Akureyringar komast loksins á Prikið Boði Logason skrifar 2. júlí 2024 07:00 Á toppnum í 25 ár. Strákarnir slógu í gegn í Laugardalshöllinni í maí og stútfylltu höllina. Núna ætla þeir að halda risatónleika fyrir Akureyringa þann 30. ágúst næstkomandi. Glitta má í barinn af Prikinu á bak við rapparana knáu. Mynd/Þorgeir Ólafsson „Við erum ógeðslega spenntir fyrir því að fara með þetta „show“ til Akureyrar. Síðan við spiluðum með BT músinni á þaki á Akureyri árið 2001 höfum við elskað þetta pleis,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Bent. XXX Rottweiler stútfylltu Laugardalshöllina í maí síðastliðnum þegar þeir héldu risatónleika. Tónleikarnir fóru fram úr björtustu vonum og var stemmingin engri lík eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: XXX Rottweiler - Negla (LIVE í Laugardalshöll) Nú ætla strákarnir að endurtaka leikinn og það á Akureyri þann 30. ágúst. „Þetta er í rauninni fyrsta sinn sem við erum sjálfir að halda tónleika en ekki bara spila á giggum sem við erum bókaðir á. Þannig að við vildum fara all-in, hafa þetta á sama skala og Up In Smoke Tour og þetta bandaríska stöff sem maður dýrkaði þegar maður var unglingur. Hafa alvöru sviðsmynd, hafa alvöru show,“ segir Bent í samtali við Vísi. Tónleikarnir fara fram í íþróttahöllinni á Akureyri og því má búast við svipaðri stemmingu og í maí. Þeir ætla að tjalda öllu til. Það vakti mikla athygli á tónleikunum í Laugardalshöllinni að búið var að smíða eftirlíkingu af barnum á Prikinu. Bent segir að sjálfsögðu fylgi barinn norður í land. „Prikið hefur náttúrulega alltaf verið ákveðinn samnefnari fyrir hiphop á Íslandi og staðurinn þar sem ég drakk í mig kjarkinn sem ég er ennþá fullur af. Þó ég sé löngu hættur að drekka,“ segir hann. Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, er fullur tilhlökkunar og segir í samtali við Vísi að Reykjavík sé brunarúst eftir „snarhalaða og sögulega afmælistónleika XXX Rottweilerhunda í mökkstappaðri Laugardalshöll,“ eins og hann orðar það. „Höfuðborg Norðurlands þarf líka sitt Prik, svo Rottweiler-rútan neglir nú norður og niður til að fýra upp í þessu festivali ásamt hiphopp-meistaraflokki Norðurlands. Með bjór í belgnum, bassa í botni, bossa í lofti; ballið aldrei búið,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem BlazRoca, í samtali við Vísi. Eins og áður segir þá fara tónleikarnir fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 30. ágúst. „Ég veit að fólk mun koma allstaðar að á þessa tónleika. Það er líka Akureyrarvaka þessa helgi þannig að það er eiginlega bara rugl að fara ekki norður,“ segir Bent. Nálgast má miða á tónleikana hér. Tónleikar á Íslandi Tónlist Akureyri Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
XXX Rottweiler stútfylltu Laugardalshöllina í maí síðastliðnum þegar þeir héldu risatónleika. Tónleikarnir fóru fram úr björtustu vonum og var stemmingin engri lík eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: XXX Rottweiler - Negla (LIVE í Laugardalshöll) Nú ætla strákarnir að endurtaka leikinn og það á Akureyri þann 30. ágúst. „Þetta er í rauninni fyrsta sinn sem við erum sjálfir að halda tónleika en ekki bara spila á giggum sem við erum bókaðir á. Þannig að við vildum fara all-in, hafa þetta á sama skala og Up In Smoke Tour og þetta bandaríska stöff sem maður dýrkaði þegar maður var unglingur. Hafa alvöru sviðsmynd, hafa alvöru show,“ segir Bent í samtali við Vísi. Tónleikarnir fara fram í íþróttahöllinni á Akureyri og því má búast við svipaðri stemmingu og í maí. Þeir ætla að tjalda öllu til. Það vakti mikla athygli á tónleikunum í Laugardalshöllinni að búið var að smíða eftirlíkingu af barnum á Prikinu. Bent segir að sjálfsögðu fylgi barinn norður í land. „Prikið hefur náttúrulega alltaf verið ákveðinn samnefnari fyrir hiphop á Íslandi og staðurinn þar sem ég drakk í mig kjarkinn sem ég er ennþá fullur af. Þó ég sé löngu hættur að drekka,“ segir hann. Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, er fullur tilhlökkunar og segir í samtali við Vísi að Reykjavík sé brunarúst eftir „snarhalaða og sögulega afmælistónleika XXX Rottweilerhunda í mökkstappaðri Laugardalshöll,“ eins og hann orðar það. „Höfuðborg Norðurlands þarf líka sitt Prik, svo Rottweiler-rútan neglir nú norður og niður til að fýra upp í þessu festivali ásamt hiphopp-meistaraflokki Norðurlands. Með bjór í belgnum, bassa í botni, bossa í lofti; ballið aldrei búið,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem BlazRoca, í samtali við Vísi. Eins og áður segir þá fara tónleikarnir fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 30. ágúst. „Ég veit að fólk mun koma allstaðar að á þessa tónleika. Það er líka Akureyrarvaka þessa helgi þannig að það er eiginlega bara rugl að fara ekki norður,“ segir Bent. Nálgast má miða á tónleikana hér.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Akureyri Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira