Kallaður hinn tyrkneski Gordon Banks eftir hetjumarkvörslu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 08:00 Mert Gunok fagnar hér sigrinum í gær og um leið sæti í átta liða úrslitunum. Þangað eru Tyrkir komnir í fyrsta sinn í sextán ár. Getty/Lars Baron Tyrkir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í gærkvöldi eftir 2-1 sigur á Austurríkismönnum í lokaleik sextán liða úrslitanna. Það voru margar hetjur í þessum frekar óvænta sigri tyrkneska liðsins en einn af þeim var án efa markvörðurinn Mert Gunok. Austurríkismönnum tókst að minnka muninn í 2-1 og sóttu síðan mikið á lokamínútunum. Þeir fengu síðan algjört dauðafæri í blálokin þegar fastur skalli Christoph Baumgartner af stuttu færi virtist vera að stefna í markið. Gunok stóð aftur á móti í markinu og tókst að verja boltann á ótrúlegan hátt í horn. Heimsklassa markvarsla og það á úrslitastund. Ralf Rangnick, þjálfari Austurríkismanna, hrósaði tyrkneska markverðinum eftir leik og líkti honum við goðsögn. „Liðið mitt reyndi allt. Við skoruðum eitt mark og höfðum nægan tíma til þess að jafna. Þetta er bara erfitt þegar mótherjinn er með Gordon Banks í markinu,“ sagði Rangnick eftir leikinn. ESPN segir frá. Rangnick vísar þar í sögulega markvörslu enska landsliðsmarkvarðarins Gordan Banks þegar hann varði skalla frá Pele á HM 1970. Það var líka skalli sem fór í jörðina og stefndi í markið. „Þú þarft líka að hafa heppnina með þér. Ef skalli Baumgartner í lokin hefði farið í markið þá hefðum við getað unnið þennan leik,“ sagði Rangnick. „Þetta var sögulegt tækifæri til að vinna, komast í átta liða úrslitin og spila við Holland. Ég trúi því ekki að við séum að fara heim. Okkur fannst við geta haldið EM-ferðalaginu okkar áfram,“ sagði Rangnick. Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu markvörslu. Mert Günok's incredible 95th-minute save 🤯😱#EUROLastMinute | @Hublot pic.twitter.com/N2AImAbc7A— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 2, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Austurríkismönnum tókst að minnka muninn í 2-1 og sóttu síðan mikið á lokamínútunum. Þeir fengu síðan algjört dauðafæri í blálokin þegar fastur skalli Christoph Baumgartner af stuttu færi virtist vera að stefna í markið. Gunok stóð aftur á móti í markinu og tókst að verja boltann á ótrúlegan hátt í horn. Heimsklassa markvarsla og það á úrslitastund. Ralf Rangnick, þjálfari Austurríkismanna, hrósaði tyrkneska markverðinum eftir leik og líkti honum við goðsögn. „Liðið mitt reyndi allt. Við skoruðum eitt mark og höfðum nægan tíma til þess að jafna. Þetta er bara erfitt þegar mótherjinn er með Gordon Banks í markinu,“ sagði Rangnick eftir leikinn. ESPN segir frá. Rangnick vísar þar í sögulega markvörslu enska landsliðsmarkvarðarins Gordan Banks þegar hann varði skalla frá Pele á HM 1970. Það var líka skalli sem fór í jörðina og stefndi í markið. „Þú þarft líka að hafa heppnina með þér. Ef skalli Baumgartner í lokin hefði farið í markið þá hefðum við getað unnið þennan leik,“ sagði Rangnick. „Þetta var sögulegt tækifæri til að vinna, komast í átta liða úrslitin og spila við Holland. Ég trúi því ekki að við séum að fara heim. Okkur fannst við geta haldið EM-ferðalaginu okkar áfram,“ sagði Rangnick. Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu markvörslu. Mert Günok's incredible 95th-minute save 🤯😱#EUROLastMinute | @Hublot pic.twitter.com/N2AImAbc7A— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 2, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira