Enska liðið fékk einkatónleika frá Ed Sheeran Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2024 23:15 Ed Sheeran var meðal áhorfanda á síðasta leik enska landsliðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi. Getty/Richard Pelham Enska landsliðið er komið áfram í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta eftir dramatískan sigur á Slóvökum. Þeir fengu að launum einkatónleika frá einum frægasta tónlistarmanni Englendinga. Ed Sheeran, sem er mikill fótboltaáhugamaður og harður stuðningsmaður Ipswich Town, mætti í bækistöð enska liðsins í Blankenhain í gær. Sheeran hafði horft á leikinn á móti Slóvökum í Gelsenkirchen en ferðast síðan til Blankenhain daginn eftir. Enska liðið er með aðstöðu á heilsuhótelinu Weimarer Land en hótelið hefur jafnframt yfir að ráða flottum golfvelli. Það fer því vel um ensku leikmennina og landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate leggur áherslu á afslappað og þægilegt umhverfi í kringum hópinn. Þjálfarinn tók líka vel í það að tónlistastjarnan myndi skemmta hans mönnum. Lærisveinar Southgate voru í léttri endurhæfingu fyrr um daginn en fengu síðan tónleika um kvöldið. Þetta er í annað skiptið sem Sheeran skemmtir ensku landsliðsmönnunum á Evrópumóti en það gerði hann líka á EM 2021. Á HM í Katar var það aftur á móti Robbie Williams sem heimsótti enska liðið. Ed Sheeran hefur selt yfir 150 milljónir platna og er einn af söluhæstu tónlistarmönnum heims. Hann á mörg af vinsælustu lögum síðasta áratugar og hefur örugglega tekið eitthvað af þeim fyrir ensku landsliðsstrákana. 🎸🏴Ed Sheeran performs private concert for England players after Slovakia winFind out more👇https://t.co/plO1WwTMix pic.twitter.com/C6NYphQCwj— The Telegraph (@Telegraph) July 2, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira
Ed Sheeran, sem er mikill fótboltaáhugamaður og harður stuðningsmaður Ipswich Town, mætti í bækistöð enska liðsins í Blankenhain í gær. Sheeran hafði horft á leikinn á móti Slóvökum í Gelsenkirchen en ferðast síðan til Blankenhain daginn eftir. Enska liðið er með aðstöðu á heilsuhótelinu Weimarer Land en hótelið hefur jafnframt yfir að ráða flottum golfvelli. Það fer því vel um ensku leikmennina og landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate leggur áherslu á afslappað og þægilegt umhverfi í kringum hópinn. Þjálfarinn tók líka vel í það að tónlistastjarnan myndi skemmta hans mönnum. Lærisveinar Southgate voru í léttri endurhæfingu fyrr um daginn en fengu síðan tónleika um kvöldið. Þetta er í annað skiptið sem Sheeran skemmtir ensku landsliðsmönnunum á Evrópumóti en það gerði hann líka á EM 2021. Á HM í Katar var það aftur á móti Robbie Williams sem heimsótti enska liðið. Ed Sheeran hefur selt yfir 150 milljónir platna og er einn af söluhæstu tónlistarmönnum heims. Hann á mörg af vinsælustu lögum síðasta áratugar og hefur örugglega tekið eitthvað af þeim fyrir ensku landsliðsstrákana. 🎸🏴Ed Sheeran performs private concert for England players after Slovakia winFind out more👇https://t.co/plO1WwTMix pic.twitter.com/C6NYphQCwj— The Telegraph (@Telegraph) July 2, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira