkomu í Jan Vertonghen sem gerði það algjörlega óverjandi fyrir Koen Casteels í marki Belga. Markið verður líklegast skráð sem sjálfsmark hjá belgíska miðverðinum. Belgar sofnuðu algjörlega á verðinum og það kostaði þá leikinn. Frakkar halda áfram að vera í vandræðum með að skapa sér almennileg færi. Þeir voru 19-5 yfir í skotum en aðeins tvö þeirra fóru á markið. Þetta var annar sigur Frakka á mótinu sem þeir vinna á sjálfsmarki en þeir unnu einnig Austurríksmenn 1-0 án þess að skora sjálfir. Þetta eru einu sigurleikir franska liðsins í mótinu. Áður en kom að sigurmarkinu þá varði Mike, markvörður Frakka, mjög vel frá bæði Romelu Lukaku og Kevin De Bruyne eftir hraðar sóknir Belga.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti