Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júlí 2024 07:53 Cristiano Ronaldo undirbýr sig fyrir kveðjustund en hann er 39 ára gamall og hefur unnið næstum því allt sem fótboltinn hefur að bjóða. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. Hann staðfesti þetta í viðtali við O Jogo eftir að Portúgal vann Slóveníu í vítaspyrnukeppni í gær. Ronaldo fékk tækifæri í framlengingu til að gera út um leikinn en klikkaði af vítapunktinum. Hann steig svo fyrstur á punktinn í vítaspyrnukeppninni og skoraði, líkt og Bernardo Silva og Bruno Fernandes. Diogo Costa reyndist þó helsta hetja Portúgala en hann varði allar þrjár vítaspyrnur Slóvena. Ronaldo hefur ekki enn skorað á mótinu og það sást greinilega í gær að hann langaði í mark. Hann fær annað tækifæri til að skora á sínu síðasta Evrópumóti þegar Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum. Sjálfur segist hann þó ekki vera að eltast við persónuleg afrek. „Þetta er án efa mitt síðasta EM, en ég er alls ekki í uppnámi yfir því. Ég mun ekki eiga erfitt með að yfirgefa fótboltann. Hve mikið meira get ég unnið? Þetta snýst ekki lengur um að eltast við einstaklingsárangur. Ég vil bara gera fólk hamingjusamt, það er það sem hvetur mig áfram.“ Liðsfélagar Ronaldo þurftu að stappa í hann stálinu eftir að hann klúðraði vítaspyrnu sem hefði unnið leikinn.sportphoto/Getty Images „Sá sem aldrei reynir mun aldrei mistakast. Auðvitað var svekkjandi að skora ekki, en það er gleymt núna. Lokaniðurstaðan er sú eina sem skiptir máli. Það getur verið erfitt að skora úr víti. Ég hef tapað tveimur vítakeppnum á árinu en í dag vann ég. Fótboltinn er stundum sanngjarn og hann var það í dag,“ sagði Ronaldo að lokum. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Hann staðfesti þetta í viðtali við O Jogo eftir að Portúgal vann Slóveníu í vítaspyrnukeppni í gær. Ronaldo fékk tækifæri í framlengingu til að gera út um leikinn en klikkaði af vítapunktinum. Hann steig svo fyrstur á punktinn í vítaspyrnukeppninni og skoraði, líkt og Bernardo Silva og Bruno Fernandes. Diogo Costa reyndist þó helsta hetja Portúgala en hann varði allar þrjár vítaspyrnur Slóvena. Ronaldo hefur ekki enn skorað á mótinu og það sást greinilega í gær að hann langaði í mark. Hann fær annað tækifæri til að skora á sínu síðasta Evrópumóti þegar Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum. Sjálfur segist hann þó ekki vera að eltast við persónuleg afrek. „Þetta er án efa mitt síðasta EM, en ég er alls ekki í uppnámi yfir því. Ég mun ekki eiga erfitt með að yfirgefa fótboltann. Hve mikið meira get ég unnið? Þetta snýst ekki lengur um að eltast við einstaklingsárangur. Ég vil bara gera fólk hamingjusamt, það er það sem hvetur mig áfram.“ Liðsfélagar Ronaldo þurftu að stappa í hann stálinu eftir að hann klúðraði vítaspyrnu sem hefði unnið leikinn.sportphoto/Getty Images „Sá sem aldrei reynir mun aldrei mistakast. Auðvitað var svekkjandi að skora ekki, en það er gleymt núna. Lokaniðurstaðan er sú eina sem skiptir máli. Það getur verið erfitt að skora úr víti. Ég hef tapað tveimur vítakeppnum á árinu en í dag vann ég. Fótboltinn er stundum sanngjarn og hann var það í dag,“ sagði Ronaldo að lokum.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira