Hjálmar segist ekki kærður því það sé ekkert að kæra Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2024 16:11 Sigríður Dögg formaður BÍ og Hjálmar Jónsson. Óhætt er að segja að andað hafi köldu þeirra á milli nú um hríð og sér ekki fyrir endann á því þó svo að félagið hafi ákveðið að kæra fyrrverandi framkvæmdastjórann ekki þrátt fyrir að tilefni sé til, að sögn stjórnar. vísir/vilhelm Hjálmar Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri BÍ segir stjórnina senda sér kaldar kveðjur við starfslokin. En fjallið hafi nú tekið joðsótt og það hafi fæðst mús. Hjálmar er greinilega ósáttur við það hvernig stjórn BÍ hefur tekið á málinu en í tilkynningu til félagsmanna telur hún heppilegra að ljúka málinu strax fremur en að kæra Hjálmar vegna óreiðu í bókhaldsmálum. Eftir niðurstöður úttektar KPMG á tilteknum færslum í bókhaldi BÍ, sem kynnt var félagsmönnum á aðalfundi í apríl síðastliðinn, hafi stjórn félagsins óskað eftir lögfræðiáliti frá Logos lögfræðiþjónustu um mögulega refsiábyrgð Hjálmars vegna háttsemi hans í starfi. Lögmaður Logos, sem sé sérfræðingur í málaflokknum, hafi byggt minnisblað sitt á úttekt KPMG og þeim ábendingum sem þar komu fram við skoðun á gögnum félagsins. Hjálmar hefur sent Vísi grein til birtingar þar sem hann gefur lítið fyrir þetta en greinin er undir yfirskriftinni „Hátt reitt til höggs“ en þar segir hann að ekki hafi komið sér á óvart að stjórnin hafi ákveðið að kæra sig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins. „Það stafar einfaldlega af því að það hafa aldrei verið efni til þess að einu eða neinu leyti. Þvert á móti þjónaði ég félaginu af einstakri trúmennsku, þó ég segi sjálfur frá, öll þau 35 ár sem ég kom að trúnaðarstörfum fyrir félagið, með einum eða öðrum hætti. Hagur félagsins hefur blómgast með einstökum hætti á þessum tíma, ekki síst síðustu rúm 20 árin sem ég var framkvæmdastjóri félagsins,“ segir í grein Hjálmars. Hann segir að athugun á bókahaldi félagsins síðastliðinna tíu ára hafi engu skilað, þegar upp sé staðið, sú sé staðreynd málsins. „Öllum atriðum hefur verið svarað með fullnægjandi hætti, þó reynt sé að láta það líta öðru vísi út til að réttlæta þann fjáraustur sem þessi aðför að æru minni hefur kostað. Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús!“ Fjölmiðlar Félagasamtök Stéttarfélög Tengdar fréttir Neitaði formanni um aðgang að reikningum BÍ og því fór sem fór Hjálmar Jónsson, sem í gær var rekinn sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, segir endanlega hafa soðið upp úr milli hans og formanns BÍ, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, þegar hún fór fram á að fá svonefndan „skoðunaraðgang“ að reikningum félagsins. 11. janúar 2024 15:31 Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. 12. janúar 2024 16:51 Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. 19. apríl 2024 18:32 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Hjálmar er greinilega ósáttur við það hvernig stjórn BÍ hefur tekið á málinu en í tilkynningu til félagsmanna telur hún heppilegra að ljúka málinu strax fremur en að kæra Hjálmar vegna óreiðu í bókhaldsmálum. Eftir niðurstöður úttektar KPMG á tilteknum færslum í bókhaldi BÍ, sem kynnt var félagsmönnum á aðalfundi í apríl síðastliðinn, hafi stjórn félagsins óskað eftir lögfræðiáliti frá Logos lögfræðiþjónustu um mögulega refsiábyrgð Hjálmars vegna háttsemi hans í starfi. Lögmaður Logos, sem sé sérfræðingur í málaflokknum, hafi byggt minnisblað sitt á úttekt KPMG og þeim ábendingum sem þar komu fram við skoðun á gögnum félagsins. Hjálmar hefur sent Vísi grein til birtingar þar sem hann gefur lítið fyrir þetta en greinin er undir yfirskriftinni „Hátt reitt til höggs“ en þar segir hann að ekki hafi komið sér á óvart að stjórnin hafi ákveðið að kæra sig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins. „Það stafar einfaldlega af því að það hafa aldrei verið efni til þess að einu eða neinu leyti. Þvert á móti þjónaði ég félaginu af einstakri trúmennsku, þó ég segi sjálfur frá, öll þau 35 ár sem ég kom að trúnaðarstörfum fyrir félagið, með einum eða öðrum hætti. Hagur félagsins hefur blómgast með einstökum hætti á þessum tíma, ekki síst síðustu rúm 20 árin sem ég var framkvæmdastjóri félagsins,“ segir í grein Hjálmars. Hann segir að athugun á bókahaldi félagsins síðastliðinna tíu ára hafi engu skilað, þegar upp sé staðið, sú sé staðreynd málsins. „Öllum atriðum hefur verið svarað með fullnægjandi hætti, þó reynt sé að láta það líta öðru vísi út til að réttlæta þann fjáraustur sem þessi aðför að æru minni hefur kostað. Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús!“
Fjölmiðlar Félagasamtök Stéttarfélög Tengdar fréttir Neitaði formanni um aðgang að reikningum BÍ og því fór sem fór Hjálmar Jónsson, sem í gær var rekinn sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, segir endanlega hafa soðið upp úr milli hans og formanns BÍ, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, þegar hún fór fram á að fá svonefndan „skoðunaraðgang“ að reikningum félagsins. 11. janúar 2024 15:31 Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. 12. janúar 2024 16:51 Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. 19. apríl 2024 18:32 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Neitaði formanni um aðgang að reikningum BÍ og því fór sem fór Hjálmar Jónsson, sem í gær var rekinn sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, segir endanlega hafa soðið upp úr milli hans og formanns BÍ, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, þegar hún fór fram á að fá svonefndan „skoðunaraðgang“ að reikningum félagsins. 11. janúar 2024 15:31
Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. 12. janúar 2024 16:51
Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. 19. apríl 2024 18:32