Veður

Blautt en hiti gæti náð ní­tján stigum

Árni Sæberg skrifar
Besta veðrið í dag verður á Norðausturlandi. Þar má til að mynda finna Þórshöfn á Langanesi, þar sem þessi mynd er tekin.
Besta veðrið í dag verður á Norðausturlandi. Þar má til að mynda finna Þórshöfn á Langanesi, þar sem þessi mynd er tekin. Vísir/Vilhelm

Hægur vindur verður í dag og fremur blautt víðast hvar á landinu. Þó verður bjartviðri norðaustantil og hiti gæti farið í nítján stig þar. Annars staðar verður hiti á bilinu níu til þrettán stig.

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að á morgun muni vindurinn halla sér í norðurátt og úrkoma verði í flestum landshlutum. Hitinn leiti niður á við á Norðaustur- og Austurlandi, en áþekkt hitastig verði annars staðar.

Síðar í vikunni verði fremur hæg norðlæg eða breytileg átt út vikuna. Skýjað og fremur svalt og sums staðar dálítil væta fyrir norðan og austan, en líkur á síðdegisskúrum um landið sunnanvert og dálítið mildara þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×