Rangnick drepleiddist yfir öðrum leikjum á EM: „Ég átti erfitt með að halda mér vakandi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júlí 2024 14:30 Þátttöku austurrísku strákanna hans Ralfs Rangnick á EM er lokið. getty/Boris Streubel Ralf Rangnick, þjálfari austurríska karlalandsliðsins í Austurríki, segir að nokkrir leikir á EM í Þýskalandi hafi gengið fram af honum vegna leiðinda. Strákarnir hans Rangnicks féllu úr leik í sextán liða úrslitum á EM eftir 1-2 tap fyrir Tyrklandi í Leipzig í gær. Margir hrifust af austurríska liðinu á EM en það þótti spila skemmtilegan fótbolta og vann dauðariðilinn sem í voru, auk þeirra, Holland, Frakkland og Pólland. Leikur Austurríkis og Tyrklands í gær var hin mesta skemmtun en það sama var ekki hægt að segja um alla leikina í sextán liða úrslitum. Rangnick leiddist allavega meðan hann horfði á þá. „Ég hef séð aðra leiki þar sem það var jafnvel erfitt að halda sér vakandi. Sú var ekki raunin í okkar leikjum,“ sagði Rangnick eftir tapið fyrir Tyrkjum í gær. Austurríkismenn voru hársbreidd frá því að knýja fram framlengingu en Mert Günok varði stórkostlega frá Christoph Baumgartner þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Rangnick gat ekki annað en hrósað Günok eftir leikinn og líkti honum við sjálfan Gordon Banks. Hann vísaði þar í sögulega markvörslu Banks frá Pelé á HM í Mexíkó 1970. Ekki verður leikið á EM í dag og á morgun en leikirnir í átta liða úrslitum fara fram á föstudag og laugardag. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Strákarnir hans Rangnicks féllu úr leik í sextán liða úrslitum á EM eftir 1-2 tap fyrir Tyrklandi í Leipzig í gær. Margir hrifust af austurríska liðinu á EM en það þótti spila skemmtilegan fótbolta og vann dauðariðilinn sem í voru, auk þeirra, Holland, Frakkland og Pólland. Leikur Austurríkis og Tyrklands í gær var hin mesta skemmtun en það sama var ekki hægt að segja um alla leikina í sextán liða úrslitum. Rangnick leiddist allavega meðan hann horfði á þá. „Ég hef séð aðra leiki þar sem það var jafnvel erfitt að halda sér vakandi. Sú var ekki raunin í okkar leikjum,“ sagði Rangnick eftir tapið fyrir Tyrkjum í gær. Austurríkismenn voru hársbreidd frá því að knýja fram framlengingu en Mert Günok varði stórkostlega frá Christoph Baumgartner þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Rangnick gat ekki annað en hrósað Günok eftir leikinn og líkti honum við sjálfan Gordon Banks. Hann vísaði þar í sögulega markvörslu Banks frá Pelé á HM í Mexíkó 1970. Ekki verður leikið á EM í dag og á morgun en leikirnir í átta liða úrslitum fara fram á föstudag og laugardag.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira