Dómarinn neitaði að taka í hönd leikmanns eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 07:00 Það er óhætt að segja að þeir Christian Pulisic og Kevin Ortega séu ekki miklir vinir. Getty/ Jamie Squire Dómari í leik Bandaríkjanna og Úrúgvæ í Suðurameríkukeppninni neitaði að taka í höndina á fyrirliða bandaríska landsliðsins eftir leikinn. Christian Pulisic, fyrirliði Bandaríkjamanna, rétti fram höndina til að þakka perúska dómaranum Kevin Ortega fyrir leikinn í leikslok en dómarinn neitaði að taka í höndina á honum. Það fylgir sögunni að það leit út fyrir að Pulisic hafi verið með einhverjar bendingar og meiningar úr fjarska áður en hann kom til dómarans og rétti fram höndina sína. Það gekk líka mikið á í samskiptum þeirra í leiknum sjálfum. Bandaríska liðið var mjög ósátt með dómgæsluna í leiknum sem liðið tapaði 1-0. Bandaríkjamenn komust þar með ekki upp úr sinum riðli og eru úr leik. Sama hvað gekk á í leiknum þá verður að það teljast afar sérstakt þegar dómarinn neitar að þakka leikmanni fyrir leikinn. Það hefur kannski oft verið á hinn veginn. „Í hreinskilni sagt: Ég var að sjá hluti sem ég hef aldrei séð áður. Ég trúði þessu ekki. Það er samt ekki ástæðan fyrir tapinu. Við erum ekki úr leik vegna dómgæslu,“ sagði Pulisic. „Í alvörunni samt. Ég var að sjá hluti dæmda þannig að ég vissi í raun ekki á hvað ég var að horfa á. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann var að dæma. Ég veit ekki hver þessi maður er og hann gaf mér enga útskýringu á einu eða neinu. Hann var að gera hluti sem ég get ekki sætt mig við,“ sagði Pulisic. „Hann vildi ekki einu sinni taka í höndina á mér. Það er eðlilegt,“ sagði Pulisic af kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Copa América Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Christian Pulisic, fyrirliði Bandaríkjamanna, rétti fram höndina til að þakka perúska dómaranum Kevin Ortega fyrir leikinn í leikslok en dómarinn neitaði að taka í höndina á honum. Það fylgir sögunni að það leit út fyrir að Pulisic hafi verið með einhverjar bendingar og meiningar úr fjarska áður en hann kom til dómarans og rétti fram höndina sína. Það gekk líka mikið á í samskiptum þeirra í leiknum sjálfum. Bandaríska liðið var mjög ósátt með dómgæsluna í leiknum sem liðið tapaði 1-0. Bandaríkjamenn komust þar með ekki upp úr sinum riðli og eru úr leik. Sama hvað gekk á í leiknum þá verður að það teljast afar sérstakt þegar dómarinn neitar að þakka leikmanni fyrir leikinn. Það hefur kannski oft verið á hinn veginn. „Í hreinskilni sagt: Ég var að sjá hluti sem ég hef aldrei séð áður. Ég trúði þessu ekki. Það er samt ekki ástæðan fyrir tapinu. Við erum ekki úr leik vegna dómgæslu,“ sagði Pulisic. „Í alvörunni samt. Ég var að sjá hluti dæmda þannig að ég vissi í raun ekki á hvað ég var að horfa á. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann var að dæma. Ég veit ekki hver þessi maður er og hann gaf mér enga útskýringu á einu eða neinu. Hann var að gera hluti sem ég get ekki sætt mig við,“ sagði Pulisic. „Hann vildi ekki einu sinni taka í höndina á mér. Það er eðlilegt,“ sagði Pulisic af kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Copa América Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira