Tyrkir í átta liða úrslit: Draumabyrjun og draumakvöld hjá Demiral Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2024 20:49 Merih Demiral fagnar seinna marki sínu í leiknum í kvöld. Getty/Richard Sellers Tyrkir urðu í kvöld áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins eftir 2-1 sigur á Austurríkismönnum í lokaleik sextán liða úrslitanna. Tyrkir voru síðast í átta liða úrslitum Evrópumótsins fyrir sextán árum síðan en þá fór liðið alla leið í undanúrslitin á EM 2008. Miðvörðurinn Merih Demiral var maður kvöldsins en auk þess að eiga stórleik í vörninni þá skoraði hann bæði mörk liðsins. Demiral hafði aðeins skorað tvö landsliðsmörk á ferlinum fyrir leikinn í kvöld en skaut þjóð sinni áfram í hóp átta bestu þjóða Evrópu. Bæði mörkin hans komi eftir hornspyrnur og það fyrra eftir aðeins 57 sekúndna leik. Demiral var þá á réttum stað í markteignum eftir klaufagang í austurrísku vörninni. Seinna markið skoraði Demiral með skalla á 59. mínútu. Varamaðurinn Michael Gregoritsch minnkaði muninn í 2-1 á 66. mínútu og setti mikla spennu í leikinn. Austurríkismenn höfðu hrifið marga með frammistöðu sinni á mótinu en réðu ekki vel við það að vera stóra liðið í kvöld. Það er líka áfall fyrir öll lið að fá á sig mark á fyrstu mínútu í svo mikilvægum leik. Tyrkirnir fjölmenntu á áhorfendapallana og stuðningurinn var frábær. Leikmenn tyrkneska liðsins spiluðu af sama krafti inn á vellinum og tryggðu sér frábæran sigur. Þeir fá nú að mæta Hollandi í átta liða úrslitum keppninnar. EM 2024 í Þýskalandi
Tyrkir urðu í kvöld áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins eftir 2-1 sigur á Austurríkismönnum í lokaleik sextán liða úrslitanna. Tyrkir voru síðast í átta liða úrslitum Evrópumótsins fyrir sextán árum síðan en þá fór liðið alla leið í undanúrslitin á EM 2008. Miðvörðurinn Merih Demiral var maður kvöldsins en auk þess að eiga stórleik í vörninni þá skoraði hann bæði mörk liðsins. Demiral hafði aðeins skorað tvö landsliðsmörk á ferlinum fyrir leikinn í kvöld en skaut þjóð sinni áfram í hóp átta bestu þjóða Evrópu. Bæði mörkin hans komi eftir hornspyrnur og það fyrra eftir aðeins 57 sekúndna leik. Demiral var þá á réttum stað í markteignum eftir klaufagang í austurrísku vörninni. Seinna markið skoraði Demiral með skalla á 59. mínútu. Varamaðurinn Michael Gregoritsch minnkaði muninn í 2-1 á 66. mínútu og setti mikla spennu í leikinn. Austurríkismenn höfðu hrifið marga með frammistöðu sinni á mótinu en réðu ekki vel við það að vera stóra liðið í kvöld. Það er líka áfall fyrir öll lið að fá á sig mark á fyrstu mínútu í svo mikilvægum leik. Tyrkirnir fjölmenntu á áhorfendapallana og stuðningurinn var frábær. Leikmenn tyrkneska liðsins spiluðu af sama krafti inn á vellinum og tryggðu sér frábæran sigur. Þeir fá nú að mæta Hollandi í átta liða úrslitum keppninnar.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti