Ólafía Hrönn reyndist vera á bak við „stóra pokamálið“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. júlí 2024 11:11 Ólafía Hrönn Jónsdóttir og sonur Evu Bjarkar Úlfarsdóttur. Facebook Evu Björk Úlfarsdóttur, kvensjúkdóma- og fæðingarlækni, var ansi brugðið í gær þegar tólf ára sonur hennar sneri heim tómhentur úr búðarferð. Hann hafði keypt snarl klukkan tíu í gærkvöldi í Nettó á Granda en lenti í veseni með að flytja matvörupokann heim á hjólinu sínu. Þá hafði hann stöðvað konu sem hann lýsti sem snyrtilegri og „um það bil 56 ára“ sem bauðst til aðstoða hann með pokann. Konan stakk upp á að keyra matvörunum heim til drengsins og að þau myndu hittast skammt frá verslun Nettó en þegar drengurinn hjólaði af stað missti hann sjónar af konunni sem virtist hafa horfið á brott með matvörunnar. Konan sem um ræðir reyndist vera engin önnur en Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona en bæði hún og Eva eru sammála um að um drepfyndinn misskilning sé að ræða. Þegar fréttastofa setti sig í samband við Ólafíu vissi hún um leið í hvað stefndi og áður en blaðamaður gat borið upp erindið sagði hún: „Ertu að hringja til að ræða stóra pokamálið.“ Því fylgdi mikill hlátur. Birtu báðar færslur á sitthvorum Facebook-hópnum Bæði Ólafía og Eva birtu færslur á Facebook á svipuðum tíma í gærkvöldi þar sem þær greindu frá því sem hafði gerst en á sitt hvorum Facebook-hópnum fyrir íbúa í Vesturbæ. Ólafía birti færslu í gærkvöldi á Facebook-hópnum, Íbúasamtök Vesturbæjar, þar sem hún skrifaði: „Kannast einhver við strák sem fór útí búð en kom ekki með pokann heim. Ég er með pokann. Plís hafið samband.“ Ólafía birti einnig færslu á Facebook-vegg sínum þar sem hún biðlaði til fólks að aðstoða sig.Facebook Á sama tíma birti Eva færslu á Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem hún sagði frá sjónarhorni drengsins síns sem keypti léttmjólk, Cocoa Puffs, Oreo-kex, vínber og krítar. „Hann var að vesenast með að setja pokann á hjólið þegar kona kemur að aðstoða hann, það gengur illa þannig hún býðst til að skutla pokanum áleiðis heim. Hann bendir henni á gulu eldri borgara blokkina á Aflagranda (sem sést frá nettó og er nálægt okkur) en þegar hann kemur þangað er hvorki pokinn né konan sjáanleg.“ Reyndu fyrst að gera pokann að bakpoka Ólafía segir í samtali við Vísi að samtakamáttur Facebooks hafi verið fljótur að leiða konurnar saman en innan við tíu mínútum frá því að hún birti færsluna var hún komin í beint samband við móður drengsins. „Þetta var þannig að ég var bara að koma út úr Nettó og þá er hann á hjólinu og með einn poka og svolítið þungan fyrir hjólið. Hann segir: Heyrðu veistu hvernig er best að hjóla með svona poka? Ég segi að það sé kannski best að vera með tvo poka sitthvoru megin á stýrinu. Ég fer og hjálpa honum og þá stingur hann upp á því að stækka haldið á pokanum til að vera með hann sem bakpoka. Mér finnst það frábær hugmynd. Hann klæðir pokann á bakið og byrjar að hjóla af stað. Ég kalla á eftir honum: Þú getur þetta! Ég horfði síðan á eftir honum að hjóla með pokann á bakinu og ég hugsaði að það gæti verið leiðinlegt ef að matvörunnar myndu detta út um pokann.“ Ólafía hugsaði þá að hún gæti alveg eins skutlað pokanum heim til drengsins og að hún mætti alveg sjá eftir þeim tíma sem færi í að gera það. Drengurinn hafi þá bent á gulu blokkirnar við Aflagranda og sagst ætla hitta hana þar. Ólafíu fannst það gott plan og að þau hafi síðan sammælst um að hittast hjá JL húsinu þar sem Ólafía gæti fylgt honum að heimili hans. Keyrði um allt hverfið í leit að drengnum Ólafía beið þá í drykklanga stund við JL húsið en ekkert bærði á drengnum sem hafði þá hjólað í átt að Hringbraut. „Ég hugsaði bara guð minn góður,“ segir Ólafía þegar hún áttaði sig á því að hún væri búin að týna drengnum og sæti eftir með matvörupokann. Hún hafi þá keyrt í átt að gulu blokkunum og til baka í átt að Nettó og aftur að JL húsinu en ekkert bólaði á drengnum. Á sama tíma hringdi drengurinn í Evu á meðan hann var í öngum sínum að leita að pokanum. Hann hafi verið miður sín að hafa misst af tækifæri til að gæða sér á vínberjum og kexi fyrir háttinn en Eva stappaði í hann stálinu og sagði að þau gætu farið í verslun á morgun. „Hann var að hjóla um allt hverfið að leita við allt aðra blokk. Hann hjólaði við blokkirnar á Granda með mig í símanum.“ Stuttu síðar náði Ólafía sambandi við Evu og keyrði matvörunum til þeirra og tók þá drengurinn upp gleði sína á ný. Eva segist ævinlega þakklát fyrir fólk sem nemur staðar og aðstoðar og hjálpar börnum sem eru í vandræðum í stað þess að skunda fram hjá. Ólafía hafi hjálpað Evu áður „Hann var rosalega glaður elsku litli þegar hann fékk poka sinn. Lolla hefur hjálpað mér áður. Ég var einu sinni með nýfætt barn í Krónunni og hún hleypti mér fram fyrir sig í röðinni sem enginn hefur gert áður. Ég vildi að allir væru svona,“ segir Eva. Hún segist hafa sprungið úr hlátri þegar að drengurinn lýsti konunni sem hafði matvörupokann á brott. „Ég var í hláturskasti þegar hann hringdi. Ég var að spyrja hvernig hún leit út og þá sagði hann að hún væri snyrtileg og um það bil 56 ára og þá sprakk ég úr hlátri.“ Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Þá hafði hann stöðvað konu sem hann lýsti sem snyrtilegri og „um það bil 56 ára“ sem bauðst til aðstoða hann með pokann. Konan stakk upp á að keyra matvörunum heim til drengsins og að þau myndu hittast skammt frá verslun Nettó en þegar drengurinn hjólaði af stað missti hann sjónar af konunni sem virtist hafa horfið á brott með matvörunnar. Konan sem um ræðir reyndist vera engin önnur en Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona en bæði hún og Eva eru sammála um að um drepfyndinn misskilning sé að ræða. Þegar fréttastofa setti sig í samband við Ólafíu vissi hún um leið í hvað stefndi og áður en blaðamaður gat borið upp erindið sagði hún: „Ertu að hringja til að ræða stóra pokamálið.“ Því fylgdi mikill hlátur. Birtu báðar færslur á sitthvorum Facebook-hópnum Bæði Ólafía og Eva birtu færslur á Facebook á svipuðum tíma í gærkvöldi þar sem þær greindu frá því sem hafði gerst en á sitt hvorum Facebook-hópnum fyrir íbúa í Vesturbæ. Ólafía birti færslu í gærkvöldi á Facebook-hópnum, Íbúasamtök Vesturbæjar, þar sem hún skrifaði: „Kannast einhver við strák sem fór útí búð en kom ekki með pokann heim. Ég er með pokann. Plís hafið samband.“ Ólafía birti einnig færslu á Facebook-vegg sínum þar sem hún biðlaði til fólks að aðstoða sig.Facebook Á sama tíma birti Eva færslu á Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem hún sagði frá sjónarhorni drengsins síns sem keypti léttmjólk, Cocoa Puffs, Oreo-kex, vínber og krítar. „Hann var að vesenast með að setja pokann á hjólið þegar kona kemur að aðstoða hann, það gengur illa þannig hún býðst til að skutla pokanum áleiðis heim. Hann bendir henni á gulu eldri borgara blokkina á Aflagranda (sem sést frá nettó og er nálægt okkur) en þegar hann kemur þangað er hvorki pokinn né konan sjáanleg.“ Reyndu fyrst að gera pokann að bakpoka Ólafía segir í samtali við Vísi að samtakamáttur Facebooks hafi verið fljótur að leiða konurnar saman en innan við tíu mínútum frá því að hún birti færsluna var hún komin í beint samband við móður drengsins. „Þetta var þannig að ég var bara að koma út úr Nettó og þá er hann á hjólinu og með einn poka og svolítið þungan fyrir hjólið. Hann segir: Heyrðu veistu hvernig er best að hjóla með svona poka? Ég segi að það sé kannski best að vera með tvo poka sitthvoru megin á stýrinu. Ég fer og hjálpa honum og þá stingur hann upp á því að stækka haldið á pokanum til að vera með hann sem bakpoka. Mér finnst það frábær hugmynd. Hann klæðir pokann á bakið og byrjar að hjóla af stað. Ég kalla á eftir honum: Þú getur þetta! Ég horfði síðan á eftir honum að hjóla með pokann á bakinu og ég hugsaði að það gæti verið leiðinlegt ef að matvörunnar myndu detta út um pokann.“ Ólafía hugsaði þá að hún gæti alveg eins skutlað pokanum heim til drengsins og að hún mætti alveg sjá eftir þeim tíma sem færi í að gera það. Drengurinn hafi þá bent á gulu blokkirnar við Aflagranda og sagst ætla hitta hana þar. Ólafíu fannst það gott plan og að þau hafi síðan sammælst um að hittast hjá JL húsinu þar sem Ólafía gæti fylgt honum að heimili hans. Keyrði um allt hverfið í leit að drengnum Ólafía beið þá í drykklanga stund við JL húsið en ekkert bærði á drengnum sem hafði þá hjólað í átt að Hringbraut. „Ég hugsaði bara guð minn góður,“ segir Ólafía þegar hún áttaði sig á því að hún væri búin að týna drengnum og sæti eftir með matvörupokann. Hún hafi þá keyrt í átt að gulu blokkunum og til baka í átt að Nettó og aftur að JL húsinu en ekkert bólaði á drengnum. Á sama tíma hringdi drengurinn í Evu á meðan hann var í öngum sínum að leita að pokanum. Hann hafi verið miður sín að hafa misst af tækifæri til að gæða sér á vínberjum og kexi fyrir háttinn en Eva stappaði í hann stálinu og sagði að þau gætu farið í verslun á morgun. „Hann var að hjóla um allt hverfið að leita við allt aðra blokk. Hann hjólaði við blokkirnar á Granda með mig í símanum.“ Stuttu síðar náði Ólafía sambandi við Evu og keyrði matvörunum til þeirra og tók þá drengurinn upp gleði sína á ný. Eva segist ævinlega þakklát fyrir fólk sem nemur staðar og aðstoðar og hjálpar börnum sem eru í vandræðum í stað þess að skunda fram hjá. Ólafía hafi hjálpað Evu áður „Hann var rosalega glaður elsku litli þegar hann fékk poka sinn. Lolla hefur hjálpað mér áður. Ég var einu sinni með nýfætt barn í Krónunni og hún hleypti mér fram fyrir sig í röðinni sem enginn hefur gert áður. Ég vildi að allir væru svona,“ segir Eva. Hún segist hafa sprungið úr hlátri þegar að drengurinn lýsti konunni sem hafði matvörupokann á brott. „Ég var í hláturskasti þegar hann hringdi. Ég var að spyrja hvernig hún leit út og þá sagði hann að hún væri snyrtileg og um það bil 56 ára og þá sprakk ég úr hlátri.“
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira